Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Birgir Olgeirsson skrifar 28. júní 2016 12:54 Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gær en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. Vísir/EPA „Við höfum ekki neinar fréttir af því að Íslendingar hafi verið handteknir eða að það hafi þurft að hafa afskipti af Íslendingum,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi embættis ríkislögreglustjóra, um hegðun Íslendina eftir sigurleik Íslands gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. Tjörvi var í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi ásamt öðrum lögreglufulltrúa frá Íslandi en hinir sex íslensku lögreglumennirnir voru í Nice. Tjörvi segir að eftir því sem næst verður komist hafi Íslendingar hegðað sér vel eftir leikinn.„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið.“Vísir/EPA„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið bæði varðandi klappið og hegðun,“ segir Tjörvi en Íslendingar hafa hegðað sér afar vel það sem af er móti. Stuðningsmenn enska liðsins hafa sumir verið þekktir fyrir að láta til sín taka eftir leiki en Tjörvi segir engar markverðar fréttir hafa borist af þeim eftir leik.Einhver ölvun hafi verið í borginni en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt til að koma í veg fyrir mikla ölvun og þeim látum og átökum sem henni geta fylgt. Ekki var sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu vegna Bretanna að sögn Tjörva. Þær þjóðir sem þurfa að eiga við fótboltabullur séu með sinn viðbúnað en það hafi ekki verið í kringum þennan leik Íslands og Englands.Ekki þurfti að hafa mikil afskipti ef bresku stuðningsmönnunum sem eins og Íslendingar voru til fyrirmyndar heilt yfir.Vísir/EPA„Ef þetta eru tvær þjóðir með þekktar erjur sín á milli þá er kannski settur upp extra viðbúnaður en Ísland hefur þau áhrif á leikina að áhættumatið er lækkað og ætli við séum ekki draumaþjóðin á alla kanta.“ Hann segir stórkostlegt að vera Íslendingur í Frakklandi nú þegar árangur íslenska liðsins hefur vakið heimsathygli. Leikurinn var sýndur í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi þar sem Tjörvi missti að eigin sögn „kúlið“ þegar Íslendingar komust yfir. „Það vakti mikla kátínu nærstaddra.“ Ýmsir hafa komið upp að honum síðustu daga til að lýsa yfir stuðningi við liðið. „Maður er kominn í landkynningu hérna. Ég er spurður hvenær Laugavegurinn er opinn og hvort norðurljósin sjáist allan ársins hring,“ segir Tjörvi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
„Við höfum ekki neinar fréttir af því að Íslendingar hafi verið handteknir eða að það hafi þurft að hafa afskipti af Íslendingum,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi embættis ríkislögreglustjóra, um hegðun Íslendina eftir sigurleik Íslands gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. Tjörvi var í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi ásamt öðrum lögreglufulltrúa frá Íslandi en hinir sex íslensku lögreglumennirnir voru í Nice. Tjörvi segir að eftir því sem næst verður komist hafi Íslendingar hegðað sér vel eftir leikinn.„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið.“Vísir/EPA„Ég held við séum á leiðinni að fá verðlaun fyrir allra flottasta stuðningsfólkið bæði varðandi klappið og hegðun,“ segir Tjörvi en Íslendingar hafa hegðað sér afar vel það sem af er móti. Stuðningsmenn enska liðsins hafa sumir verið þekktir fyrir að láta til sín taka eftir leiki en Tjörvi segir engar markverðar fréttir hafa borist af þeim eftir leik.Einhver ölvun hafi verið í borginni en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt til að koma í veg fyrir mikla ölvun og þeim látum og átökum sem henni geta fylgt. Ekki var sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu vegna Bretanna að sögn Tjörva. Þær þjóðir sem þurfa að eiga við fótboltabullur séu með sinn viðbúnað en það hafi ekki verið í kringum þennan leik Íslands og Englands.Ekki þurfti að hafa mikil afskipti ef bresku stuðningsmönnunum sem eins og Íslendingar voru til fyrirmyndar heilt yfir.Vísir/EPA„Ef þetta eru tvær þjóðir með þekktar erjur sín á milli þá er kannski settur upp extra viðbúnaður en Ísland hefur þau áhrif á leikina að áhættumatið er lækkað og ætli við séum ekki draumaþjóðin á alla kanta.“ Hann segir stórkostlegt að vera Íslendingur í Frakklandi nú þegar árangur íslenska liðsins hefur vakið heimsathygli. Leikurinn var sýndur í stjórnstöð lögreglunnar í París í gærkvöldi þar sem Tjörvi missti að eigin sögn „kúlið“ þegar Íslendingar komust yfir. „Það vakti mikla kátínu nærstaddra.“ Ýmsir hafa komið upp að honum síðustu daga til að lýsa yfir stuðningi við liðið. „Maður er kominn í landkynningu hérna. Ég er spurður hvenær Laugavegurinn er opinn og hvort norðurljósin sjáist allan ársins hring,“ segir Tjörvi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20