Grátlegasta tap bílaframleiðanda í sögu Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2016 14:40 Ökumaður Toyota bílsins trúir ekki eigin augum. Þegar örfáar mínútur voru eftir af 24 klukkustunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi um síðustu helgi var bíll Toyota með forystuna og allt stefndi í fyrsta sigur bílaframleiðanda frá Japan síðan Mazda vann keppnina árið 1991. Þá bilaði loftslanga milli forþjöppu og keflablásara bíls Toyota og bíll frá Porsche sigldi framúr og hafði sigur rétt eins og í fyrra. Aldrei í sögu keppninnar hefur munað svo litlu og tilvonandi sigurbíll eins nálægt sigri og nú. Toyota menn er ennþá að velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis og munu sannarlega tryggja það að þessi bilun verði ekki til þess að fella liðið aftur. Á endanum tókst að hluta til að gera við bíl Toyota og hann silaðist í mark en þar sem það tók bílinn meira en 6 mínútur að klára síðasta hringinn var bíllinn dæmdur úr leik. Grátlegra getur það hreinlega ekki orðið. Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent
Þegar örfáar mínútur voru eftir af 24 klukkustunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi um síðustu helgi var bíll Toyota með forystuna og allt stefndi í fyrsta sigur bílaframleiðanda frá Japan síðan Mazda vann keppnina árið 1991. Þá bilaði loftslanga milli forþjöppu og keflablásara bíls Toyota og bíll frá Porsche sigldi framúr og hafði sigur rétt eins og í fyrra. Aldrei í sögu keppninnar hefur munað svo litlu og tilvonandi sigurbíll eins nálægt sigri og nú. Toyota menn er ennþá að velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis og munu sannarlega tryggja það að þessi bilun verði ekki til þess að fella liðið aftur. Á endanum tókst að hluta til að gera við bíl Toyota og hann silaðist í mark en þar sem það tók bílinn meira en 6 mínútur að klára síðasta hringinn var bíllinn dæmdur úr leik. Grátlegra getur það hreinlega ekki orðið.
Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent