Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. maí 2016 14:12 Guðrún og Sigurbjörn skila listunum í ráðhúsinu. vísir/vilhelm Að minnsta kosti sjö frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa skilað inn listum yfir meðmælendur í ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Guðrún Margrét Pálsdóttir mætti á öðrum tímanum í ráðhús Reykjavíkur og skilaði inn sínum lista. Um svipað leiti mætti Sigurbjörn Magnússon, hæstaréttarlögmaður, fyrir hönd framboðs Davíðs Oddssonar og skilaði listum fyrir hann. Davíð mætti ekki sjálfur niður í ráðhús. Sturla Jónsson, Elísabet Jökulsdóttir og Ástþór Magnússon mættu sjálf niður í ráðhús með sínar undirskriftir með sér. Andri Snær Magnason hefur einnig skilað af sér en sonur hans mætti með undirskriftirnar fyrir hans hönd. Guðni Th. Jóhannesson, sá frambjóðandi sem hefur mælst með mest fylgi í könnunum að undanförnu, var fyrstur manna til að skila inn undirskriftalistum. Myndband af því þegar fulltrúar framboðs hans afhentu listana má sjá neðst í fréttinni. „Framboðsfresturinn rennur út á föstudag en það þarf að skila inn meðmælalistum áður svo hægt sé að fara yfir þá af hálfu yfirkjörstjórnar. Kjörstjórn fer síðan yfir listana og kannar hvort þeir séu í lagi og gefur út vottorð þess efnis. Við afhendum vottorðin á fimmtudag klukkan eitt“ segir Kristján Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í norðvesturkjördæmi, í samtali við Vísi. Hann var ásamt öðrum kjörstjórnarmönnum í Héraðsdómi Vesturlands í dag en alls mættu fulltrúar tíu framboða þangað. Í úttekt Fréttablaðsins sem birtist í morgun kom fram að líkur væru á að fimm frambjóðendur yrðu tæpir á því að ná að fylla þann kvóta sem þarf til að geta boðið fram. Það eru Baldur Ágústsson, Benedikt Kristján Mewes, Magnús Ingiberg Jónsson og Magnús Ingi Kristjánsson.Sonur Andra Snæs Magnasonar afhenti undirskriftirnar fyrir hönd föður síns.mynd/stöð 2Ástþór Magnússon mætti í ráðhúsið klyfjaður undirskriftum. Hann hefur meiri reynslu en flestir á þessu sviði.mynd/stöð 2Elísabet Jökulsdóttir og Sturla Jónsson í ráðhúsinu í dag.mynd/stöð 2 Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Níu af fjórtán frambjóðendum til forseta segjast hafa safnað nægilega mörgum undirskriftum meðmælenda til að komast í framboð. Einn hefur safnað hundrað undirskriftum og verður því ekki með í baráttunni en að lágmarki þarf undirskr 13. maí 2016 07:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Að minnsta kosti sjö frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa skilað inn listum yfir meðmælendur í ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Guðrún Margrét Pálsdóttir mætti á öðrum tímanum í ráðhús Reykjavíkur og skilaði inn sínum lista. Um svipað leiti mætti Sigurbjörn Magnússon, hæstaréttarlögmaður, fyrir hönd framboðs Davíðs Oddssonar og skilaði listum fyrir hann. Davíð mætti ekki sjálfur niður í ráðhús. Sturla Jónsson, Elísabet Jökulsdóttir og Ástþór Magnússon mættu sjálf niður í ráðhús með sínar undirskriftir með sér. Andri Snær Magnason hefur einnig skilað af sér en sonur hans mætti með undirskriftirnar fyrir hans hönd. Guðni Th. Jóhannesson, sá frambjóðandi sem hefur mælst með mest fylgi í könnunum að undanförnu, var fyrstur manna til að skila inn undirskriftalistum. Myndband af því þegar fulltrúar framboðs hans afhentu listana má sjá neðst í fréttinni. „Framboðsfresturinn rennur út á föstudag en það þarf að skila inn meðmælalistum áður svo hægt sé að fara yfir þá af hálfu yfirkjörstjórnar. Kjörstjórn fer síðan yfir listana og kannar hvort þeir séu í lagi og gefur út vottorð þess efnis. Við afhendum vottorðin á fimmtudag klukkan eitt“ segir Kristján Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í norðvesturkjördæmi, í samtali við Vísi. Hann var ásamt öðrum kjörstjórnarmönnum í Héraðsdómi Vesturlands í dag en alls mættu fulltrúar tíu framboða þangað. Í úttekt Fréttablaðsins sem birtist í morgun kom fram að líkur væru á að fimm frambjóðendur yrðu tæpir á því að ná að fylla þann kvóta sem þarf til að geta boðið fram. Það eru Baldur Ágústsson, Benedikt Kristján Mewes, Magnús Ingiberg Jónsson og Magnús Ingi Kristjánsson.Sonur Andra Snæs Magnasonar afhenti undirskriftirnar fyrir hönd föður síns.mynd/stöð 2Ástþór Magnússon mætti í ráðhúsið klyfjaður undirskriftum. Hann hefur meiri reynslu en flestir á þessu sviði.mynd/stöð 2Elísabet Jökulsdóttir og Sturla Jónsson í ráðhúsinu í dag.mynd/stöð 2
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Níu af fjórtán frambjóðendum til forseta segjast hafa safnað nægilega mörgum undirskriftum meðmælenda til að komast í framboð. Einn hefur safnað hundrað undirskriftum og verður því ekki með í baráttunni en að lágmarki þarf undirskr 13. maí 2016 07:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42
Frambjóðendur gætu helst úr lestinni Níu af fjórtán frambjóðendum til forseta segjast hafa safnað nægilega mörgum undirskriftum meðmælenda til að komast í framboð. Einn hefur safnað hundrað undirskriftum og verður því ekki með í baráttunni en að lágmarki þarf undirskr 13. maí 2016 07:00