Hlutdeild í spjörum og sólböðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 15. júní 2016 11:00 Þegar sumarið hellist yfir Íslendinga lyftist brúnin á landanum. Sumarfríið er handan við hornið og það eru allir svo til í þetta. Ég dandalast reglulega inn í uppáhaldsfatabúðina mína en þegar sólin skín segi ég starfsfólkinu að ég fari ekkert annað því það sé algjörlega uppáhalds hjá mér. Ég væri meira að segja líklegri til þess að svara skoðanakönnunum í efstastigi á fimm punkta Likert-kvarða ef hringt væri í mig og ég beðin um að segja hversu traustur viðskiptavinur ég er hjá viðkomandi fatabúð. Það er hins vegar eitthvað sem ég geri aldrei á veturna. Svona akkúrat í sumarbyrjun þegar lífið er fullkomlega stútfullt af hamingju og dásemd er ekki nokkur leið til þess að vera neikvæður þó ég hafi nú stundum endað með sniðlausar kjólalufsur sem gera ekkert fyrir mig. Spurningakönnun er því ekki óskeikul leið til þess að varpa ljósi á það hversu trygga viðskiptavini fatabúðin á. Til eru aðrar leiðir. Hlutdeild í veski (e. share of wallet) eða meðal-hlutdeild í veski er aðferðafræði sem hefur ekki verið mikið notuð á Íslandi en hún lýsir meðalhlutfalli útgjalda sem fyrirtæki fær frá sínum viðskiptavinahópi. Meniga hefur hins vegar í nokkur ár notað þessa aðferðafræði til þess að lýsa tryggð og því hvernig viðskipti dreifast milli aðila á markaði. Þannig sjáum við að Heimsferðir eiga tryggustu viðskiptavinina á ferðaskrifstofumarkaðnum síðustu 12 mánuði. Að meðaltali eru 85,4% af útgjöldum viðskiptavina Heimsferða á ferðamarkaðnum hjá þeim. Þeir ferðast mjög lítið með öðrum, í mesta lagi aðra leiðina til London á hræbillegum miða. Á öðrum mörkuðum geta verið fleiri aðilar að bítast um krónurnar. Á fatamarkaðinum eru til að mynda miklu fleiri aðilar og kaupin dreifast að meðaltali víðar. Þá eru þeir sem kaupa föt í H&M sl. 12 mánuði að meðaltali með 25,5% af sínum fataútgjöldum hjá H&M. Til grundvallar þessari greiningu eru 16 þúsund heimili sem nota hugbúnað Meniga á Íslandi. Færsluupplýsingar eru greindar til þess að draga fram sem besta mynd af kauphegðun Íslendinga. Öll vinnsla með færsluupplýsingar notenda Meniga er með öllu ópersónugreinanleg og einungis er unnið með samantekin gögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar sumarið hellist yfir Íslendinga lyftist brúnin á landanum. Sumarfríið er handan við hornið og það eru allir svo til í þetta. Ég dandalast reglulega inn í uppáhaldsfatabúðina mína en þegar sólin skín segi ég starfsfólkinu að ég fari ekkert annað því það sé algjörlega uppáhalds hjá mér. Ég væri meira að segja líklegri til þess að svara skoðanakönnunum í efstastigi á fimm punkta Likert-kvarða ef hringt væri í mig og ég beðin um að segja hversu traustur viðskiptavinur ég er hjá viðkomandi fatabúð. Það er hins vegar eitthvað sem ég geri aldrei á veturna. Svona akkúrat í sumarbyrjun þegar lífið er fullkomlega stútfullt af hamingju og dásemd er ekki nokkur leið til þess að vera neikvæður þó ég hafi nú stundum endað með sniðlausar kjólalufsur sem gera ekkert fyrir mig. Spurningakönnun er því ekki óskeikul leið til þess að varpa ljósi á það hversu trygga viðskiptavini fatabúðin á. Til eru aðrar leiðir. Hlutdeild í veski (e. share of wallet) eða meðal-hlutdeild í veski er aðferðafræði sem hefur ekki verið mikið notuð á Íslandi en hún lýsir meðalhlutfalli útgjalda sem fyrirtæki fær frá sínum viðskiptavinahópi. Meniga hefur hins vegar í nokkur ár notað þessa aðferðafræði til þess að lýsa tryggð og því hvernig viðskipti dreifast milli aðila á markaði. Þannig sjáum við að Heimsferðir eiga tryggustu viðskiptavinina á ferðaskrifstofumarkaðnum síðustu 12 mánuði. Að meðaltali eru 85,4% af útgjöldum viðskiptavina Heimsferða á ferðamarkaðnum hjá þeim. Þeir ferðast mjög lítið með öðrum, í mesta lagi aðra leiðina til London á hræbillegum miða. Á öðrum mörkuðum geta verið fleiri aðilar að bítast um krónurnar. Á fatamarkaðinum eru til að mynda miklu fleiri aðilar og kaupin dreifast að meðaltali víðar. Þá eru þeir sem kaupa föt í H&M sl. 12 mánuði að meðaltali með 25,5% af sínum fataútgjöldum hjá H&M. Til grundvallar þessari greiningu eru 16 þúsund heimili sem nota hugbúnað Meniga á Íslandi. Færsluupplýsingar eru greindar til þess að draga fram sem besta mynd af kauphegðun Íslendinga. Öll vinnsla með færsluupplýsingar notenda Meniga er með öllu ópersónugreinanleg og einungis er unnið með samantekin gögn.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun