Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Ragna Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2016 09:00 Aukin menntun hefur jákvæð áhrif á samfélagið. Aðgengi að háskólanámi er talið tengjast bættri lýðheilsu, auknum lífslíkum og samfélagslegri og efnahagslegri framþróun. Rannsóknir benda reyndar líka til þess að hærra menntunarstig þjóða haldist í hendur við pólitískan stöðugleika, en það er kannski ekki efni þessarar greinar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé „lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ Jafnframt stendur í henni að verkefni stjórnvalda á næstu árum verði að styðja frekar við aukin gæði háskólastarfsemi og tryggja þannig alþjóðlega samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Þessi orð eiga rétt á sér. Háskólanám á Íslandi er nefnilega gríðarlega undirfjármagnað. Sem dæmi um það vantar 15 til 20 milljarða króna inn í háskólakerfið til að ná meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun kerfisins miðað við hvern nemenda. Meðaltali OECD ríkjanna hefur enn ekki verið náð. Árið 2014 setti Vísinda- og tækniráð þó fram markmið um að ná þessu meðaltali OECD ríkjanna í fjármögnun háskólakerfisins. Því markmiði átti að ná árið 2016. Það hefur ekki gerst. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern háskólanema í raun lítið breyst síðustu ár, á meðan efnahagsástandið á að hafa farið batnandi. Þegar Vísinda- og tækniráð setti fram markmið um að ná meðaltali OECD ríkjanna árið 2016 var jafnframt stefnt að því að ná meðaltali Norðurlandanna árið 2020. Í ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára kemur fram að tækifæri hafi skapast til uppbyggingar á samfélagslegum innviðum landsins. Því hefði mátt búast við því að úthlutanir til háskóla yrðu í samræmi við gefin loforð um fjármögnun kerfisins. Á þessum 5 árum gerir fjármálaáætlunin hins vegar aðeins ráð fyrir um 6% aukningu á útgjöldum til háskólastigsins. Aukning um 6% er ekki nóg til að koma Íslandi á kortið hvað varðar stuðning við háskólakerfið. Samkvæmt nýjustu gögnum frá OECD eru framlög á hvern ársnema íslenskra háskóla aðeins um 62% af meðaltalsframlagi OECD ríkja. Framlög á hvern ársnema á Íslandi eru jafnframt aðeins um 42% af sambærilegum framlögum í Svíþjóð, sem stendur sig best af Norðurlöndunum í þessum málaflokki. Í stað þess að setja markið hátt og fylgja því fast eftir í fjármálaáætlun sinni hefur ríkisstjórnin brugðist í stuðningi sínum við háskólakerfið. Ef stuðla á að aukinni samkeppnishæfni og bættum gæðum í háskólakerfinu verður að bregða til annarra leiða en að svíkja gefin loforð. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Tengdar fréttir Undirfjármagnaður Háskóli 9. maí 2016 09:00 Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Aukin menntun hefur jákvæð áhrif á samfélagið. Aðgengi að háskólanámi er talið tengjast bættri lýðheilsu, auknum lífslíkum og samfélagslegri og efnahagslegri framþróun. Rannsóknir benda reyndar líka til þess að hærra menntunarstig þjóða haldist í hendur við pólitískan stöðugleika, en það er kannski ekki efni þessarar greinar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé „lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ Jafnframt stendur í henni að verkefni stjórnvalda á næstu árum verði að styðja frekar við aukin gæði háskólastarfsemi og tryggja þannig alþjóðlega samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Þessi orð eiga rétt á sér. Háskólanám á Íslandi er nefnilega gríðarlega undirfjármagnað. Sem dæmi um það vantar 15 til 20 milljarða króna inn í háskólakerfið til að ná meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun kerfisins miðað við hvern nemenda. Meðaltali OECD ríkjanna hefur enn ekki verið náð. Árið 2014 setti Vísinda- og tækniráð þó fram markmið um að ná þessu meðaltali OECD ríkjanna í fjármögnun háskólakerfisins. Því markmiði átti að ná árið 2016. Það hefur ekki gerst. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern háskólanema í raun lítið breyst síðustu ár, á meðan efnahagsástandið á að hafa farið batnandi. Þegar Vísinda- og tækniráð setti fram markmið um að ná meðaltali OECD ríkjanna árið 2016 var jafnframt stefnt að því að ná meðaltali Norðurlandanna árið 2020. Í ríkisfjármálaáætlun til næstu 5 ára kemur fram að tækifæri hafi skapast til uppbyggingar á samfélagslegum innviðum landsins. Því hefði mátt búast við því að úthlutanir til háskóla yrðu í samræmi við gefin loforð um fjármögnun kerfisins. Á þessum 5 árum gerir fjármálaáætlunin hins vegar aðeins ráð fyrir um 6% aukningu á útgjöldum til háskólastigsins. Aukning um 6% er ekki nóg til að koma Íslandi á kortið hvað varðar stuðning við háskólakerfið. Samkvæmt nýjustu gögnum frá OECD eru framlög á hvern ársnema íslenskra háskóla aðeins um 62% af meðaltalsframlagi OECD ríkja. Framlög á hvern ársnema á Íslandi eru jafnframt aðeins um 42% af sambærilegum framlögum í Svíþjóð, sem stendur sig best af Norðurlöndunum í þessum málaflokki. Í stað þess að setja markið hátt og fylgja því fast eftir í fjármálaáætlun sinni hefur ríkisstjórnin brugðist í stuðningi sínum við háskólakerfið. Ef stuðla á að aukinni samkeppnishæfni og bættum gæðum í háskólakerfinu verður að bregða til annarra leiða en að svíkja gefin loforð. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun