Bara leikur Hugleikur Dagsson skrifar 9. júní 2016 08:00 Hvað er svona merkilegt við fótbolta? Þetta er bara leikur. Samt er þetta vinsælasta íþrótt í heiminum. Ekki bara það heldur líka vinsælasta fyrirbæri í heiminum. Það vinsælasta sem mannskepnan hefur skapað. Eitthvað fólk að hlaupa fram og til baka á eftir bolta. Mér líður útundan á svona tímabilum. Ég get aldrei svarað “sástu leikinn í gær?” spurningunni rétt. Það að fólki skuli þykja þetta spennandi er mér hulin ráðgáta. En ég passa mig að tjá mig ekki of mikið um það. Ég gerði nefnilega einu sinni þau mistök að grínast um fótbolta á facebook. Það fékk ekki mörg læk. Ólíkt heimilisofbeldistdjókinu mínu fyrr um daginn. Eða barnamisnotkunargríninu mínu daginn áður. Sumt grínast maður bara ekki með. Trúarbrögð eru háll ís. Ég hef reynt að horfa á leik en athyglisgáfa mín er bara ekki sköpuð fyrir fótbolta. Ég tek ekki eftir því þegar einhver skorar mark. Mér finnst meira spennandi að horfa á fiskabúr. Að horfa reglulega á fótbolta er eins og að horfa aftur og aftur á sömu myndina. Það gerist alltaf það sama. Engar sprengingar. Engin vélmenni. Engar geimverur. Bara einhverjir gaurar að hlaupa á grasi. En samt er þetta eitthvað svo dásamlegt. Að einfaldur boltaleikur skuli skapa svona sterkar tilfinningar. Að fólk skuli gráta af gleði yfir jafntefli. Að fólk skuli í bræði sinni kýla í veggi yfir ósigri einhvers bæjarfélags í Bretlandi sem enginn myndi vita að væri til ef það væri ekki fótboltalið þar. Að ekki bara sé til fólk sem vinnur við að leika sér heldur líka fólk sem borgar fyrir að sjá fólk leika sér. Það er svo fallegt. Á meðan fólk grætur og fagnar yfir einhverju sem er í grunninn bara leikur, þá er enn von fyrir mannkynið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun
Hvað er svona merkilegt við fótbolta? Þetta er bara leikur. Samt er þetta vinsælasta íþrótt í heiminum. Ekki bara það heldur líka vinsælasta fyrirbæri í heiminum. Það vinsælasta sem mannskepnan hefur skapað. Eitthvað fólk að hlaupa fram og til baka á eftir bolta. Mér líður útundan á svona tímabilum. Ég get aldrei svarað “sástu leikinn í gær?” spurningunni rétt. Það að fólki skuli þykja þetta spennandi er mér hulin ráðgáta. En ég passa mig að tjá mig ekki of mikið um það. Ég gerði nefnilega einu sinni þau mistök að grínast um fótbolta á facebook. Það fékk ekki mörg læk. Ólíkt heimilisofbeldistdjókinu mínu fyrr um daginn. Eða barnamisnotkunargríninu mínu daginn áður. Sumt grínast maður bara ekki með. Trúarbrögð eru háll ís. Ég hef reynt að horfa á leik en athyglisgáfa mín er bara ekki sköpuð fyrir fótbolta. Ég tek ekki eftir því þegar einhver skorar mark. Mér finnst meira spennandi að horfa á fiskabúr. Að horfa reglulega á fótbolta er eins og að horfa aftur og aftur á sömu myndina. Það gerist alltaf það sama. Engar sprengingar. Engin vélmenni. Engar geimverur. Bara einhverjir gaurar að hlaupa á grasi. En samt er þetta eitthvað svo dásamlegt. Að einfaldur boltaleikur skuli skapa svona sterkar tilfinningar. Að fólk skuli gráta af gleði yfir jafntefli. Að fólk skuli í bræði sinni kýla í veggi yfir ósigri einhvers bæjarfélags í Bretlandi sem enginn myndi vita að væri til ef það væri ekki fótboltalið þar. Að ekki bara sé til fólk sem vinnur við að leika sér heldur líka fólk sem borgar fyrir að sjá fólk leika sér. Það er svo fallegt. Á meðan fólk grætur og fagnar yfir einhverju sem er í grunninn bara leikur, þá er enn von fyrir mannkynið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun