Matt LeBlanc næstum ók yfir ljósmyndara Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2016 15:30 Ýmislegt gengur á við tökur á nýjum Top Gear bílaþáttum og það skall sannarlega hurð nærri hælum í S-Afríku um daginn. Þar var verið að taka atriði með Porsche bílum og í einu tökuhléinu ákvað Matt LeBlanc, einn þáttastjórnenda og fyrrum Friends leikari, að taka einn aukasprett á einum Porsche bílanna sér til skemmtunar. Það sem hann sá þó ekki er hann steig uppí bílinn var að ljósmyndari einn lá fyrir framan bílinn og var að taka ljósmyndir af honum. Það varð ljósmyndaranum til happs og Matt LeBlanc í leiðinni að annar tökumaður tók eftir því sem í stefndi og ef hann hefði ekki náð að stöðva Matt rétt fyrir brottför hefði hann ekið yfir ljósmyndarann. Matt LeBlanc varð svo mikið um þetta að hann varð að taka sér nokkurra klukkustunda hlé á tökunum. Sýningar á nýjum þáttum Top Gear hefjast í Bretlandi í maí og vonandi verður ekki ekið yfir neinn við tökur á þáttum fram að því. Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent
Ýmislegt gengur á við tökur á nýjum Top Gear bílaþáttum og það skall sannarlega hurð nærri hælum í S-Afríku um daginn. Þar var verið að taka atriði með Porsche bílum og í einu tökuhléinu ákvað Matt LeBlanc, einn þáttastjórnenda og fyrrum Friends leikari, að taka einn aukasprett á einum Porsche bílanna sér til skemmtunar. Það sem hann sá þó ekki er hann steig uppí bílinn var að ljósmyndari einn lá fyrir framan bílinn og var að taka ljósmyndir af honum. Það varð ljósmyndaranum til happs og Matt LeBlanc í leiðinni að annar tökumaður tók eftir því sem í stefndi og ef hann hefði ekki náð að stöðva Matt rétt fyrir brottför hefði hann ekið yfir ljósmyndarann. Matt LeBlanc varð svo mikið um þetta að hann varð að taka sér nokkurra klukkustunda hlé á tökunum. Sýningar á nýjum þáttum Top Gear hefjast í Bretlandi í maí og vonandi verður ekki ekið yfir neinn við tökur á þáttum fram að því.
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent