„Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2016 15:04 Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. Með því hafi Ólafur einnig mótað þær væntingar sem þjóðin hafi til þess sem gegnir embætti forseta en að mati Birgis hafa væntingar fólks til embættisins breyst mikið einmitt vegna orða og verka Ólafs Ragnars. Birgir flutti erindi í Háskóla Íslands í dag í fyrirlestraröð Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um forsetaembættið en yfirskrift viðburðarins í dag var „Væntingar til forsetaembættisins.“ Gerði Birgir að umtalsefni það sem hann kallaði „forsetamýtu“ Ólafs Ragnars varðandi hvernig forsetinn þarf að vera en að mati Brigis er sú mýta bæði karllæg og einhliða.Hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur „Hún er að mörgu leyti andstæð því sem aðrir forsetar eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn lögðu áherslu á. Hjá Ólafi kemur fram hugmyndin um hinn sterka mann og að hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur á óvissutímum, svo mikilvægur reyndar að það þyrfti helst 20 ára reynslu í starfinu,“ sagði Birgir meðal annars. Þá nefndi hann einnig þá hugmynd um forsetann sem Ólafur hefur haldið á lofti um að hann standi einn og óstuddur og að embættið sé einhvers konar barátta. Því sé mikilvægt að hafa verið í eldlínu stjórnmálanna og ekki væri verra að vera sérstakur sérfræðingur í forsetaembættinu. Vísaði Birgir þarna til orða Ólafs Ragnars þegar hann dró framboð sitt til baka um að komnir væru fram tveir frambærilegir frambjóðendur og duldist engum að þar var hann að tala um annars vegar Davíð Oddsson og Guðna Th. Jóhannesson.Birgir Hermannsson flytur erindi sitt í háskólanum í dag.vísirVaraði við hugmyndinni um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi „Þeir einir koma til greina sem hafa þessa miklu þekkingu en það þarf þó að fylgja að viðkomandi sé með einhverjum hætti sterkur. Það er engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu,“ sagði Birgir. Hann sagði þessa hugmynd um sterkan forseta sem Ólafur Ragnar teldi nauðsynlegan hafa komið hvað skýrast fram þegar hann neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing. „Þá tilkynnti forsetinn það ekki einu sinni í fjölmiðlum heldur þrisvar. Það bar öll einkenni þess að hinn sterki maður stæði gegn forsætisráðherranum sem væri að stunda kraftlyftingar stjórnmálanna eins og Ólafur Ragnar orðaði það,“ sagði Birgir. Hann nefndi svo að Halla Tómasdóttir hefði átt erfitt með að samsama sig þessari hugmynd og sagt að forsetinn þyrfti ekki að vera hetja heldur frekar fyrirliði og móðir. Orðræðan um hinn sterka forseta væri hins vegar ráðandi og erfitt væri fyrir konur að mati Birgis að stíga inn í slíka umræðu. Hann varaði hins vegar við því að hugmyndinni um sterkan forseta: „Hugmyndin um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi finnst mér varhugaverð. Þegar það eru óvissutímar þá höfum við leiðir til að taka á þeim í kosningum og í stjórnmálaflokkum,“ sagði Birgir. Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. Með því hafi Ólafur einnig mótað þær væntingar sem þjóðin hafi til þess sem gegnir embætti forseta en að mati Birgis hafa væntingar fólks til embættisins breyst mikið einmitt vegna orða og verka Ólafs Ragnars. Birgir flutti erindi í Háskóla Íslands í dag í fyrirlestraröð Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um forsetaembættið en yfirskrift viðburðarins í dag var „Væntingar til forsetaembættisins.“ Gerði Birgir að umtalsefni það sem hann kallaði „forsetamýtu“ Ólafs Ragnars varðandi hvernig forsetinn þarf að vera en að mati Brigis er sú mýta bæði karllæg og einhliða.Hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur „Hún er að mörgu leyti andstæð því sem aðrir forsetar eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn lögðu áherslu á. Hjá Ólafi kemur fram hugmyndin um hinn sterka mann og að hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur á óvissutímum, svo mikilvægur reyndar að það þyrfti helst 20 ára reynslu í starfinu,“ sagði Birgir meðal annars. Þá nefndi hann einnig þá hugmynd um forsetann sem Ólafur hefur haldið á lofti um að hann standi einn og óstuddur og að embættið sé einhvers konar barátta. Því sé mikilvægt að hafa verið í eldlínu stjórnmálanna og ekki væri verra að vera sérstakur sérfræðingur í forsetaembættinu. Vísaði Birgir þarna til orða Ólafs Ragnars þegar hann dró framboð sitt til baka um að komnir væru fram tveir frambærilegir frambjóðendur og duldist engum að þar var hann að tala um annars vegar Davíð Oddsson og Guðna Th. Jóhannesson.Birgir Hermannsson flytur erindi sitt í háskólanum í dag.vísirVaraði við hugmyndinni um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi „Þeir einir koma til greina sem hafa þessa miklu þekkingu en það þarf þó að fylgja að viðkomandi sé með einhverjum hætti sterkur. Það er engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu,“ sagði Birgir. Hann sagði þessa hugmynd um sterkan forseta sem Ólafur Ragnar teldi nauðsynlegan hafa komið hvað skýrast fram þegar hann neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing. „Þá tilkynnti forsetinn það ekki einu sinni í fjölmiðlum heldur þrisvar. Það bar öll einkenni þess að hinn sterki maður stæði gegn forsætisráðherranum sem væri að stunda kraftlyftingar stjórnmálanna eins og Ólafur Ragnar orðaði það,“ sagði Birgir. Hann nefndi svo að Halla Tómasdóttir hefði átt erfitt með að samsama sig þessari hugmynd og sagt að forsetinn þyrfti ekki að vera hetja heldur frekar fyrirliði og móðir. Orðræðan um hinn sterka forseta væri hins vegar ráðandi og erfitt væri fyrir konur að mati Birgis að stíga inn í slíka umræðu. Hann varaði hins vegar við því að hugmyndinni um sterkan forseta: „Hugmyndin um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi finnst mér varhugaverð. Þegar það eru óvissutímar þá höfum við leiðir til að taka á þeim í kosningum og í stjórnmálaflokkum,“ sagði Birgir.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira