Virðing og kærleikur Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Við þróun úrræða fyrir fólk sem þarf tímabundna fjárhagsaðstoð til framfærslu hefur Reykjavíkurborg byggt á rannsóknum og reynslu til fjölda ára. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er alltaf síðasta úrræði fólks og hver og einn einstaklingur hefur sínar ástæður fyrir að þurfa slíkan stuðning. Lykillinn að árangri í slíkri stöðu er að vinna með hverjum, byggja á styrkleikum hans og finna möguleikana sem viðkomandi hefur í samfélaginu.Virkni og jöfnuður Niðurstöður rannsókna sýna að heilsufar þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélags að halda, virðist í flestum tilvikum lakara en almennings. Þeim líður verr og upplifa sig jafnvel sem annars flokks þegna samfélagsins. Afar mikilvægt er að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að fólk sé lengi í þessari erfiðu aðstöðu enda stuðlar virk samfélagsþátttaka og meiri jöfnuður að vellíðan allra. Rætt hefur verið um mismunandi leiðir og skilyrðingar í þessu sambandi en reynsla og rannsóknir eru misvísandi um hvaða leiðir eru bestar. Velferðarsvið hefur farið blandaða leið þar sem mikil áhersla hefur verið á samvinnu við fagaðila eins og Virk, Vinnumálastofnun og atvinnumáladeild Reykjavíkurborgar. Við höfum kallað þessa blönduðu leið Reykjavíkurmódelið, sem er þróuð til að mæta þörfum hópa og einstaklinga á þeirra forsendum.Umhyggja skilar árangri Í kjölfar kreppunnar árið 2008 jókst fjöldi þeirra einstaklinga sem leitaði eftir fjárhagsaðstoð gríðarlega. Frá árinu 2014 hefur fólki í þessum aðstæðum fækkað hægt og bítandi í Reykjavík, ekki síst á liðnum 12-15 mánuðum. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fækkaði einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð í Reykjavík um tæp 24 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Mikilvægt er að stöðugt sé unnið markvisst og af umhyggju og kærleik, að virkri samfélagsþátttöku allra. Best væri auðvitað ef enginn þyrfti á tímabundinni fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda, og að samfélag okkar væri þannig úr garði gert að þar væri rúm fyrir alla á vinnumarkaði eða í skóla og að hæfileikar og kraftar allra nýttust til verðmætasköpunar og þátttöku í samfélaginu án sértækra aðgerða.Samfélag fyrir alla? En svo er því miður ekki enn sem komið er, og það er mikilvægt að hafa í huga við stjórn sveitarfélaga, ríkis og fyrirtækja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á þennan hóp fólks. Óljóst er t.d. hvaða áhrif breytingar á framhaldsskólum landsins hafa á þennan hóp, breytingar á lánasjóði námsmanna, aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðiskerfinu og fleira sem hefur bein áhrif á tækifæri fólks í lífinu. Þá má nefna að á meðal þeirra sem fá fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur hlutfall 67 ára og eldri farið vaxandi, en þar er um að ræða fólk sem hefur takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi á landinu og því ekki önnur úrræði. Ríkið þarf að huga að varanlegri leiðum til framfærslu fyrir þennan hóp, enda er fjárhagsaðstoð ekki hugsuð sem langtíma úrræði.Stuðningur til betra lífs Árangurinn sem hefur náðst í Reykjavík, má að sjálfsögðu að einhverju leyti rekja til betra atvinnuástands í þjóðfélaginu almennt, en ekki síður til markvissrar vinnu velferðarsviðs í að bæta þjónustu við fólk sem sækir um fjárhagsaðstoð og styðja það til betra lífs. Við í Reykjavík munum áfram vanda okkur við þetta mikilvæga verkefni enda markmiðið afar skýrt – að styrkja fólk til sjálfshjálpar og virkni með umhyggju og virðingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Við þróun úrræða fyrir fólk sem þarf tímabundna fjárhagsaðstoð til framfærslu hefur Reykjavíkurborg byggt á rannsóknum og reynslu til fjölda ára. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er alltaf síðasta úrræði fólks og hver og einn einstaklingur hefur sínar ástæður fyrir að þurfa slíkan stuðning. Lykillinn að árangri í slíkri stöðu er að vinna með hverjum, byggja á styrkleikum hans og finna möguleikana sem viðkomandi hefur í samfélaginu.Virkni og jöfnuður Niðurstöður rannsókna sýna að heilsufar þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélags að halda, virðist í flestum tilvikum lakara en almennings. Þeim líður verr og upplifa sig jafnvel sem annars flokks þegna samfélagsins. Afar mikilvægt er að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að fólk sé lengi í þessari erfiðu aðstöðu enda stuðlar virk samfélagsþátttaka og meiri jöfnuður að vellíðan allra. Rætt hefur verið um mismunandi leiðir og skilyrðingar í þessu sambandi en reynsla og rannsóknir eru misvísandi um hvaða leiðir eru bestar. Velferðarsvið hefur farið blandaða leið þar sem mikil áhersla hefur verið á samvinnu við fagaðila eins og Virk, Vinnumálastofnun og atvinnumáladeild Reykjavíkurborgar. Við höfum kallað þessa blönduðu leið Reykjavíkurmódelið, sem er þróuð til að mæta þörfum hópa og einstaklinga á þeirra forsendum.Umhyggja skilar árangri Í kjölfar kreppunnar árið 2008 jókst fjöldi þeirra einstaklinga sem leitaði eftir fjárhagsaðstoð gríðarlega. Frá árinu 2014 hefur fólki í þessum aðstæðum fækkað hægt og bítandi í Reykjavík, ekki síst á liðnum 12-15 mánuðum. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fækkaði einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð í Reykjavík um tæp 24 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Mikilvægt er að stöðugt sé unnið markvisst og af umhyggju og kærleik, að virkri samfélagsþátttöku allra. Best væri auðvitað ef enginn þyrfti á tímabundinni fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda, og að samfélag okkar væri þannig úr garði gert að þar væri rúm fyrir alla á vinnumarkaði eða í skóla og að hæfileikar og kraftar allra nýttust til verðmætasköpunar og þátttöku í samfélaginu án sértækra aðgerða.Samfélag fyrir alla? En svo er því miður ekki enn sem komið er, og það er mikilvægt að hafa í huga við stjórn sveitarfélaga, ríkis og fyrirtækja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á þennan hóp fólks. Óljóst er t.d. hvaða áhrif breytingar á framhaldsskólum landsins hafa á þennan hóp, breytingar á lánasjóði námsmanna, aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðiskerfinu og fleira sem hefur bein áhrif á tækifæri fólks í lífinu. Þá má nefna að á meðal þeirra sem fá fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur hlutfall 67 ára og eldri farið vaxandi, en þar er um að ræða fólk sem hefur takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi á landinu og því ekki önnur úrræði. Ríkið þarf að huga að varanlegri leiðum til framfærslu fyrir þennan hóp, enda er fjárhagsaðstoð ekki hugsuð sem langtíma úrræði.Stuðningur til betra lífs Árangurinn sem hefur náðst í Reykjavík, má að sjálfsögðu að einhverju leyti rekja til betra atvinnuástands í þjóðfélaginu almennt, en ekki síður til markvissrar vinnu velferðarsviðs í að bæta þjónustu við fólk sem sækir um fjárhagsaðstoð og styðja það til betra lífs. Við í Reykjavík munum áfram vanda okkur við þetta mikilvæga verkefni enda markmiðið afar skýrt – að styrkja fólk til sjálfshjálpar og virkni með umhyggju og virðingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun