Benz söluhærra en BMW á árinu Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 11:24 Mercedes Benz GLE. Svo virðist sem Mercedes Benz ætli að halda BMW fyrir aftan sig í sölu bíla í ár og hefur frá fyrstu mánuðum ársins haft forystuna í fjölda seldra bíla. Ef að Mercedes Benz endar söluhærra en BMW í ár verður það í fyrsta skipti frá árinu 2005 sem það gerist. Mjög litlu munar reyndar á fyrirtækjunum og þriðji þýski lúxusbílaframleiðandinn, Audi fylgir einnig þétt á eftir í sölu. Í maí seldi Mercedes Benz 170.625 bíla en BMW 169.129. Heildarsala Mercedes Benz á árinu er orðin 818.175 bílar en 797.457 hjá BMW. Audi hefur selt 784.280 bíla. BMW jók við söluna í maí frá fyrra ári um 5,6% en aukningin hjá Mercedes Benz var 13% og 6,7% hjá Audi. Audi er enn söluhæst þessara þriggja framleiðenda í Kína og seldi 50.002 bíla þar í maí á meðan Mercedes Benz seldi þar 38.271 bíl. Hinsvegar var söluaukning Audi aðeins 5,5% í Kína á meðan hún nam 39% hjá Mercedes Benz. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent
Svo virðist sem Mercedes Benz ætli að halda BMW fyrir aftan sig í sölu bíla í ár og hefur frá fyrstu mánuðum ársins haft forystuna í fjölda seldra bíla. Ef að Mercedes Benz endar söluhærra en BMW í ár verður það í fyrsta skipti frá árinu 2005 sem það gerist. Mjög litlu munar reyndar á fyrirtækjunum og þriðji þýski lúxusbílaframleiðandinn, Audi fylgir einnig þétt á eftir í sölu. Í maí seldi Mercedes Benz 170.625 bíla en BMW 169.129. Heildarsala Mercedes Benz á árinu er orðin 818.175 bílar en 797.457 hjá BMW. Audi hefur selt 784.280 bíla. BMW jók við söluna í maí frá fyrra ári um 5,6% en aukningin hjá Mercedes Benz var 13% og 6,7% hjá Audi. Audi er enn söluhæst þessara þriggja framleiðenda í Kína og seldi 50.002 bíla þar í maí á meðan Mercedes Benz seldi þar 38.271 bíl. Hinsvegar var söluaukning Audi aðeins 5,5% í Kína á meðan hún nam 39% hjá Mercedes Benz.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent