Poppstjörnur á meðal þeirra sem troða upp á Eistnaflugi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2016 12:12 Það er alltaf góð stemning á Eistnaflugi í Neskaupstað. Mynd/Guðný Lára Thorarensen Fjöldi fólks er nú samankominn á rokkhátíðinni Eistnaflugi sem haldin er í Neskaupstað. Fleiri en þungarokkarar ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi því poppstjörnur verða á meðal þeirra sem troða upp um helgina. Eistnaflug hófst með pompi og prakt í gærkvöldi og nær hápunkti um helgina, en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Stefán Magnússon, umsjónarmaður hátíðarinnar, segir að búist sé við viðlíka fjölda og í fyrra, eða í kringum tvö þúsund manns. „Það var bara alveg vel fullt í gær í salnum þannig að það eru rosalega margir komnir. Það eru 24 hljómsveitir sem spila í dag og eitthvað annað eins á morgun og hinn þannig að það verður stanslaus gleði um helgina, en það eru um áttatíu hljómsveitir sem koma fram," segir Stefán í samtali við Vísi. Stefán segir laugardaginn líklega stærstan. „Það fer auðvitað eftir smekknum en laugardagurinn er rosalega stór hvað varðar erlendar hljómsveitir. Stærstu erlendu eru á laugardaginn en eins og í kvöld erum við með tvær erlendar hljómsveitir og algjört landslið í íslenskum." Hann segir ekki einungis þungarokk á hátíðinni. „Það er svona til að brjóta þetta aðeins upp. Til dæmis í gær enduðu Agent Fresco og Úlfur Úlfur kvöldið í gær. Það var búið að vera rokk og ról allan daginn þannig að það er bara gaman að enda þetta á smá stuði. Á laugardaginn er það Páll Óskar og Retro Stefson sem koma fram," segir Stefán. Aðspurður segir hann ekki uppselt á hátíðina, en býst þó við að það muni seljast upp, líkt og undanfarin ár. Þá segir hann veðurspá helgarinnar prýðilega. „Veðurspáin er fín. Núna er æðislegt veður, milt og gott og ég vona að það haldi áfram." Eistnaflug Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Fjöldi fólks er nú samankominn á rokkhátíðinni Eistnaflugi sem haldin er í Neskaupstað. Fleiri en þungarokkarar ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi því poppstjörnur verða á meðal þeirra sem troða upp um helgina. Eistnaflug hófst með pompi og prakt í gærkvöldi og nær hápunkti um helgina, en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Stefán Magnússon, umsjónarmaður hátíðarinnar, segir að búist sé við viðlíka fjölda og í fyrra, eða í kringum tvö þúsund manns. „Það var bara alveg vel fullt í gær í salnum þannig að það eru rosalega margir komnir. Það eru 24 hljómsveitir sem spila í dag og eitthvað annað eins á morgun og hinn þannig að það verður stanslaus gleði um helgina, en það eru um áttatíu hljómsveitir sem koma fram," segir Stefán í samtali við Vísi. Stefán segir laugardaginn líklega stærstan. „Það fer auðvitað eftir smekknum en laugardagurinn er rosalega stór hvað varðar erlendar hljómsveitir. Stærstu erlendu eru á laugardaginn en eins og í kvöld erum við með tvær erlendar hljómsveitir og algjört landslið í íslenskum." Hann segir ekki einungis þungarokk á hátíðinni. „Það er svona til að brjóta þetta aðeins upp. Til dæmis í gær enduðu Agent Fresco og Úlfur Úlfur kvöldið í gær. Það var búið að vera rokk og ról allan daginn þannig að það er bara gaman að enda þetta á smá stuði. Á laugardaginn er það Páll Óskar og Retro Stefson sem koma fram," segir Stefán. Aðspurður segir hann ekki uppselt á hátíðina, en býst þó við að það muni seljast upp, líkt og undanfarin ár. Þá segir hann veðurspá helgarinnar prýðilega. „Veðurspáin er fín. Núna er æðislegt veður, milt og gott og ég vona að það haldi áfram."
Eistnaflug Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira