Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2016 09:38 Ráðavilltir og miðalausir Íslendingar við Stade de France í gær. Mynd/Íris Björk Hafsteinsdóttir Fulltrúar ríkislögreglustjóra í París, sem starfað hafa í kringum Evrópumótið í knattspyrnu, segja engan hafa verið handtekinn í tengslum við uppákomu í fönsku höfuðborginni í gær þegar líklega tugir Íslendinga fengu ekki miða, sem greitt hafði verið fyrir, á landsleik Íslands og Frakklands. Geðshræring greip um sig síðdegis í gær meðal íslenskra stuðningsmanna sem höfðu ekki fengið miðana sína í hendur og nær dró leik. Hluti þeirra fengu miðana sína, einhverjir misstu af upphafsmínútunum, aðrir sátu í öðrum sætum en þeim hafði verið úthlutað og loks var hópur fólks sem einfaldlega fékk enga miða. Þeirra á meðal fjölskyldufólk með börn sem héldu aftur á hótelið, sár og reið. Hér má sjá fólk hópast saman í bið eftir miðum í París í gær. „Það eina sem við getum staðfest er að upp kom mál þar sem einhver hluti Íslendinga fékk ekki afhenta þá miða sem búið var að borga fyrir,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Tjörvi hefur verið í París undanfarnar þrjár vikur ásamt öðrum fulltrúa íslensku lögreglunnar til aðstoðar frönskum lögregluyfirvöldum á Evrópumótinu. Til viðbótar hafa sex íslenskir lögreglumenn flakkað á milli þeirra borga þar sem Ísland hefur spilað Tjörvi segir ekki liggja fyrir hve margir sátu uppi miðalausir „Ég er ekki með nákvæma tölu á því en við höfum heyrt töluna sjötíu miða nefnda, en það getur vel verið að talan sé hærri. Við bara vitum það ekki. Málið er í skoðun hjá frönsku lögreglunni sem stendur.“ Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður.Vísir/Stefán Reiðir Íslendingar urðu vitni að því þegar athafnamaðurinn Björn Steinbekk, sem orðið hafði fjölmörgum Íslendingum út um miða fyrir leikinn gegn Englandi í Nice og ætlaði að gera það sama fyrir leikinn gegn Frakklandi, var leiddur á brott af frönskum lögreglumönnum. Veltu nærstaddir fyrir sér hvort Björn hefði verið handtekinn „Það var enginn handtekinn í gær miðað við það síðasta sem við heyrðum,“ segir Tjörvi. Íslenska lögreglan muni aðstoða kollega sína í París við rannsókn málsins. Björn segir í viðtali við RÚV í morgun að hann hafi verið svikinn af miðasölustjóra hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Hann hafnar því að miðarnir sem hann seldi hafi verið falsaðir eða fengnir eftir ólöglegum leiðum. „Við erum að fela okkar lögmanni að vinna að því að hefja endurgreiðsluferli sem fengu ekki miða. Við erum að vinna í því að senda Knattspyrnusambandi Íslands greinargerð um þetta mál. Við höfum verið svikinn af miðasölustjóra UEFA og við munum leggja fram tölvupósta um það í dag. Þar liggur þessi hundur grafinn. Þetta er ömurlegt mál og dagurinn í dag fer í að losa um það sem gerðist.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Fulltrúar ríkislögreglustjóra í París, sem starfað hafa í kringum Evrópumótið í knattspyrnu, segja engan hafa verið handtekinn í tengslum við uppákomu í fönsku höfuðborginni í gær þegar líklega tugir Íslendinga fengu ekki miða, sem greitt hafði verið fyrir, á landsleik Íslands og Frakklands. Geðshræring greip um sig síðdegis í gær meðal íslenskra stuðningsmanna sem höfðu ekki fengið miðana sína í hendur og nær dró leik. Hluti þeirra fengu miðana sína, einhverjir misstu af upphafsmínútunum, aðrir sátu í öðrum sætum en þeim hafði verið úthlutað og loks var hópur fólks sem einfaldlega fékk enga miða. Þeirra á meðal fjölskyldufólk með börn sem héldu aftur á hótelið, sár og reið. Hér má sjá fólk hópast saman í bið eftir miðum í París í gær. „Það eina sem við getum staðfest er að upp kom mál þar sem einhver hluti Íslendinga fékk ekki afhenta þá miða sem búið var að borga fyrir,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Tjörvi hefur verið í París undanfarnar þrjár vikur ásamt öðrum fulltrúa íslensku lögreglunnar til aðstoðar frönskum lögregluyfirvöldum á Evrópumótinu. Til viðbótar hafa sex íslenskir lögreglumenn flakkað á milli þeirra borga þar sem Ísland hefur spilað Tjörvi segir ekki liggja fyrir hve margir sátu uppi miðalausir „Ég er ekki með nákvæma tölu á því en við höfum heyrt töluna sjötíu miða nefnda, en það getur vel verið að talan sé hærri. Við bara vitum það ekki. Málið er í skoðun hjá frönsku lögreglunni sem stendur.“ Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður.Vísir/Stefán Reiðir Íslendingar urðu vitni að því þegar athafnamaðurinn Björn Steinbekk, sem orðið hafði fjölmörgum Íslendingum út um miða fyrir leikinn gegn Englandi í Nice og ætlaði að gera það sama fyrir leikinn gegn Frakklandi, var leiddur á brott af frönskum lögreglumönnum. Veltu nærstaddir fyrir sér hvort Björn hefði verið handtekinn „Það var enginn handtekinn í gær miðað við það síðasta sem við heyrðum,“ segir Tjörvi. Íslenska lögreglan muni aðstoða kollega sína í París við rannsókn málsins. Björn segir í viðtali við RÚV í morgun að hann hafi verið svikinn af miðasölustjóra hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Hann hafnar því að miðarnir sem hann seldi hafi verið falsaðir eða fengnir eftir ólöglegum leiðum. „Við erum að fela okkar lögmanni að vinna að því að hefja endurgreiðsluferli sem fengu ekki miða. Við erum að vinna í því að senda Knattspyrnusambandi Íslands greinargerð um þetta mál. Við höfum verið svikinn af miðasölustjóra UEFA og við munum leggja fram tölvupósta um það í dag. Þar liggur þessi hundur grafinn. Þetta er ömurlegt mál og dagurinn í dag fer í að losa um það sem gerðist.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17
Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31
Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00