Rafmagnsbílar brátt undanþegnir vegatollum í Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2016 14:33 BMW i3 rafmagnsbíll hlaðinn. Þrátt fyrir að margar Evrópuþjóðir hafi undanþegið hina ýmsu skatta á rafmagnsbílum eða veitt peningalegan stuðning til kaupenda þeirra, hefur Þýskaland ekki slíkt hið sama. Fyrir þýska þinginu liggur nú frumvarp sem undanskilur vegatolla á rafmagnsbílum og á það að örva kaup á slíkum bílum. Samkvæmt lögunum verða bílarnir undanþegnir þessum sköttum í 10 ár frá kaupum. Þetta frumvarp er liður í að fjölga rafmagnsbílum á þýskum vegum úr aðeins 30.000 bílum í 1 milljón árið 2020. Það markmið mun líklega ekki nást, enda hafa þýsk yfirvöld verið afar sein að koma fram með örvun á rafmagnsbílakaupum og því eftirbátur margra annarra ríkja. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um mikla fjölgun hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíl í Þýskalandi. Einnig er þar að finna markmið um að a.m.k. 20% af bílaflota í eigu ríkisins verði rafmagnsbílar og það strax í byrjun næsta árs. Þó svo að frumvarpið nú geri ekki ráð fyrir endurgreiðslu frá ríkinu til viðbótar skattleysinu þá má vel vera að það endi einnig svo í lögunum sem sett verða og kemur það í ljós seint í þessum mánuði. Lagasetningin er rökstudd með því að eina leiðin til að viðhalda þeim mikilvæga bílaiðnaði Þýskalands, sem nú veltir 52.170 milljörðum króna á ári, sé að koma til móts við rafmagnsbílakaupendur í fyrstu og með því örva bílaframleiðendur til smíði slíkra bíla og gera þá samkeppnishæfari fyrir vikið. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent
Þrátt fyrir að margar Evrópuþjóðir hafi undanþegið hina ýmsu skatta á rafmagnsbílum eða veitt peningalegan stuðning til kaupenda þeirra, hefur Þýskaland ekki slíkt hið sama. Fyrir þýska þinginu liggur nú frumvarp sem undanskilur vegatolla á rafmagnsbílum og á það að örva kaup á slíkum bílum. Samkvæmt lögunum verða bílarnir undanþegnir þessum sköttum í 10 ár frá kaupum. Þetta frumvarp er liður í að fjölga rafmagnsbílum á þýskum vegum úr aðeins 30.000 bílum í 1 milljón árið 2020. Það markmið mun líklega ekki nást, enda hafa þýsk yfirvöld verið afar sein að koma fram með örvun á rafmagnsbílakaupum og því eftirbátur margra annarra ríkja. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um mikla fjölgun hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíl í Þýskalandi. Einnig er þar að finna markmið um að a.m.k. 20% af bílaflota í eigu ríkisins verði rafmagnsbílar og það strax í byrjun næsta árs. Þó svo að frumvarpið nú geri ekki ráð fyrir endurgreiðslu frá ríkinu til viðbótar skattleysinu þá má vel vera að það endi einnig svo í lögunum sem sett verða og kemur það í ljós seint í þessum mánuði. Lagasetningin er rökstudd með því að eina leiðin til að viðhalda þeim mikilvæga bílaiðnaði Þýskalands, sem nú veltir 52.170 milljörðum króna á ári, sé að koma til móts við rafmagnsbílakaupendur í fyrstu og með því örva bílaframleiðendur til smíði slíkra bíla og gera þá samkeppnishæfari fyrir vikið.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent