Buick Avista senuþjófurinn verður ekki framleiddur Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 16:15 Bandaríkjamönnum er mjög lagið að framleiða ljóta bíla, en stundum kemur þó fyrir að fallegir tilraunabílar líta dagsins ljós þar í landi, en þá er um að gera að framleiða þá ekki. Gott dæmi um það er þessi gullfallegi Buick Avista sportbíll, en Buick hefur látið uppi að engar áætlanir séu uppi um framleiðslu hans og að hann gefi ekki heldur tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þessi bíll var sýndur á síðustu bílasýningu í Detroit og þar var hann sannarlega senuþjófur, enda ótrúlega laglegur bíll þar á ferð frá bandarískum bílaframleiðanda. Aðstoðarforstjóri Buick sagði nýlega að þessi Buick Avista hefði eingöngu verið smíðaður til að grípa stundarathygli og að Buick Avenir bíllinn væri sá bíll sem gæfi tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þar fer svo sem ekki ljótur bíll en samt langt frá því að vera eins fallegur og Avista. Næsti LaCrosse bíll Buick mun fá framendann frá Avenir og fleiri línur og fleiri bílar Buick munu erfa útlit hans. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent
Bandaríkjamönnum er mjög lagið að framleiða ljóta bíla, en stundum kemur þó fyrir að fallegir tilraunabílar líta dagsins ljós þar í landi, en þá er um að gera að framleiða þá ekki. Gott dæmi um það er þessi gullfallegi Buick Avista sportbíll, en Buick hefur látið uppi að engar áætlanir séu uppi um framleiðslu hans og að hann gefi ekki heldur tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þessi bíll var sýndur á síðustu bílasýningu í Detroit og þar var hann sannarlega senuþjófur, enda ótrúlega laglegur bíll þar á ferð frá bandarískum bílaframleiðanda. Aðstoðarforstjóri Buick sagði nýlega að þessi Buick Avista hefði eingöngu verið smíðaður til að grípa stundarathygli og að Buick Avenir bíllinn væri sá bíll sem gæfi tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þar fer svo sem ekki ljótur bíll en samt langt frá því að vera eins fallegur og Avista. Næsti LaCrosse bíll Buick mun fá framendann frá Avenir og fleiri línur og fleiri bílar Buick munu erfa útlit hans.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent