Rafmagnsbíll svissneskra nemenda er 1,5 sek. í 100 Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2016 10:58 Afar smár rafmagnsbíll svissneskra nemenda frá Zurich á nú heimsmet sem viðurkennt er af Guinness fyrir sneggsta rafmagnsbíl heims. Hann er reyndar ári snöggur og kemst á 100 km hraða á 1,513 sekúndum. Bílinn kalla nemendurnir Grimsel og hann náði 100 km hraða á innan við 100 fetum, eða 30 metrum. Bíllinn var smíðaður fyrir Formula Student Electric Racing Competition árið 2014, en íslenskir nemendur hafa einmitt teflt fram bíl í þeirri keppni. Grimsel er vel útfærður bíll og meira að segja hjól hans eru úr koltrefjum að hluta og vengurinn aftan á bílnum er svo stór að leit er að öðru eins, enda eins gott að þrýsta bílnum vel niður á veginn með allt það afl sem tiltækt er. Bíllinn er 200 hestöfl en vegur aðeins 168 kíló. Rafmótorarnir eru fjórir og knýja öll hjól bílsins og rafhlöður hans endurheimta um 30% þeirrar orku sem leyst er úr læðingi þegar hann hemlar. Bíllinn er með mjög vel útfærða spólvörn og gripið því eins og best verður á kosið. Metið sem Grimsel sló var áður í eigu annars rafmagnsbíls sem var smíðaður af nemendum Green Team frá Stuttgart í Þýskalandi og var það met 1,779 sekúndur. Sem fyrr eru þau met sem viðurkennd eru af Guinness meðaltal tveggja ferða í báðar áttir. Sjá má heimsmetssláttinn í myndskeiðinu að ofan. Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent
Afar smár rafmagnsbíll svissneskra nemenda frá Zurich á nú heimsmet sem viðurkennt er af Guinness fyrir sneggsta rafmagnsbíl heims. Hann er reyndar ári snöggur og kemst á 100 km hraða á 1,513 sekúndum. Bílinn kalla nemendurnir Grimsel og hann náði 100 km hraða á innan við 100 fetum, eða 30 metrum. Bíllinn var smíðaður fyrir Formula Student Electric Racing Competition árið 2014, en íslenskir nemendur hafa einmitt teflt fram bíl í þeirri keppni. Grimsel er vel útfærður bíll og meira að segja hjól hans eru úr koltrefjum að hluta og vengurinn aftan á bílnum er svo stór að leit er að öðru eins, enda eins gott að þrýsta bílnum vel niður á veginn með allt það afl sem tiltækt er. Bíllinn er 200 hestöfl en vegur aðeins 168 kíló. Rafmótorarnir eru fjórir og knýja öll hjól bílsins og rafhlöður hans endurheimta um 30% þeirrar orku sem leyst er úr læðingi þegar hann hemlar. Bíllinn er með mjög vel útfærða spólvörn og gripið því eins og best verður á kosið. Metið sem Grimsel sló var áður í eigu annars rafmagnsbíls sem var smíðaður af nemendum Green Team frá Stuttgart í Þýskalandi og var það met 1,779 sekúndur. Sem fyrr eru þau met sem viðurkennd eru af Guinness meðaltal tveggja ferða í báðar áttir. Sjá má heimsmetssláttinn í myndskeiðinu að ofan.
Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent