Forsetakosningar Hannes Bjarnason skrifar 26. maí 2016 05:00 Þann 23. mars síðastliðinn ritaði Össur Skarphéðinsson grein í Fréttablaðið þar sem hann fjallar m.a. um þær breytingar sem hafa orðið á forsetaembættinu í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá fjallar Össur um mögulegar breytingar á embættinu verði tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá að veruleika.Svigrúm forseta Það er klárt að gildandi stjórnarskrá veitir sitjandi forseta á hverjum tíma töluvert svigrúm, einnig til að sinna sínum hjartans málum. Til að mynda þá valdi Vigdís Finnbogadóttir að beita kröftum sínum í þágu íslenskrar tungu og skógræktar. Ólafur Ragnar hefur aftur á móti lagt mikla vinnu í málefni norðurslóða og jarðhitamál á alþjóðavísu. Með því hefur Ólafur Ragnar sannarlega fært alþjóðamál inn fyrir verkahring embættisins eins og Össur bendir á. Það að forseti beri sín hjartans mál á alþjóðleg torg er þó ekki vandkvæðalaust. Ekki síst ef forseti talar utanríkisstefnu sitjandi ríkisstjórnar í mót. Um þetta var töluvert rætt í aðdraganda forsetakosninganna 2012. Fengu frambjóðendur þá iðulega spurningar um hvort þeim þætti eðlilegt að reka eigin utanríkisstefnu eða fylgja utanríkisstefnu ráðandi ríkisstjórnar. Að því sögðu þá er það val sitjandi forseta á hverjum tíma hvort og þá í hvaða mæli hann sækist eftir því að reka sín mál á alþjóðavettvangi. Velji forseti einmitt það þá verður viðkomandi sannarlega að geta fótað sig í alþjóðlegu umhverfi og lagt fram mál sín á trúverðugan hátt, að hafa málefnalega burði eins og Össur orðar það. Nýr forseti verður að sjálfsögðu að geta staðið sína vakt í samskiptum við þjóðir og gætt hagsmuna Íslands. Hæfileikar til rökræðna byggja að miklu leyti á hæfileikum til að hlusta á viðmælendur og nýta þeirra orð áfram í eigin málatilbúning. Án efa er þetta eiginleiki sem góður stjórnmálamaður býr að en er þó ekki eingöngu bundinn þeirri stétt. Þar af leiðir að sú mynd sem Össur dregur upp, að nýr forseti ætti að hafa pólitískan bakgrunn, þykir mér lítt raunhæf. Reynsla úr utanríkispólitík hlýtur jú alltaf að vera til bóta. Þó tel ég hæfileikann meiri að skilja mannlegt eðli og pólitísk ferli ásamt því að hafa skilning á mismunandi menningu ríkja. Það er haldgóður eiginleiki nýs forseta.Málskotsréttur og óvirkjaðar greinar gildandi stjórnarskrár Á málskotsréttinum eru tvær hliðar. Það að beita því valdi sem gefið er getur verið jafngilt þeirri ákvörðun að beita því ekki. Samanber ákvörðun Vigdísar Finnbogadóttur um að staðfesta lög um Evrópska efnahagssvæðið í stað þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Þó Ólafur Ragnar hafi virkjað málskotsréttinn í 26. grein stjórnarskrárinnar þá hefur hann ekki beitt öðrum greinum stjórnarskrárinnar sem gætu haft umtalsverð áhrif á stjórnskipun landsins. Þar má nefna 25. grein, að leggja fram fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Sama á við um 28. grein, að gefa út bráðabirgðalög. Munum að áður en Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn þá þótti hann „dautt ákvæði“ í stjórnarskránni. Það segir okkur að nýr forseti gæti nýtt ákvæði í 26. og 28. grein ef svo bæri undir. Ættu frambjóðendur að gera grein fyrir sýn sinni á þessi ákvæði.Tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá Ef við gefum okkur að ný stjórnarskrá verði að veruleika og í meginatriðum eins og tillögur Stjórnlagaráðs gera ráð fyrir, má færa rök fyrir því að um umtalsverðar breytingar á grundvelli stjórnskipunar sé að ræða. Össur rekur breytingar á hlutverki forseta varðandi tilnefningu á forsætisráðherra, þar sem forseti skal ráðfæra sig við þingflokka og þingmenn varðandi tilnefningu og síðan bera undir þingið sem kýs um tillöguna. Þó þessi nýmæli séu í tillögum Stjórnlagaráðs þá hlýtur það að vera fremur ólíklegt að forseti leggi fram tillögu um forsætisráðherra á þingi án þess að nokkuð öruggt sé að viðkomandi hljóti ríkan stuðning. Væntanlega hefur forseti gert sér svo glögga mynd af stöðu mála gegnum viðtöl við þingflokka og þingmenn. Í dag hefur forseti gott svigrúm til stjórnarmyndunar samkvæmt gildandi stjórnarskrá. Það mundi ekki breytast mikið að mínu mati þó að nýjar tillögur Stjórnlagaráðs næðu fram að ganga. Því að í brothættu umhverfi þar sem annaðhvort eru til staðar fleiri möguleikar á stjórnarmeirihluta eða þá vöntun á slíku hljóta kröfur til forseta alltaf að vera miklar. Mannlegt innsæi, hæfileikar til málamiðlunar, ríkir leiðtogahæfileikar hljóta þá að vera aðkallandi. Þeir eiginleikar eru jafn mikilvægir í fari forseta nú og í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 23. mars síðastliðinn ritaði Össur Skarphéðinsson grein í Fréttablaðið þar sem hann fjallar m.a. um þær breytingar sem hafa orðið á forsetaembættinu í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá fjallar Össur um mögulegar breytingar á embættinu verði tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá að veruleika.Svigrúm forseta Það er klárt að gildandi stjórnarskrá veitir sitjandi forseta á hverjum tíma töluvert svigrúm, einnig til að sinna sínum hjartans málum. Til að mynda þá valdi Vigdís Finnbogadóttir að beita kröftum sínum í þágu íslenskrar tungu og skógræktar. Ólafur Ragnar hefur aftur á móti lagt mikla vinnu í málefni norðurslóða og jarðhitamál á alþjóðavísu. Með því hefur Ólafur Ragnar sannarlega fært alþjóðamál inn fyrir verkahring embættisins eins og Össur bendir á. Það að forseti beri sín hjartans mál á alþjóðleg torg er þó ekki vandkvæðalaust. Ekki síst ef forseti talar utanríkisstefnu sitjandi ríkisstjórnar í mót. Um þetta var töluvert rætt í aðdraganda forsetakosninganna 2012. Fengu frambjóðendur þá iðulega spurningar um hvort þeim þætti eðlilegt að reka eigin utanríkisstefnu eða fylgja utanríkisstefnu ráðandi ríkisstjórnar. Að því sögðu þá er það val sitjandi forseta á hverjum tíma hvort og þá í hvaða mæli hann sækist eftir því að reka sín mál á alþjóðavettvangi. Velji forseti einmitt það þá verður viðkomandi sannarlega að geta fótað sig í alþjóðlegu umhverfi og lagt fram mál sín á trúverðugan hátt, að hafa málefnalega burði eins og Össur orðar það. Nýr forseti verður að sjálfsögðu að geta staðið sína vakt í samskiptum við þjóðir og gætt hagsmuna Íslands. Hæfileikar til rökræðna byggja að miklu leyti á hæfileikum til að hlusta á viðmælendur og nýta þeirra orð áfram í eigin málatilbúning. Án efa er þetta eiginleiki sem góður stjórnmálamaður býr að en er þó ekki eingöngu bundinn þeirri stétt. Þar af leiðir að sú mynd sem Össur dregur upp, að nýr forseti ætti að hafa pólitískan bakgrunn, þykir mér lítt raunhæf. Reynsla úr utanríkispólitík hlýtur jú alltaf að vera til bóta. Þó tel ég hæfileikann meiri að skilja mannlegt eðli og pólitísk ferli ásamt því að hafa skilning á mismunandi menningu ríkja. Það er haldgóður eiginleiki nýs forseta.Málskotsréttur og óvirkjaðar greinar gildandi stjórnarskrár Á málskotsréttinum eru tvær hliðar. Það að beita því valdi sem gefið er getur verið jafngilt þeirri ákvörðun að beita því ekki. Samanber ákvörðun Vigdísar Finnbogadóttur um að staðfesta lög um Evrópska efnahagssvæðið í stað þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Þó Ólafur Ragnar hafi virkjað málskotsréttinn í 26. grein stjórnarskrárinnar þá hefur hann ekki beitt öðrum greinum stjórnarskrárinnar sem gætu haft umtalsverð áhrif á stjórnskipun landsins. Þar má nefna 25. grein, að leggja fram fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Sama á við um 28. grein, að gefa út bráðabirgðalög. Munum að áður en Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn þá þótti hann „dautt ákvæði“ í stjórnarskránni. Það segir okkur að nýr forseti gæti nýtt ákvæði í 26. og 28. grein ef svo bæri undir. Ættu frambjóðendur að gera grein fyrir sýn sinni á þessi ákvæði.Tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá Ef við gefum okkur að ný stjórnarskrá verði að veruleika og í meginatriðum eins og tillögur Stjórnlagaráðs gera ráð fyrir, má færa rök fyrir því að um umtalsverðar breytingar á grundvelli stjórnskipunar sé að ræða. Össur rekur breytingar á hlutverki forseta varðandi tilnefningu á forsætisráðherra, þar sem forseti skal ráðfæra sig við þingflokka og þingmenn varðandi tilnefningu og síðan bera undir þingið sem kýs um tillöguna. Þó þessi nýmæli séu í tillögum Stjórnlagaráðs þá hlýtur það að vera fremur ólíklegt að forseti leggi fram tillögu um forsætisráðherra á þingi án þess að nokkuð öruggt sé að viðkomandi hljóti ríkan stuðning. Væntanlega hefur forseti gert sér svo glögga mynd af stöðu mála gegnum viðtöl við þingflokka og þingmenn. Í dag hefur forseti gott svigrúm til stjórnarmyndunar samkvæmt gildandi stjórnarskrá. Það mundi ekki breytast mikið að mínu mati þó að nýjar tillögur Stjórnlagaráðs næðu fram að ganga. Því að í brothættu umhverfi þar sem annaðhvort eru til staðar fleiri möguleikar á stjórnarmeirihluta eða þá vöntun á slíku hljóta kröfur til forseta alltaf að vera miklar. Mannlegt innsæi, hæfileikar til málamiðlunar, ríkir leiðtogahæfileikar hljóta þá að vera aðkallandi. Þeir eiginleikar eru jafn mikilvægir í fari forseta nú og í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun