Þýskaland hótar að banna sölu bíla Fiat Chrysler vegna dísilvélasvindls Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2016 10:16 Er Fiat Chrysler í djúpum skít líkt og Volkswagen vegna dísilvélasvindls? Samkvæmt upplýsingum frá dagblaðinu Bild Am Sonntag íhuga þýsk yfirvöld að banna sölu bíla frá bílaframleiðandanum Fiat Chrysler þar sem í dísilbílum þeirra sé svindlhugbúnaður. Þessi búnaður í bílum Fiat Chrysler slekkur á sótvarnarbúnaði bílanna 22 mínútum eftir ræsingu. Þykir það afar grunsamlegt þar sem hefðbundin prófun Evrópusambandsins á sótvarnarbúnaði dísilbíla tekur 20 mínútur. Fiat Chrysler neitar þessum ásökunum, en fyrirtækið hefur neitað að ræða þessa staðreynd við þýsk yfirvöld. Það þykir þýskum yfirvöldum miður og íhugar nú einfaldlega að banna sölu bíla Fiat Chrysler í Þýskalandi. Hver fréttin rekur nú aðra varðandi svindlbúnað bílaframleiðenda í dísilbílum og víst er að þessi frétt mun ekki auka sölu dísilbíla eða áhuga almennings á að kaupa dísilbíla, að minnsta kosti þeirra sem umhugað er um umhverfið. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent
Samkvæmt upplýsingum frá dagblaðinu Bild Am Sonntag íhuga þýsk yfirvöld að banna sölu bíla frá bílaframleiðandanum Fiat Chrysler þar sem í dísilbílum þeirra sé svindlhugbúnaður. Þessi búnaður í bílum Fiat Chrysler slekkur á sótvarnarbúnaði bílanna 22 mínútum eftir ræsingu. Þykir það afar grunsamlegt þar sem hefðbundin prófun Evrópusambandsins á sótvarnarbúnaði dísilbíla tekur 20 mínútur. Fiat Chrysler neitar þessum ásökunum, en fyrirtækið hefur neitað að ræða þessa staðreynd við þýsk yfirvöld. Það þykir þýskum yfirvöldum miður og íhugar nú einfaldlega að banna sölu bíla Fiat Chrysler í Þýskalandi. Hver fréttin rekur nú aðra varðandi svindlbúnað bílaframleiðenda í dísilbílum og víst er að þessi frétt mun ekki auka sölu dísilbíla eða áhuga almennings á að kaupa dísilbíla, að minnsta kosti þeirra sem umhugað er um umhverfið.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent