Hundruðir bíla frá Hyundai notaðir á EM Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2016 09:30 Hyundai afhendir bílana sem notaðir verða. Hyundai er á þessu ári aðalstyrktaraðili Evrópumeistaramótsins í fótbolta eins og undanfarin 16 ár. Í keppninni sem nú er hafin útvegar Hyundai keppnishöldurum mótsins 361 bifreið til nota í ýmsum erindagjörðum meðan á mótinu stendur. Í bílaflotanum eru m.a. vinsælustu bílarnir frá Hyundai, þar á meðal Tucson, Santa Fe, i20 og Genesis. Bílarnir eru notaðir til að aka dómurum keppninnar, starfsfólki UEFA, öryggisvörðum, blaða- og fréttamönnum, heiðursgestum og öðrum á milli áfangastaða, svo sem til og frá flugvöllum og hótelum til fótboltaleikvanganna þar sem leikirnir fara fram. Auk þess að lána bíla kostar Hyundai einnig merkingar á rútum tólf landsliða sem taka þátt svo enginn vafi leiki á því hverjir séu á ferðinni þegar ekið er til næsta landsleiks. Þess má geta að rútan með íslenska landsliðinu er að sjálfsögðu merkt okkar mönnum, m.a. með áletruninni: Áfram Ísland! Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent
Hyundai er á þessu ári aðalstyrktaraðili Evrópumeistaramótsins í fótbolta eins og undanfarin 16 ár. Í keppninni sem nú er hafin útvegar Hyundai keppnishöldurum mótsins 361 bifreið til nota í ýmsum erindagjörðum meðan á mótinu stendur. Í bílaflotanum eru m.a. vinsælustu bílarnir frá Hyundai, þar á meðal Tucson, Santa Fe, i20 og Genesis. Bílarnir eru notaðir til að aka dómurum keppninnar, starfsfólki UEFA, öryggisvörðum, blaða- og fréttamönnum, heiðursgestum og öðrum á milli áfangastaða, svo sem til og frá flugvöllum og hótelum til fótboltaleikvanganna þar sem leikirnir fara fram. Auk þess að lána bíla kostar Hyundai einnig merkingar á rútum tólf landsliða sem taka þátt svo enginn vafi leiki á því hverjir séu á ferðinni þegar ekið er til næsta landsleiks. Þess má geta að rútan með íslenska landsliðinu er að sjálfsögðu merkt okkar mönnum, m.a. með áletruninni: Áfram Ísland!
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent