Fyrir mig og mína Magnús Guðmundsson skrifar 5. júlí 2016 07:00 Eigingirni og sjálfselska eru dapurlegar kenndir sem búa í okkur flestum og birtast í ýmsum myndum. Öll höfum við staðið okkur að því að láta eigin hag og hentugleika ganga fyrir hagsmunum annarra með einum eða öðrum hætti og vonandi höfum við í framhaldinu kunnað að skammast okkar og sett okkur hærri markmið. En nú ber svo eymdarlega við að stofnaður hefur verið sérstakur stjórnmálaflokkur á Íslandi sem gerir út á þessa lágkúrulegu hvöt okkar. Gerir út á þá ankannalegu hugmynd að við sem þjóð, menning okkar og lífshættir, séu á einhvern hátt betri eða rétthærri en annarra sem þar af leiðandi eigi ekki að fá að njóta þess sem Ísland hefur að bjóða. Að við eigum Ísland og það sé því aðeins fyrir okkur sem hér erum borin og barnfædd ásamt kannski þeim sem eru okkur þóknanlegir. Þeim sem eru til í að vera eins og við. Íslenska þjóðfylkingin hélt aðalfund sinn í liðinni viku og tilkynnti í framhaldi um þá fyrirætlan flokksins að bjóða fram lista í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Helgi Helgason, formaður flokksins, tíundaði einnig helstu stefnumál s.s. að herða innflytjendalöggjöf, banna íslam, vinna gegn fjölmenningu, bæta hag aldraðra og öryrkja og hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni svo sitthvað sé tíundað. Sé stefna flokksins skoðuð í heild sinni leynir sér ekki að hann dregur dám af vaxandi þjóðernishyggju víða á Vesturlöndum sem víða hefur fylgt hatursorðræða og athafnir sem engu samfélagi getur verið sómi að. Orðræða og athafnir sem hafa í gegnum tíðina leitt af sér kvalræði og hörmungar víða um heim og ættu að vera hverju einasta samfélagi víti til varnaðar. Það er margt gott og fallegt við íslenskt samfélag og menningu. Margt sem er sjálfsagt að hlúa vel að og leggja rækt við um ókomna tíð og líka margt sem betur má fara. Um það geta stjórnmálin tekist á og það vonandi af skynsemi og með mannúð að leiðarljósi. En að einangra bæði þjóðina og menningu hennar með útilokunum, höfnun á stöðu okkar sem þjóð á meðal þjóða og öllum þeim hætti sem Íslenska þjóðfylkingin virðist ætla sér getur einungis orðið til tjóns. Engin þjóð er í eðli sínu annarri fremri, ekkert mannslíf öðru meira virði og engin menning er sjálfsprottin. Það er því á ábyrgð allra íslenskra stjórnmálaafla að sporna af öllu afli við þeim fordómum og þeirri skaðvænlegu þjóðernishyggju sem birtist kinnroðalaust í stefnu Íslenska þjóðernisflokksins. Þau íslensk stjórnmálaöfl sem þegar hafa með ýmsum hætti daðrað við hugmyndir á borð við þær sem birtast í stefnu Íslensku þjóðfylkingarnar þurfa að hafa í sér dug til þess að hafna þessum ósóma með afdráttarlausum hætti. Hafna því að eigingirni, sjálfselska og fordómar séu málsmetandi afl í íslenskum stjórnmálum svo enginn þurfi að óttast að viðlíka hugmyndir verði að vondum veruleika. Hvorki nú í haust né nokkurn tíma á meðan mennskan á sér hið minnsta athvarf á Íslandi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Eigingirni og sjálfselska eru dapurlegar kenndir sem búa í okkur flestum og birtast í ýmsum myndum. Öll höfum við staðið okkur að því að láta eigin hag og hentugleika ganga fyrir hagsmunum annarra með einum eða öðrum hætti og vonandi höfum við í framhaldinu kunnað að skammast okkar og sett okkur hærri markmið. En nú ber svo eymdarlega við að stofnaður hefur verið sérstakur stjórnmálaflokkur á Íslandi sem gerir út á þessa lágkúrulegu hvöt okkar. Gerir út á þá ankannalegu hugmynd að við sem þjóð, menning okkar og lífshættir, séu á einhvern hátt betri eða rétthærri en annarra sem þar af leiðandi eigi ekki að fá að njóta þess sem Ísland hefur að bjóða. Að við eigum Ísland og það sé því aðeins fyrir okkur sem hér erum borin og barnfædd ásamt kannski þeim sem eru okkur þóknanlegir. Þeim sem eru til í að vera eins og við. Íslenska þjóðfylkingin hélt aðalfund sinn í liðinni viku og tilkynnti í framhaldi um þá fyrirætlan flokksins að bjóða fram lista í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Helgi Helgason, formaður flokksins, tíundaði einnig helstu stefnumál s.s. að herða innflytjendalöggjöf, banna íslam, vinna gegn fjölmenningu, bæta hag aldraðra og öryrkja og hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni svo sitthvað sé tíundað. Sé stefna flokksins skoðuð í heild sinni leynir sér ekki að hann dregur dám af vaxandi þjóðernishyggju víða á Vesturlöndum sem víða hefur fylgt hatursorðræða og athafnir sem engu samfélagi getur verið sómi að. Orðræða og athafnir sem hafa í gegnum tíðina leitt af sér kvalræði og hörmungar víða um heim og ættu að vera hverju einasta samfélagi víti til varnaðar. Það er margt gott og fallegt við íslenskt samfélag og menningu. Margt sem er sjálfsagt að hlúa vel að og leggja rækt við um ókomna tíð og líka margt sem betur má fara. Um það geta stjórnmálin tekist á og það vonandi af skynsemi og með mannúð að leiðarljósi. En að einangra bæði þjóðina og menningu hennar með útilokunum, höfnun á stöðu okkar sem þjóð á meðal þjóða og öllum þeim hætti sem Íslenska þjóðfylkingin virðist ætla sér getur einungis orðið til tjóns. Engin þjóð er í eðli sínu annarri fremri, ekkert mannslíf öðru meira virði og engin menning er sjálfsprottin. Það er því á ábyrgð allra íslenskra stjórnmálaafla að sporna af öllu afli við þeim fordómum og þeirri skaðvænlegu þjóðernishyggju sem birtist kinnroðalaust í stefnu Íslenska þjóðernisflokksins. Þau íslensk stjórnmálaöfl sem þegar hafa með ýmsum hætti daðrað við hugmyndir á borð við þær sem birtast í stefnu Íslensku þjóðfylkingarnar þurfa að hafa í sér dug til þess að hafna þessum ósóma með afdráttarlausum hætti. Hafna því að eigingirni, sjálfselska og fordómar séu málsmetandi afl í íslenskum stjórnmálum svo enginn þurfi að óttast að viðlíka hugmyndir verði að vondum veruleika. Hvorki nú í haust né nokkurn tíma á meðan mennskan á sér hið minnsta athvarf á Íslandi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. júlí.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun