Berglind býður sig ekki fram í forsetann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2016 11:24 Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, mun ekki gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hún hefur legið undir feldi undanfarnar vikur en greinir frá því í dag að hún hafi tekið þá ákvörðun að láta staðar numið. „Ég hef að undanförnu íhugað það gaumgæfilega að gefa kost á mér í framboð til embættis forseta Íslands. Meginástæður þess eru tvær. Annars vegar hef ég talið reynslu mína í margvíslegum störfum fyrir íslenska þjóð á undanförnum árum geta nýst á forsetastóli og hins vegar hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að forseti geti verið öflugur málshefjandi og jafnframt þátttakandi í brýnni umræðu,“ segir Berglind í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í þeim efnum hef ég einkum í huga einlægt og yfirvegað samtal um mannauð íslenskrar þjóðar, bæði þeirra sem hér eru fæddir og hinna sem til okkar hafa flust frá öðrum löndum. Ég hef líka verið upptekin af þeim atgervisflótta sem við okkur blasir og hvernig unnt sé að skapa ungu fólki á Íslandi þannig aðstæður að við missum það ekki frá okkur. Ég er sannfærð um að forseti Íslands geti orðið mikilvægur aflvaki umræðu um hvernig við getum sett okkar langstærstu auðlind, fólkið í landinu, í öndvegi.“ Berglind segir Ísland hafa alla burði til þess að fóstra íbúa sína með þeim hætti að þeim líði vel, lifi saman í sátt og vilji hvergi annars staðar vera. „Það getur líka breitt út faðm sinn og tekið á móti ferðamönnum þannig að sómi sé að. Ef vel er að málum staðið geta þeir sem byggja þetta land eða sækja það heim notið allsnægta sem óvíða finnast meiri. Embætti forseta Íslands á að leggja sitt af mörkum til þess að traustur vörður sé staðinn um þau verðmæti sem við eigum mest. Þar langaði mig til að leggja mitt af mörkum.“ Hún segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi víða að úr samfélaginu, ekki síst frá konum og ungu fólki. „Mér þykir afar mikið til þessa koma en hef engu að síður tekið þá ákvörðun að láta staðar numið í þessum hugrenningum. Ég mun því ekki verða á meðal þátttakenda í aðdraganda forsetakosninganna en óska stórum hópi frambjóðenda velgengni og sömuleiðis þeim sem hlutskarpastur verður að leik loknum.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Sendiherra Íslands í Frakklandi íhugar alvarlega að bjóða sig fram til forseta Íslands. 25. apríl 2016 16:03 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, mun ekki gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hún hefur legið undir feldi undanfarnar vikur en greinir frá því í dag að hún hafi tekið þá ákvörðun að láta staðar numið. „Ég hef að undanförnu íhugað það gaumgæfilega að gefa kost á mér í framboð til embættis forseta Íslands. Meginástæður þess eru tvær. Annars vegar hef ég talið reynslu mína í margvíslegum störfum fyrir íslenska þjóð á undanförnum árum geta nýst á forsetastóli og hins vegar hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að forseti geti verið öflugur málshefjandi og jafnframt þátttakandi í brýnni umræðu,“ segir Berglind í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í þeim efnum hef ég einkum í huga einlægt og yfirvegað samtal um mannauð íslenskrar þjóðar, bæði þeirra sem hér eru fæddir og hinna sem til okkar hafa flust frá öðrum löndum. Ég hef líka verið upptekin af þeim atgervisflótta sem við okkur blasir og hvernig unnt sé að skapa ungu fólki á Íslandi þannig aðstæður að við missum það ekki frá okkur. Ég er sannfærð um að forseti Íslands geti orðið mikilvægur aflvaki umræðu um hvernig við getum sett okkar langstærstu auðlind, fólkið í landinu, í öndvegi.“ Berglind segir Ísland hafa alla burði til þess að fóstra íbúa sína með þeim hætti að þeim líði vel, lifi saman í sátt og vilji hvergi annars staðar vera. „Það getur líka breitt út faðm sinn og tekið á móti ferðamönnum þannig að sómi sé að. Ef vel er að málum staðið geta þeir sem byggja þetta land eða sækja það heim notið allsnægta sem óvíða finnast meiri. Embætti forseta Íslands á að leggja sitt af mörkum til þess að traustur vörður sé staðinn um þau verðmæti sem við eigum mest. Þar langaði mig til að leggja mitt af mörkum.“ Hún segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi víða að úr samfélaginu, ekki síst frá konum og ungu fólki. „Mér þykir afar mikið til þessa koma en hef engu að síður tekið þá ákvörðun að láta staðar numið í þessum hugrenningum. Ég mun því ekki verða á meðal þátttakenda í aðdraganda forsetakosninganna en óska stórum hópi frambjóðenda velgengni og sömuleiðis þeim sem hlutskarpastur verður að leik loknum.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Sendiherra Íslands í Frakklandi íhugar alvarlega að bjóða sig fram til forseta Íslands. 25. apríl 2016 16:03 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Sendiherra Íslands í Frakklandi íhugar alvarlega að bjóða sig fram til forseta Íslands. 25. apríl 2016 16:03