Matur

EM ostaídýfa að hætti Evu Laufeyjar

VÍsir / Eva Laufey

Hráefni

1 msk ólífuolía

1 laukur

1 rautt chili

1 rauð paprika

2 msk smátt saxað kóríander

1 poki rifinn ostur

125 g hreinn rjómaostur

450 g Cheddar ostur

½ - 1 dl rjómi

½ - 1 tsk cayenne pipar

salt og pipar

1 poki Doritos



Aðferð

Hitið olíu á pönnu eða í potti.

Saxið lauk, chili og papriku smátt og steikið upp úr olíunni í 1 – 2 mínútur eða þar til laukurinn verður glær.

Rífið niður cheddar ostinn og bætið út í pottinn ásamt öðrum hráefnum.

Leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum, bætið vökvanum saman við í nokkrum pörtum. Byrjið á því að setja minna en meira.

Hrærið stöðugt í sósunni og smakkið ykkur til með salti, pipar og cayenne pipar.

Þegar þið eruð ánægð með þykktina þá getið þið borið sósuna fram með góðu snakki.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.