Gróðasvindl Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2016 18:30 Milli níu og tíu prósent vinnuafls á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar. Vegna vaxtar í ferðaþjónustu hefur hlutfallið hækkað hratt og nú styttist í að það verði hærra en var fyrir hrun. Sú breyting hefur orðið að nú er ekki aðeins eftirspurn eftir karlmönnum í störf í byggingariðnaði, heldur koma nú bæði karlar og konur, flest til að vinna hér í ferðaþjónustunni. Þó hefur eftirspurn í byggingariðnaði einnig aukist undanfarið. Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að hvalaskoðunarfyrirtækið Elding hefði auglýst eftir tveimur sérfræðingum í ólaunuð störf við rannsóknir á hegðun hvala. Í auglýsingunni kom fram að ætlast væri til að auk vísindastarfa ætti starfsfólkið að vera tilbúið að þrífa salerni og jafnvel ælu, vinna á bar og færa til þunga hluti. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem harmaði birtingu auglýsingarinnar, sagði að þessi verk væru unnin til að „létta á móralnum“ en oft væri þungur mórall meðal áhafnar hvalaskoðunarskipanna vegna veru sérfræðinganna um borð. Það kom ekki mikið á óvart að BHM gerði alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna. Hún fæli í sér skýrt brot á kjarasamningum og lögum, greiða verði laun samkvæmt kjarasamningum. Lögmaður BHM sagði skýringar framkvæmdastjórans ekki duga til, störf verði að vera launuð. Á málþingi í síðustu viku var rætt um stöðu erlends vinnuafls hér á landi. Halldór Grönvold, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, ræddi þar hagnýtingu ferðaþjónustufyrirtækja á sjálfboðaliðum. „Nýjasta uppfinningin í þessari brotastarfsemi er erlent ungt fólk sem er fengið hingað til sjálfboðaliðastarfs í starfsþjálfun en er bara notað til undirboða á vinnumarkaði,“ sagði Halldór. Hann nefndi framleiðslu á vöru og þjónustu á markaði þar sem kjarasamningar gildi en sjálfboðaliðunum sé aðeins boðið fæði og húsnæði sem endurgjald. Brot þessi beinast að þeim sem veikastir eru fyrir, þeim sem ekki þekkja réttindi sín, íslenskan vinnumarkað og leikreglur. Þeim sem auk þess hafa fá tækifæri til að leita sér aðstoðar og gisið tengslanet á Íslandi. Ljóst er að huga þarf vel að réttindum þeirra einstaklinga sem hingað sækja störf og koma í veg fyrir brotastarfsemi hjá fyrirtækjum. Atvinnuleysi hér á landi er lítið og uppsveifla er í samfélaginu. Það er fagnaðarefni en gamanið kárnar ef þessari bættu stöðu er mætt með lögbrotum og misnotkun. Erlent launafólk og ungmenni sem hingað vilja koma og taka þátt í atvinnulífinu eru okkur nauðsynleg. Við þurfum að taka vel á móti þeim sem hingað vilja koma og taka þátt í uppbyggingu á íslensku atvinnulífi. Upplýsa þarf erlent launafólk um réttindi þess og skyldur og kenna því á íslenskan vinnumarkað. Virkt og öflugt eftirlit er lykillinn. Starfsemi sem ekki hefur efni á því að greiða lágmarkslaun er starfsemi sem gengur ekki upp. Lendi atvinnurekendur í slíkri stöðu er lausnin að pakka saman og gefast upp – ekki leita leiða til að skera niður launakostnað með kjarasamningsbrotum. Það þarf að herða viðurlög við brotum af þessu tagi. Þeim sem stunda slíkt á að vera ljóst að það líðst engan veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Milli níu og tíu prósent vinnuafls á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar. Vegna vaxtar í ferðaþjónustu hefur hlutfallið hækkað hratt og nú styttist í að það verði hærra en var fyrir hrun. Sú breyting hefur orðið að nú er ekki aðeins eftirspurn eftir karlmönnum í störf í byggingariðnaði, heldur koma nú bæði karlar og konur, flest til að vinna hér í ferðaþjónustunni. Þó hefur eftirspurn í byggingariðnaði einnig aukist undanfarið. Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að hvalaskoðunarfyrirtækið Elding hefði auglýst eftir tveimur sérfræðingum í ólaunuð störf við rannsóknir á hegðun hvala. Í auglýsingunni kom fram að ætlast væri til að auk vísindastarfa ætti starfsfólkið að vera tilbúið að þrífa salerni og jafnvel ælu, vinna á bar og færa til þunga hluti. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem harmaði birtingu auglýsingarinnar, sagði að þessi verk væru unnin til að „létta á móralnum“ en oft væri þungur mórall meðal áhafnar hvalaskoðunarskipanna vegna veru sérfræðinganna um borð. Það kom ekki mikið á óvart að BHM gerði alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna. Hún fæli í sér skýrt brot á kjarasamningum og lögum, greiða verði laun samkvæmt kjarasamningum. Lögmaður BHM sagði skýringar framkvæmdastjórans ekki duga til, störf verði að vera launuð. Á málþingi í síðustu viku var rætt um stöðu erlends vinnuafls hér á landi. Halldór Grönvold, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, ræddi þar hagnýtingu ferðaþjónustufyrirtækja á sjálfboðaliðum. „Nýjasta uppfinningin í þessari brotastarfsemi er erlent ungt fólk sem er fengið hingað til sjálfboðaliðastarfs í starfsþjálfun en er bara notað til undirboða á vinnumarkaði,“ sagði Halldór. Hann nefndi framleiðslu á vöru og þjónustu á markaði þar sem kjarasamningar gildi en sjálfboðaliðunum sé aðeins boðið fæði og húsnæði sem endurgjald. Brot þessi beinast að þeim sem veikastir eru fyrir, þeim sem ekki þekkja réttindi sín, íslenskan vinnumarkað og leikreglur. Þeim sem auk þess hafa fá tækifæri til að leita sér aðstoðar og gisið tengslanet á Íslandi. Ljóst er að huga þarf vel að réttindum þeirra einstaklinga sem hingað sækja störf og koma í veg fyrir brotastarfsemi hjá fyrirtækjum. Atvinnuleysi hér á landi er lítið og uppsveifla er í samfélaginu. Það er fagnaðarefni en gamanið kárnar ef þessari bættu stöðu er mætt með lögbrotum og misnotkun. Erlent launafólk og ungmenni sem hingað vilja koma og taka þátt í atvinnulífinu eru okkur nauðsynleg. Við þurfum að taka vel á móti þeim sem hingað vilja koma og taka þátt í uppbyggingu á íslensku atvinnulífi. Upplýsa þarf erlent launafólk um réttindi þess og skyldur og kenna því á íslenskan vinnumarkað. Virkt og öflugt eftirlit er lykillinn. Starfsemi sem ekki hefur efni á því að greiða lágmarkslaun er starfsemi sem gengur ekki upp. Lendi atvinnurekendur í slíkri stöðu er lausnin að pakka saman og gefast upp – ekki leita leiða til að skera niður launakostnað með kjarasamningsbrotum. Það þarf að herða viðurlög við brotum af þessu tagi. Þeim sem stunda slíkt á að vera ljóst að það líðst engan veginn.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun