Hyundai/Kia framúr Lada í sölu bíla í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 14:15 Hyundai bíll í Rússlandi. AvtoVAZ bílasmiðurinn rússneski sem framleiðir Lada bíla hefur löngum verið söluhæsti bílaframleiðandi í Rússlandi. Nú er þó svo komið að S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai, sem einnig á stóran hlut í Kia, hefur tekið framúr AvtoVAZ sem sá söluhæsti. Á fyrstu 5 mánuðum þessa árs hefur Hyundai og Kia selt samtals 109.319 bíla en AvtoVAZ 102.124. Sala bíla er reyndar mjög dræm í Rússlandi og hefur minnkað um helming frá árinu 2012. Á fyrstu 5 mánuðunum hefur bílasala fallið um 15% frá fyrra ári. Kia er söluhærra merki en Hyundai í Rússlandi nú og seldi Kia 56.986 bíla á þessum 5 mánuðum, en Hyundai 52.333. Í fyrra minnkaði bílasala í Rússlandi um 36% en sala Hyundai og Kia minnkaði aðeins um 10% og 16%.Tvöfaldað markaðshlutdeild frá 2012 Hefur markaðshlutdeild þeirra tvöfaldast frá árinu 2012 og er nú um 20% í Rússlandi. Renault á stóran hlut í AvtoVAZ og fjárfesti fyrir 125 milljarða í fyrirtækinu árið 2008 og ætlaði með því að gera það sama með AvtoVAZ og því hefur lukkast svo vel með Dacia merkið í Rúmeníu. Það hefur hinsvegar ekki gengið eftir og hefur Renault niðurskrifað þessa fjárfestingu sína um 70%. Hyundai og Kia ætla að halda áfram að kynna nýja bíla í Rússlandi og auka markaðshlutdeild sína meira þar og í leiðinni að undirbúa jarðveginn ef ske kynni að bílasala þar í landi færi að braggast aftur.Nýta sér niðursveiflu Þetta yrði ekki fyrsta skipti sem Hyundai og Kia hafi nýtt sér að auka markaðshlutdeild sína á mörkuðum sem eru í niðursveiflu en það gerðu fyrirtækin einmitt þegar bílasala í Bandaríkjunum var í mikilli lægð eftir efnahagshrunið árið 2008 og á næstu árum jókst mjög markaðshlutdeild þeirra verulega vestra. Hyundai og Kia hefur tekist að halda verði á bílum sínum lágu í Rússlandi og hefur starfað með innlendum framleiðendum við framleiðslu íhluta á bílum þar. Á meðan hefur Volkswagen flutt inn dýrari íhluti frá heimamarkaði og því neyðst til að hækka verð á bílum sínum meira en hjá Hyundai og Kia. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent
AvtoVAZ bílasmiðurinn rússneski sem framleiðir Lada bíla hefur löngum verið söluhæsti bílaframleiðandi í Rússlandi. Nú er þó svo komið að S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai, sem einnig á stóran hlut í Kia, hefur tekið framúr AvtoVAZ sem sá söluhæsti. Á fyrstu 5 mánuðum þessa árs hefur Hyundai og Kia selt samtals 109.319 bíla en AvtoVAZ 102.124. Sala bíla er reyndar mjög dræm í Rússlandi og hefur minnkað um helming frá árinu 2012. Á fyrstu 5 mánuðunum hefur bílasala fallið um 15% frá fyrra ári. Kia er söluhærra merki en Hyundai í Rússlandi nú og seldi Kia 56.986 bíla á þessum 5 mánuðum, en Hyundai 52.333. Í fyrra minnkaði bílasala í Rússlandi um 36% en sala Hyundai og Kia minnkaði aðeins um 10% og 16%.Tvöfaldað markaðshlutdeild frá 2012 Hefur markaðshlutdeild þeirra tvöfaldast frá árinu 2012 og er nú um 20% í Rússlandi. Renault á stóran hlut í AvtoVAZ og fjárfesti fyrir 125 milljarða í fyrirtækinu árið 2008 og ætlaði með því að gera það sama með AvtoVAZ og því hefur lukkast svo vel með Dacia merkið í Rúmeníu. Það hefur hinsvegar ekki gengið eftir og hefur Renault niðurskrifað þessa fjárfestingu sína um 70%. Hyundai og Kia ætla að halda áfram að kynna nýja bíla í Rússlandi og auka markaðshlutdeild sína meira þar og í leiðinni að undirbúa jarðveginn ef ske kynni að bílasala þar í landi færi að braggast aftur.Nýta sér niðursveiflu Þetta yrði ekki fyrsta skipti sem Hyundai og Kia hafi nýtt sér að auka markaðshlutdeild sína á mörkuðum sem eru í niðursveiflu en það gerðu fyrirtækin einmitt þegar bílasala í Bandaríkjunum var í mikilli lægð eftir efnahagshrunið árið 2008 og á næstu árum jókst mjög markaðshlutdeild þeirra verulega vestra. Hyundai og Kia hefur tekist að halda verði á bílum sínum lágu í Rússlandi og hefur starfað með innlendum framleiðendum við framleiðslu íhluta á bílum þar. Á meðan hefur Volkswagen flutt inn dýrari íhluti frá heimamarkaði og því neyðst til að hækka verð á bílum sínum meira en hjá Hyundai og Kia.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent