Hratt og hljótt Erling Freyr Guðmundsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Það er sama hvort fólk ætlar að hittast í matarboði, hóa til ættarmóts eða hafa samband við fjarstaddan félaga að tæknin sem við notum til að koma þessu í kring hefur gjörbreyst á örfáum árum. Áður hefðum við líklega notað heimasímann til flestra þessara hluta en nú hafa tölvurnar okkar og snjallsímarnir leyst hann af hólmi. Raunar hefur heimasímatengingum, sem heita fastlínutengingar á fagmálinu, fækkað um næstum 30 þúsund á einum áratug. Sífellt færri eru með heimasíma. Gögnin eru annars konar og fara eftir öðrum leiðum. Fyrirsögnin hér að ofan, sem er útúrsnúningur úr þekktu dægurlagi, lýsir því kannski ágætlega sem hefur verið að gerast. Við sjáum þetta skýrlega á margföldun gagnaflutnings um farsímakerfin. Það 200-faldaðist milli áranna 2008 og 2015. Það er í svona tölum sem við sjáum á einum stað það sem við rekum stundum augun í í fermingarveislunum, þegar eldra fólkið lítur unglinginn í símanum hornauga. Öflugri farsímanet af sífellt nýrri kynslóð kalla á aukna flutningsgetu burðarnetsins sem tengir saman möstur og miðstöðvar farsímafyrirtækjanna. Þar er Gagnaveita Reykjavíkur að störfum með því að reka slíkt opið net af öryggi, sem sinnir þessari margföldun gagnaumferðar um farsímakerfin. Það er ljósleiðaranet sem þjónar þessum og raunar einnig fleiri fyrirtækjum sem þurfa að koma miklu magni gagna fljótt og örugglega á milli staða. En fólkið nýtur líka Ljósleiðarans beint í sífellt auknum mæli. Á svipuðu tímabili og gagnaflutningur um farsíma 200-faldaðist hefur ljósleiðaratengdum heimilum á Íslandi fjölgað nærri þrítugfalt. Þegar Gagnaveita Reykjavíkur var að stíga sín fyrstu spor, árið 2007, voru slíkar tengingar rúmlega 1.200 talsins. Í lok síðasta árs voru virkar ljósleiðaratengingar á Íslandi tæplega 34.000 og þeim fjölgar dag frá degi. Þetta er bylting sem hefur ekki farið hátt. Víða í þéttbýlinu hafa íbúar orðið varið við það meðan á ljósleiðaravæðingunni hefur staðið og öðru hvoru rekum við augun í fréttir af byggðarlögum sem nýta ljósleiðaratengingar til að bæta lífsskilyrði fólks og fyrirtækja. Tölur á borð við þessar sjást hins vegar sjaldan dregnar saman. Ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur hefur haft þá sérstöðu að með samningum við sveitarfélög hefur öllum heimilum innan þéttbýlis sveitarfélaganna staðið til boða að tengjast Ljósleiðaranum. Gagnaveitan býður ekki þjónustu um tenginguna og er því ekki í samkeppni við þá viðskiptavini fyrirtækisins sem það gera. Þetta viðskiptalíkan hefur gefist stórvel. Í lok þessa árs munu heimili tengd Ljósleiðara GR verða orðin 77 þúsund talsins. Reykjavík er öll tengd og fjöldi annarra stórra sveitarfélaga sem sjást á þessu yfirliti. Þéttbýli þeirra sveitarfélaga sem þar eru verður allt fulltengt í árslok 2018. Það er bylting.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það er sama hvort fólk ætlar að hittast í matarboði, hóa til ættarmóts eða hafa samband við fjarstaddan félaga að tæknin sem við notum til að koma þessu í kring hefur gjörbreyst á örfáum árum. Áður hefðum við líklega notað heimasímann til flestra þessara hluta en nú hafa tölvurnar okkar og snjallsímarnir leyst hann af hólmi. Raunar hefur heimasímatengingum, sem heita fastlínutengingar á fagmálinu, fækkað um næstum 30 þúsund á einum áratug. Sífellt færri eru með heimasíma. Gögnin eru annars konar og fara eftir öðrum leiðum. Fyrirsögnin hér að ofan, sem er útúrsnúningur úr þekktu dægurlagi, lýsir því kannski ágætlega sem hefur verið að gerast. Við sjáum þetta skýrlega á margföldun gagnaflutnings um farsímakerfin. Það 200-faldaðist milli áranna 2008 og 2015. Það er í svona tölum sem við sjáum á einum stað það sem við rekum stundum augun í í fermingarveislunum, þegar eldra fólkið lítur unglinginn í símanum hornauga. Öflugri farsímanet af sífellt nýrri kynslóð kalla á aukna flutningsgetu burðarnetsins sem tengir saman möstur og miðstöðvar farsímafyrirtækjanna. Þar er Gagnaveita Reykjavíkur að störfum með því að reka slíkt opið net af öryggi, sem sinnir þessari margföldun gagnaumferðar um farsímakerfin. Það er ljósleiðaranet sem þjónar þessum og raunar einnig fleiri fyrirtækjum sem þurfa að koma miklu magni gagna fljótt og örugglega á milli staða. En fólkið nýtur líka Ljósleiðarans beint í sífellt auknum mæli. Á svipuðu tímabili og gagnaflutningur um farsíma 200-faldaðist hefur ljósleiðaratengdum heimilum á Íslandi fjölgað nærri þrítugfalt. Þegar Gagnaveita Reykjavíkur var að stíga sín fyrstu spor, árið 2007, voru slíkar tengingar rúmlega 1.200 talsins. Í lok síðasta árs voru virkar ljósleiðaratengingar á Íslandi tæplega 34.000 og þeim fjölgar dag frá degi. Þetta er bylting sem hefur ekki farið hátt. Víða í þéttbýlinu hafa íbúar orðið varið við það meðan á ljósleiðaravæðingunni hefur staðið og öðru hvoru rekum við augun í fréttir af byggðarlögum sem nýta ljósleiðaratengingar til að bæta lífsskilyrði fólks og fyrirtækja. Tölur á borð við þessar sjást hins vegar sjaldan dregnar saman. Ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur hefur haft þá sérstöðu að með samningum við sveitarfélög hefur öllum heimilum innan þéttbýlis sveitarfélaganna staðið til boða að tengjast Ljósleiðaranum. Gagnaveitan býður ekki þjónustu um tenginguna og er því ekki í samkeppni við þá viðskiptavini fyrirtækisins sem það gera. Þetta viðskiptalíkan hefur gefist stórvel. Í lok þessa árs munu heimili tengd Ljósleiðara GR verða orðin 77 þúsund talsins. Reykjavík er öll tengd og fjöldi annarra stórra sveitarfélaga sem sjást á þessu yfirliti. Þéttbýli þeirra sveitarfélaga sem þar eru verður allt fulltengt í árslok 2018. Það er bylting.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun