Heimilislausir námsmenn af landsbyggðinni Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 17. maí 2016 07:00 Stöðug umræða er um húsnæðisvandamál stúdenta og barnafjölskyldna, enda er staða þeirra grafalvarleg. En á sama tíma er annar hópur í stöðugri húsnæðisleit en er hvergi í forgangi. Þetta er ungt fólk sem flytur af landsbyggðinni til að stunda nám í einhverjum af þrettán framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins. Á höfuðborgarsvæðinu er mesta fjölbreytni landsins í náms- og vinnuframboði og því vel skiljanlegt að unglingar leiti þangað til að fara í framhaldsskóla. Að byrja í framhaldsskóla er mikil breyting. Breytingin er enn meiri fyrir þá sem neyðast til þess að flytja frá fjölskyldu sinni til að stunda það nám sem þeir vilja. Sem betur fer eru heimavistir og nemendagarðar um allt land þar sem nemendur geta búið sér til heimili út skólagönguna. Nema það er ekki í boði á höfuðborgarsvæðinu. Allar lausnir á húsnæðisvanda ungs fólks beinast að barnafólki og háskólafólki. Það þýðir að ef ungmenni vill stunda nám á höfuðborgarsvæðinu þá eru miklar líkur á því að húsnæðisvandamál hefjist á sextánda aldursári. Sumir eru þó heppnir. Ættingjar eða vinafólk gætu boðist til að hýsa nemann út skólagönguna. Svo er bara að krossa fingur um að sambúðin verði góð en það er ekki sjálfgefið. Þeir sem geta ekki leitað til ættingja verða að leigja á almennum markaði. Sú staða er algengust. Dæmi eru um einstaklinga sem leggja ekki í þessar aðstæður og þurfa því að hætta við að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Því tel ég að heimavist á höfuðborgarsvæðinu sé skref í rétta átt til að betrumbæta stöðu aðfluttra framhaldsskólanema. Á Íslandi eru 12 heimavistir fyrir framhaldsskólanema en engin þeirra er á höfuðborgarsvæðinu. Nemandi á höfuðborgarsvæðinu á betri möguleika á því að stunda nám hvar sem er á landinu heldur en nemandi af landsbyggðinni að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur á Íslandi hafa rétt á því að stunda nám þar sem þeir vilja á grundvelli jafnréttislaga. Ég skora á stjórnvöld að leysa þennan vanda. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Stöðug umræða er um húsnæðisvandamál stúdenta og barnafjölskyldna, enda er staða þeirra grafalvarleg. En á sama tíma er annar hópur í stöðugri húsnæðisleit en er hvergi í forgangi. Þetta er ungt fólk sem flytur af landsbyggðinni til að stunda nám í einhverjum af þrettán framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins. Á höfuðborgarsvæðinu er mesta fjölbreytni landsins í náms- og vinnuframboði og því vel skiljanlegt að unglingar leiti þangað til að fara í framhaldsskóla. Að byrja í framhaldsskóla er mikil breyting. Breytingin er enn meiri fyrir þá sem neyðast til þess að flytja frá fjölskyldu sinni til að stunda það nám sem þeir vilja. Sem betur fer eru heimavistir og nemendagarðar um allt land þar sem nemendur geta búið sér til heimili út skólagönguna. Nema það er ekki í boði á höfuðborgarsvæðinu. Allar lausnir á húsnæðisvanda ungs fólks beinast að barnafólki og háskólafólki. Það þýðir að ef ungmenni vill stunda nám á höfuðborgarsvæðinu þá eru miklar líkur á því að húsnæðisvandamál hefjist á sextánda aldursári. Sumir eru þó heppnir. Ættingjar eða vinafólk gætu boðist til að hýsa nemann út skólagönguna. Svo er bara að krossa fingur um að sambúðin verði góð en það er ekki sjálfgefið. Þeir sem geta ekki leitað til ættingja verða að leigja á almennum markaði. Sú staða er algengust. Dæmi eru um einstaklinga sem leggja ekki í þessar aðstæður og þurfa því að hætta við að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Því tel ég að heimavist á höfuðborgarsvæðinu sé skref í rétta átt til að betrumbæta stöðu aðfluttra framhaldsskólanema. Á Íslandi eru 12 heimavistir fyrir framhaldsskólanema en engin þeirra er á höfuðborgarsvæðinu. Nemandi á höfuðborgarsvæðinu á betri möguleika á því að stunda nám hvar sem er á landinu heldur en nemandi af landsbyggðinni að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur á Íslandi hafa rétt á því að stunda nám þar sem þeir vilja á grundvelli jafnréttislaga. Ég skora á stjórnvöld að leysa þennan vanda. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun