Ólafur ræddi við blaðamenn vegna Facebook-færslu Sigmundar Davíðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2016 13:30 Ólafur Ragnar á fundi með blaðamönnum í dag. Vísir/Birgir „Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra. Sú regla hefur ríkt í stjórnskipun lýðveldisins að trúnaður ríki um slíka fundi og ekki sé gerð grein fyrir því sem þar fór fram,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í hádeginu. Skömmu áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra yfirgefið Bessastaði að loknum fundi með forsetanum. Þangað mætti Sigmundur eftir að hafa nýlokið við skrif á Facebook þar sem hann upplýsti um plön sín til að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum með forsetanum óskaði Sigmundur Davíð eftir heimild frá forseta Íslands til að rjúfa þing. Forsetinn hafnaði beiðninni að svo stöddu þar sem hann þyrfti að ræða við leiðtoga annarra flokka og ganga úr skugga um að meirihluti væri í þinginu fyrir þingrofi.Ekki einföld ákvörðun „Það var ekki einföld ákvörðun að halda þennan fund en, eins og ég tjáði forsætisráðherra, þá gerði hann ykkur og almenningi grein fyrir því að hann stefndi að þingrofi og myndi beita því afli í viðræðum við samstarfsflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar. „Með slíkum yfirlýsingum væri verið að draga forsetann inn í pólitískar aflraunir sem eiga sér stað frá einni klukkustund til annars. Það hefði því verið óeðlilegt af mér hefði ég ekki gert grein fyrir svari mínu þar sem forsætisráðherra reyndi að beita þingrofinu í viðræðum við samstarfsflokk sinn.“ Ólafur Ragnar sagðist myndu ræða við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, á næstu klukkustundum. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Það er harla óvenjulegt að forseti tali við fjölmiðla í kjölfar funds með forsætisráðherra. Sú regla hefur ríkt í stjórnskipun lýðveldisins að trúnaður ríki um slíka fundi og ekki sé gerð grein fyrir því sem þar fór fram,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í hádeginu. Skömmu áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra yfirgefið Bessastaði að loknum fundi með forsetanum. Þangað mætti Sigmundur eftir að hafa nýlokið við skrif á Facebook þar sem hann upplýsti um plön sín til að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum með forsetanum óskaði Sigmundur Davíð eftir heimild frá forseta Íslands til að rjúfa þing. Forsetinn hafnaði beiðninni að svo stöddu þar sem hann þyrfti að ræða við leiðtoga annarra flokka og ganga úr skugga um að meirihluti væri í þinginu fyrir þingrofi.Ekki einföld ákvörðun „Það var ekki einföld ákvörðun að halda þennan fund en, eins og ég tjáði forsætisráðherra, þá gerði hann ykkur og almenningi grein fyrir því að hann stefndi að þingrofi og myndi beita því afli í viðræðum við samstarfsflokkinn,“ sagði Ólafur Ragnar. „Með slíkum yfirlýsingum væri verið að draga forsetann inn í pólitískar aflraunir sem eiga sér stað frá einni klukkustund til annars. Það hefði því verið óeðlilegt af mér hefði ég ekki gert grein fyrir svari mínu þar sem forsætisráðherra reyndi að beita þingrofinu í viðræðum við samstarfsflokk sinn.“ Ólafur Ragnar sagðist myndu ræða við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, á næstu klukkustundum.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira