Mustang, Camaro og Challenger slakir í öryggisprófunum Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2016 09:52 Ford Mustang í öryggisprófi IIHS. Bílaáhugamenn kaupa sportbíla til að aka þeim hratt og þá er eins gott að þeir séu fremur öruggir bílar ef til óhappa kemur. Það á þó alls ekki við í tilviki bandarísku sportbílanna Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger því allir þessir bílar fengu mjög lélega einkunn í öryggisprófunum bandarísku IIHS umferðaröryggisstofnunarinnar. Enginn þessara þriggja bíla náði Top Safety Pick einkunn og ekki heldur næst hæstu einkunn, Top Safety Pick+, sem einir 65 aðrir bílar af 2016 árgerð hafa náð. Í umsögn IIHS segir að svo virðist sem þessir sportbílar séu almennt ekki eins vel útbúnir hvað öryggi varðar og hefðbundnir fjölskyldubílar og að það sé langt í frá viðunandi. Sérlega sé það bagalegt í ljósi þess að þessum bílum sé oft ekið á meiri hraða en öðrum bílum og því sé enn mikilvægara að þeir séu öruggir. Í árekstarprufu framan á annað horn bílanna í 60 km hraða reyndist Chevrolet Camaro skástur og fékk einkunnina “good”, en Mustang fékk aðeins “acceptable” og Challenger enn verri einkunn, eða “marginal”. Í tilviki hans er mjög líklegt að ökumaður verði fyrir skaða á fótum. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent
Bílaáhugamenn kaupa sportbíla til að aka þeim hratt og þá er eins gott að þeir séu fremur öruggir bílar ef til óhappa kemur. Það á þó alls ekki við í tilviki bandarísku sportbílanna Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger því allir þessir bílar fengu mjög lélega einkunn í öryggisprófunum bandarísku IIHS umferðaröryggisstofnunarinnar. Enginn þessara þriggja bíla náði Top Safety Pick einkunn og ekki heldur næst hæstu einkunn, Top Safety Pick+, sem einir 65 aðrir bílar af 2016 árgerð hafa náð. Í umsögn IIHS segir að svo virðist sem þessir sportbílar séu almennt ekki eins vel útbúnir hvað öryggi varðar og hefðbundnir fjölskyldubílar og að það sé langt í frá viðunandi. Sérlega sé það bagalegt í ljósi þess að þessum bílum sé oft ekið á meiri hraða en öðrum bílum og því sé enn mikilvægara að þeir séu öruggir. Í árekstarprufu framan á annað horn bílanna í 60 km hraða reyndist Chevrolet Camaro skástur og fékk einkunnina “good”, en Mustang fékk aðeins “acceptable” og Challenger enn verri einkunn, eða “marginal”. Í tilviki hans er mjög líklegt að ökumaður verði fyrir skaða á fótum.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent