Kvartbuxur og fyrsti kossinn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2016 11:00 Áramótaheit Nú er fimmti mánuður ársins nánast hálfnaður og ég get stolt sagt frá því að ég hef nú þegar staðið við tvö af mínum fjölmörgu áramótaheitum. Hið fyrra var langtímamarkmið, ef ég væri markþjálfi myndi ég kannski kalla það lífsstílsbreytingu. Það felst í því að drekka meira vatn. Hefur gengið ægilega vel og engin ástæða til þess að eyða fleiri orðum í það. Hið síðara er annað og merkilegra: Ég verslaði í fyrsta skipti í netverslun á dögunum. En líkt og ég uppljóstraði í upphafi árs hefur það lengi verið markmið. Ég hef í gegnum tíðina íhugað ýmsar misgáfulegar fjárfestingar á hyldýpi internetsins en aldrei látið slag standa. Nú tók ég stökkið og dembdi mér á bólakaf í djúpu laugina og keypti appelsínugulan alklæðnað; kvartbuxur og bol.Kvartbuxur Nú hefur það ekki farið fram hjá mér að talsvert hefur hallað á kvartbuxur á ýmsum vettvangi, má þar nefna Twitter sem og hin ýmsu tískutímarit. Þær eru yfirleitt settar undir sama hatt og einhvers konar víðar buxur með vösum á lærunum og yfirleitt grænar á litinn. Nú skulum við bara fá það strax á hreint að ég er alls ekki klædd í svoleiðis buxur og því síður myndi ég láta ferja slíkar á milli landa. Nú ætla ég ekkert að fara að negla mér í einhvern Morfís-gír og birta orðabókarútskýringu en það eru til margar týpur af kvartbuxum. Þær eiga það bara allar sameiginlegt að vera í eiginlegri kálfasídd en geta verið í ýmiss konar útfærslum. Verandi lög- og sjálfráða, það síðarnefnda í það minnsta enn þá, þá klæðist ég nánast bara kvartbuxum og skal bara vera fyrst til að viðurkenna að mér finnst fáar buxur klæðilegri. Ég var svo alsæl með appelsínugulu kvartbuxurnar að ég keypti annað nákvæmlega eins dress, að vísu í öðrum lit. Það er væntanlegt til landsins á næstu dögum – vonandi fyrir helgi því þá getur okkar kona spásserað alsæl um borgina í spánnýjum kvartbuxum. Sleikur Og talandi um helgina. Nú er Eurovision-helgi. Ég er enginn sérstakur aðdáandi en keppnin á sérstakan stað í hjarta mínu þar sem það var einmitt í teiti í tilefni söngvakeppninnar sem ég fór í minn fyrsta sleik. Margir myndu kalla mig seinþroska en ég var í tíunda bekk þegar umrætt atvik átti sér stað í blokkaríbúð í Kópavoginum. Vinkona mín var að passa börn og fékk leyfi til þess að bjóða nokkrum vinum að horfa á Eurovision. Hún bauð auðvitað fleiri en nokkrum og sumir komu með bjór með sér. Algjörir villingar. Ég var fókuseraður trompetleikari og meðlimur í lúðrasveit á þessum tíma þannig að ég lét ekkert slíkt inn fyrir mínar varir. Vín fer misvel í fólk og hvað þá þegar það er að neyta þess í fyrsta sinn og kastaði einn strákurinn upp fyrir stigagjöf. Það var auðvitað sjomlinn sem ég kyssti stuttu síðar og eftir á að hyggja ætla ég rétt að vona að ég hafi beðið hann um að fá sér tyggjó – er samt ekki viss. Aðalatriðið er að sjálfsögðu það að hann var þekktur fyrir að vera með stóra upphandleggsvöðva og ég var auðvitað montin með það. Annars vona ég bara að sem flestir fari í sleik um helgina, það er svo gott og gaman. Annars er ég að leita að gallakvartbuxum – ef einhver sér svoleiðis má láta mig vita.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí. Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Sólarsamviskubit og helblár gildishlaðinn þumall 15. apríl 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Hágrátandi væmið ógeð í Hljómskálagarðinum 22. apríl 2016 10:45 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Kastað upp í matvöruverslun 1. apríl 2016 10:30 Sturluð af komplexum leitandi að exótísku áhugamáli 29. apríl 2016 10:30 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Eins og sprungin blaðra Af gluggaveðri og tuttugu tabs. 8. apríl 2016 10:00 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fleiri fréttir Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ Sjá meira
Áramótaheit Nú er fimmti mánuður ársins nánast hálfnaður og ég get stolt sagt frá því að ég hef nú þegar staðið við tvö af mínum fjölmörgu áramótaheitum. Hið fyrra var langtímamarkmið, ef ég væri markþjálfi myndi ég kannski kalla það lífsstílsbreytingu. Það felst í því að drekka meira vatn. Hefur gengið ægilega vel og engin ástæða til þess að eyða fleiri orðum í það. Hið síðara er annað og merkilegra: Ég verslaði í fyrsta skipti í netverslun á dögunum. En líkt og ég uppljóstraði í upphafi árs hefur það lengi verið markmið. Ég hef í gegnum tíðina íhugað ýmsar misgáfulegar fjárfestingar á hyldýpi internetsins en aldrei látið slag standa. Nú tók ég stökkið og dembdi mér á bólakaf í djúpu laugina og keypti appelsínugulan alklæðnað; kvartbuxur og bol.Kvartbuxur Nú hefur það ekki farið fram hjá mér að talsvert hefur hallað á kvartbuxur á ýmsum vettvangi, má þar nefna Twitter sem og hin ýmsu tískutímarit. Þær eru yfirleitt settar undir sama hatt og einhvers konar víðar buxur með vösum á lærunum og yfirleitt grænar á litinn. Nú skulum við bara fá það strax á hreint að ég er alls ekki klædd í svoleiðis buxur og því síður myndi ég láta ferja slíkar á milli landa. Nú ætla ég ekkert að fara að negla mér í einhvern Morfís-gír og birta orðabókarútskýringu en það eru til margar týpur af kvartbuxum. Þær eiga það bara allar sameiginlegt að vera í eiginlegri kálfasídd en geta verið í ýmiss konar útfærslum. Verandi lög- og sjálfráða, það síðarnefnda í það minnsta enn þá, þá klæðist ég nánast bara kvartbuxum og skal bara vera fyrst til að viðurkenna að mér finnst fáar buxur klæðilegri. Ég var svo alsæl með appelsínugulu kvartbuxurnar að ég keypti annað nákvæmlega eins dress, að vísu í öðrum lit. Það er væntanlegt til landsins á næstu dögum – vonandi fyrir helgi því þá getur okkar kona spásserað alsæl um borgina í spánnýjum kvartbuxum. Sleikur Og talandi um helgina. Nú er Eurovision-helgi. Ég er enginn sérstakur aðdáandi en keppnin á sérstakan stað í hjarta mínu þar sem það var einmitt í teiti í tilefni söngvakeppninnar sem ég fór í minn fyrsta sleik. Margir myndu kalla mig seinþroska en ég var í tíunda bekk þegar umrætt atvik átti sér stað í blokkaríbúð í Kópavoginum. Vinkona mín var að passa börn og fékk leyfi til þess að bjóða nokkrum vinum að horfa á Eurovision. Hún bauð auðvitað fleiri en nokkrum og sumir komu með bjór með sér. Algjörir villingar. Ég var fókuseraður trompetleikari og meðlimur í lúðrasveit á þessum tíma þannig að ég lét ekkert slíkt inn fyrir mínar varir. Vín fer misvel í fólk og hvað þá þegar það er að neyta þess í fyrsta sinn og kastaði einn strákurinn upp fyrir stigagjöf. Það var auðvitað sjomlinn sem ég kyssti stuttu síðar og eftir á að hyggja ætla ég rétt að vona að ég hafi beðið hann um að fá sér tyggjó – er samt ekki viss. Aðalatriðið er að sjálfsögðu það að hann var þekktur fyrir að vera með stóra upphandleggsvöðva og ég var auðvitað montin með það. Annars vona ég bara að sem flestir fari í sleik um helgina, það er svo gott og gaman. Annars er ég að leita að gallakvartbuxum – ef einhver sér svoleiðis má láta mig vita.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. maí.
Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Sólarsamviskubit og helblár gildishlaðinn þumall 15. apríl 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Hágrátandi væmið ógeð í Hljómskálagarðinum 22. apríl 2016 10:45 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Kastað upp í matvöruverslun 1. apríl 2016 10:30 Sturluð af komplexum leitandi að exótísku áhugamáli 29. apríl 2016 10:30 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Eins og sprungin blaðra Af gluggaveðri og tuttugu tabs. 8. apríl 2016 10:00 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fleiri fréttir Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ Sjá meira
Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00
Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00
Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00
Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30
Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið