Bugatti Chiron hraðskreiðari en allir Le Mans bílarnir Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 16:15 Bugatti Chiron með sín 1.500 hestöfl er ógnarlega öflugur sportbíll. Í síðasta mánuði var 24 klukkutíma þolaksturkeppnin í Le Mans í Frakklandi. Þar bar Porsche sigur úr bítum eftir að Toyota bíll hafði haft forystuna þangað til nokkrar mínútur voru eftir af keppninni, en bilaði á ögurstundu. Áður en keppnin hófst fékk ökumaður á Bugatti Chiron að prófa sig á brautinni með sín 1.500 hestöfl undir húddinu. Þar náði hann 380 kílómetra hraða sem var 34 km meiri hraði en nokkur af keppnisbílunum náði í keppninni. Þessi mikli hraði var reyndar nokkuð undir hámarkshraða Bugatti Chiron bílsins, en hann nær 420 km hámarkshraða. Rétt er að hafa í huga að Bugatti Chiron er fjöldaframleiddur bíll en það á ekki við keppnisbílana í Le Mans. Fyrstu Bugatti Chiron bílarnir sem afgreiddir eru til kaupenda verða afhentir í sumar og hver þeirra þarf að reiða fram 335 milljónir króna. Framleiddir verða 500 Bugatti Chiron bílar og hafa 200 nú þegar verið pantaðir af efnuðum kaupendum. Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent
Í síðasta mánuði var 24 klukkutíma þolaksturkeppnin í Le Mans í Frakklandi. Þar bar Porsche sigur úr bítum eftir að Toyota bíll hafði haft forystuna þangað til nokkrar mínútur voru eftir af keppninni, en bilaði á ögurstundu. Áður en keppnin hófst fékk ökumaður á Bugatti Chiron að prófa sig á brautinni með sín 1.500 hestöfl undir húddinu. Þar náði hann 380 kílómetra hraða sem var 34 km meiri hraði en nokkur af keppnisbílunum náði í keppninni. Þessi mikli hraði var reyndar nokkuð undir hámarkshraða Bugatti Chiron bílsins, en hann nær 420 km hámarkshraða. Rétt er að hafa í huga að Bugatti Chiron er fjöldaframleiddur bíll en það á ekki við keppnisbílana í Le Mans. Fyrstu Bugatti Chiron bílarnir sem afgreiddir eru til kaupenda verða afhentir í sumar og hver þeirra þarf að reiða fram 335 milljónir króna. Framleiddir verða 500 Bugatti Chiron bílar og hafa 200 nú þegar verið pantaðir af efnuðum kaupendum.
Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent