Hefðu ekki haldið blaðamannafund eftir fund með Sigmundi Davíð líkt og Ólafur Ragnar gerði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2016 22:01 Þau Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir hefðu ekki haldið blaðamannafund beint á eftir fundi með forsætisráðherra, líkt og Ólafur Ragnar Grímsson gerði þann 5. apríl þegar hann fundaði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, um mögulegt þingrof. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjórir forsetaframbjóðendur sátu fyrir svörum. Voru þeir meðal annars spurðir að því hvað þeir hefðu gert hefðu þeir verið í sömu sporum og Ólafur Ragnar eftir fundinn með Sigmundi Davíð. „Ég hefði líklega hagað mér í öllum aðalatriðum eins og Ólafur Ragnar fram til klukkan rúmlega eitt ég hefði ekki boðað til blaðamannafundar eftir það,“ sagði Guðni.Telur að menn hafi ofmetið atburðarásina Andri Snær Magnason sagði auðvelt að vera vitur eftir í þessari atburðarás. „Mér finnst menn hafa ofmetið þessa atburðarás það þurfti bara að skýra myndina sjá hvort það væri meirihluti fyrir þingrofi og þá var málið mjög einfalt og lá ljóst fyrir,“ sagði Andri. Davíð Oddsson sagði að engin skrifleg þingrofstillaga hefði legið fyrir á fundi Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars. „Menn hafa verið með ágiskanir um að þingrofstillagan hafi verið í tiltekinni tösku frammi í eldhúsi og svo fara menn að ræða það að forsetinn hafi hafnað þingrofstillögu. Það er auðvitað ekki réttþ Þingrofstillagan er framborin fyrir forseta skriflega. Nú virðast einhverjir hafa haldið að Ólafur gæti samþykkt þingrofstillögu og skrifað upp á hana og forsætisráðherrann gæti svo veifað henni framan í hina og þessa en það er líka vitleysa,“ sagði Davíð. Þá bætti hann við að um leið og forseti væri búinn að skrifa undir þingrofstillöguna væri þingrofið komið, það sent til Stjórnartíðinda og kosningar boðaðar. „Þannig að umræðan hefur öll verið í skötulíki í þessum efnum því miður.“„Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook“ Davíð var þá bent á það að aðeins væru tveir menn til frásagnar um þennan fund og þeim bæri ekki saman. „Ég nefndi það en engu að síður, formið liggur þá fyrir. Báðir viðurkenna það að það var engin þingrofstillaga lögð fram og það skiptir meginmáli.“ Þá sagði Davíð að forsetinn hefði sagt að Sigmundur Davíð hafi verið að hugleiða þingrof. Guðni skaut því þá inn í að Sigmundur hafi sagt á Facebook-síðu sinni að hann myndi hugsanlega rjúfa þing. „Það hefur nú örugglega pirrað Ólaf Ragnar.“ „Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook,“ sagði Davíð þá og svaraði Guðni: „Já, akkúrat, sem betur fer.“Hefði rætt við formann samstarfsflokksins Halla Tómasdóttir sagði að hún hefði kallað formann samstarfsflokksins til fundar áður en hún hefði gripið til aðgerða og þá hefði hún líklega ekki haldið blaðamannafund. „Ég hef reynslu af því sem mannauðsstjóri að tveggja manna tal og fara svo og segja frá því getur verið mjög hættulegt þegar aðstæður eru viðkvæmar og sérkennilegar eins og þær eru núna,“ sagði Halla. Í spilaranum hér að ofan má sjá síðari hluta kappræðnanna í kvöld. Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ „Það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð um stuðningsmenn Guðna en var bent á að þeir kæmu nánast úr öllum flokkum miðað við kannanir. 26. maí 2016 21:14 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Þau Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir hefðu ekki haldið blaðamannafund beint á eftir fundi með forsætisráðherra, líkt og Ólafur Ragnar Grímsson gerði þann 5. apríl þegar hann fundaði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, um mögulegt þingrof. Þetta kom fram í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjórir forsetaframbjóðendur sátu fyrir svörum. Voru þeir meðal annars spurðir að því hvað þeir hefðu gert hefðu þeir verið í sömu sporum og Ólafur Ragnar eftir fundinn með Sigmundi Davíð. „Ég hefði líklega hagað mér í öllum aðalatriðum eins og Ólafur Ragnar fram til klukkan rúmlega eitt ég hefði ekki boðað til blaðamannafundar eftir það,“ sagði Guðni.Telur að menn hafi ofmetið atburðarásina Andri Snær Magnason sagði auðvelt að vera vitur eftir í þessari atburðarás. „Mér finnst menn hafa ofmetið þessa atburðarás það þurfti bara að skýra myndina sjá hvort það væri meirihluti fyrir þingrofi og þá var málið mjög einfalt og lá ljóst fyrir,“ sagði Andri. Davíð Oddsson sagði að engin skrifleg þingrofstillaga hefði legið fyrir á fundi Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars. „Menn hafa verið með ágiskanir um að þingrofstillagan hafi verið í tiltekinni tösku frammi í eldhúsi og svo fara menn að ræða það að forsetinn hafi hafnað þingrofstillögu. Það er auðvitað ekki réttþ Þingrofstillagan er framborin fyrir forseta skriflega. Nú virðast einhverjir hafa haldið að Ólafur gæti samþykkt þingrofstillögu og skrifað upp á hana og forsætisráðherrann gæti svo veifað henni framan í hina og þessa en það er líka vitleysa,“ sagði Davíð. Þá bætti hann við að um leið og forseti væri búinn að skrifa undir þingrofstillöguna væri þingrofið komið, það sent til Stjórnartíðinda og kosningar boðaðar. „Þannig að umræðan hefur öll verið í skötulíki í þessum efnum því miður.“„Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook“ Davíð var þá bent á það að aðeins væru tveir menn til frásagnar um þennan fund og þeim bæri ekki saman. „Ég nefndi það en engu að síður, formið liggur þá fyrir. Báðir viðurkenna það að það var engin þingrofstillaga lögð fram og það skiptir meginmáli.“ Þá sagði Davíð að forsetinn hefði sagt að Sigmundur Davíð hafi verið að hugleiða þingrof. Guðni skaut því þá inn í að Sigmundur hafi sagt á Facebook-síðu sinni að hann myndi hugsanlega rjúfa þing. „Það hefur nú örugglega pirrað Ólaf Ragnar.“ „Það hefur ekki stjórnskipunarlegt gildi sem þú segir á Facebook,“ sagði Davíð þá og svaraði Guðni: „Já, akkúrat, sem betur fer.“Hefði rætt við formann samstarfsflokksins Halla Tómasdóttir sagði að hún hefði kallað formann samstarfsflokksins til fundar áður en hún hefði gripið til aðgerða og þá hefði hún líklega ekki haldið blaðamannafund. „Ég hef reynslu af því sem mannauðsstjóri að tveggja manna tal og fara svo og segja frá því getur verið mjög hættulegt þegar aðstæður eru viðkvæmar og sérkennilegar eins og þær eru núna,“ sagði Halla. Í spilaranum hér að ofan má sjá síðari hluta kappræðnanna í kvöld.
Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24 Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ „Það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð um stuðningsmenn Guðna en var bent á að þeir kæmu nánast úr öllum flokkum miðað við kannanir. 26. maí 2016 21:14 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Sjáðu forsetakappræðurnar í heild sinni Fyrstu kappræður Stöðvar 2 vegna forsetakosninganna sem verða þann 25. júní næstkomandi fóru fram í kvöld. 26. maí 2016 21:24
Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ „Það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð um stuðningsmenn Guðna en var bent á að þeir kæmu nánast úr öllum flokkum miðað við kannanir. 26. maí 2016 21:14
Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57