Eftirlaun Davíðs koma til frádráttar forsetalaunum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. maí 2016 12:15 Eftirlaun Davíðs Oddssonar kæmu til frádráttar launum hans sem forseta Íslands næði hann kjöri. Þrátt fyrir þetta kæmi Davíð til með að afsala sér um 1.400 þúsund krónum á mánuði í laun. Eftirlaunalögin svo kölluðu voru samþykkt á Alþingi hinn 15. desember 2003. Lögin kváðu á um hækkun eftirlauna forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Í lögunum var sérstakt ákvæði um eftirlaun forsætisráðherra en í 6. gr. laganna kom fram að fyrrverandi forsætisráðherra, sem hefði gegnt embætti í a.m.k. eitt ár, ætti rétt til eftirlauna samkvæmt lögunum með sama hlutfalli og forseti Íslands. Í greinargerð með lögunum var þessi sérregla rökstudd með þeim hætti að forsætisráðherra á hverjum tíma væri hinn pólitíski leiðtogi þjóðarinnar og færi með valdamesta embætti landsins. Því þætti eðlilegt að um hann gilti sérregla sem væri nokkru hagstæðari en fyrir aðra ráðherra. Mun ekki þiggja forsetalaun Davíð Oddsson var forsætisráðherra á þeim tíma þegar lögin voru samþykkt. Davíð hefur sem kunnugt er lýst yfir framboði til forseta Íslands og sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudag að hann myndi ekki þiggja forsetalaun næði hann kjöri. Eftirlaunalögin voru afnumin árið 2009 í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Jafnframt var lögfest ákvæði varðandi áhrif starfa samhliða eftirlaunatöku. Þar kemur fram að gegni sá sem fær greidd laun samkvæmt eftirlaunalögunum starfi á vegum ríkisins, stofnana þess eða félaga í meirihlutaeigu þess, skuli launagreiðslur fyrir það starf að fullu koma til frádráttar eftirlaunum. Samkvæmt þessu liggur fyrir að Davíð mun ekki eiga rétt á fullum launum forseta Íslands nái hann kjöri hinn 25. núní nk. Laun forseta eru nú rúmar 2,3 milljónir á mánuði en samkvæmt þeim upplýsingum sem Davíð hefur gefið fjölmiðlum þiggur hann í dag um 900.000 krónur á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Davíðs kæmu til frádráttar forsetalaunum hans og ætti hann þá rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri. Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Eftirlaun Davíðs Oddssonar kæmu til frádráttar launum hans sem forseta Íslands næði hann kjöri. Þrátt fyrir þetta kæmi Davíð til með að afsala sér um 1.400 þúsund krónum á mánuði í laun. Eftirlaunalögin svo kölluðu voru samþykkt á Alþingi hinn 15. desember 2003. Lögin kváðu á um hækkun eftirlauna forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Í lögunum var sérstakt ákvæði um eftirlaun forsætisráðherra en í 6. gr. laganna kom fram að fyrrverandi forsætisráðherra, sem hefði gegnt embætti í a.m.k. eitt ár, ætti rétt til eftirlauna samkvæmt lögunum með sama hlutfalli og forseti Íslands. Í greinargerð með lögunum var þessi sérregla rökstudd með þeim hætti að forsætisráðherra á hverjum tíma væri hinn pólitíski leiðtogi þjóðarinnar og færi með valdamesta embætti landsins. Því þætti eðlilegt að um hann gilti sérregla sem væri nokkru hagstæðari en fyrir aðra ráðherra. Mun ekki þiggja forsetalaun Davíð Oddsson var forsætisráðherra á þeim tíma þegar lögin voru samþykkt. Davíð hefur sem kunnugt er lýst yfir framboði til forseta Íslands og sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudag að hann myndi ekki þiggja forsetalaun næði hann kjöri. Eftirlaunalögin voru afnumin árið 2009 í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Jafnframt var lögfest ákvæði varðandi áhrif starfa samhliða eftirlaunatöku. Þar kemur fram að gegni sá sem fær greidd laun samkvæmt eftirlaunalögunum starfi á vegum ríkisins, stofnana þess eða félaga í meirihlutaeigu þess, skuli launagreiðslur fyrir það starf að fullu koma til frádráttar eftirlaunum. Samkvæmt þessu liggur fyrir að Davíð mun ekki eiga rétt á fullum launum forseta Íslands nái hann kjöri hinn 25. núní nk. Laun forseta eru nú rúmar 2,3 milljónir á mánuði en samkvæmt þeim upplýsingum sem Davíð hefur gefið fjölmiðlum þiggur hann í dag um 900.000 krónur á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Davíðs kæmu til frádráttar forsetalaunum hans og ætti hann þá rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira