Ford innkallar Mustang, F-150, Expedition og Navigator af árgerðum 2011 og 2012 Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 09:52 Ford F-150 er einn þeirra bíla sem gallinn er í. Ford hefur tilkynnt um innköllun á bílgerðunum Mustang, F-150, Expedition og Lincoln Navigator vegna galla í 6R80 skiptingum í bílunum sem eiga til að skipta af ósekju í fyrsta gír. Fyrir vikið hægja bílarnir mikið á sér og getur það valdið mikilli hættu á mikilli ferð. Dekk bílsins geta læst með þessu og bílarnir skrikað til með tilheyrandi hættu. Ekki kemur fram heildartala innkallaðra bíla en 84.000 þeirra eru í Bandaríkjunum og 17.900 í Kanada. Þessi galli hefur ekki ennþá valdið dauðsföllum eða meiðslum á fólki en Ford veit um 3 slys völdum þessa með skaða á bílum en ekki fólki. Ford mun laga þessa bíla með breyttum hugbúnaði sem stjórnar skiptingum bílanna. Ford ætlar að tilkynna eigendum þeirra hvenær bílarnir eiga að koma til viðgerð með bréfi þann 23. maí. Ekki er ljóst hvort einhverjir þessara bíla eru á íslenskum vegum. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent
Ford hefur tilkynnt um innköllun á bílgerðunum Mustang, F-150, Expedition og Lincoln Navigator vegna galla í 6R80 skiptingum í bílunum sem eiga til að skipta af ósekju í fyrsta gír. Fyrir vikið hægja bílarnir mikið á sér og getur það valdið mikilli hættu á mikilli ferð. Dekk bílsins geta læst með þessu og bílarnir skrikað til með tilheyrandi hættu. Ekki kemur fram heildartala innkallaðra bíla en 84.000 þeirra eru í Bandaríkjunum og 17.900 í Kanada. Þessi galli hefur ekki ennþá valdið dauðsföllum eða meiðslum á fólki en Ford veit um 3 slys völdum þessa með skaða á bílum en ekki fólki. Ford mun laga þessa bíla með breyttum hugbúnaði sem stjórnar skiptingum bílanna. Ford ætlar að tilkynna eigendum þeirra hvenær bílarnir eiga að koma til viðgerð með bréfi þann 23. maí. Ekki er ljóst hvort einhverjir þessara bíla eru á íslenskum vegum.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent