Á hæsta tindi hamingjunnar Þórlindur Kjartansson skrifar 1. júlí 2016 07:00 Íslendingar hafa verið eins og í fjallgöngu á undanförnum vikum. Um leið og við höfum talið að við stæðum á hæsta tindi hamingjunnar—þá blasir við annar ennþá hærri. Á morgun er stærsti íþróttaviðburður í sögu Íslands. Leikurinn gegn Frakklandi veltir af stalli leiknum gegn Englandi, sem fékk að vera stærsti leikur sögunnar í tæpa viku. Hvernig ætli leiknum gegn Portúgal líði? Hann var líka einu sinni stærsta stund íslenskrar íþróttasögu. Nú er hann bara fjarlæg minning um hversu bláeyg við vorum þegar við héldum að það væri skemmtilegast í heimi að komast á stórmót—áður en við komumst að því hvað það er gaman að sigra á stórmóti. Ekkert toppar þá síendurteknu og samhæfðu tilfinningalegu fullnægingu sem íslenska þjóðin hefur upplifað á síðustu vikum. Fótboltinn er sannarlega kraftaverk.Fúnir forkólfar En það er fiskur undir steini. Eins og alkunna er þá er stjórnarfarið í kringum alþjóðlega knattspyrnu fremur bágborið. Þeir háu herrar sem hæst hafa klifið valdastigana í alþjóðlegu íþróttahreyfingunni hafa undantekningarlítið reynst vera gjörspilltir óþokkar. Þetta virðist eiga við í nánast öllum helstu íþróttagreinum—þótt það sé auðvitað mest áberandi í kringum FIFA, UEFA og Alþjóðlegu Ólympíunefndina. Óánægja og hneykslun yfir framferði forkólfanna í þessum fjölþjóðastofnunum hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og nú loks virðist vera farið að sjá fyrir endann á því að þeir geti hagað sér að vild án afleiðinga. Þótt fyrr hefði verið. En íþróttirnar sjálfar eru stærri en þeir einstaklingar sem hafa misnotað aðstöðu sína í æðstu stjórnlögum íþróttahreyfingarinnar. Það mun enginn leyfa Sepp Blatter að skemma gleðina yfir fótboltanum.UEFEXIT? Alþjóðlegt samstarf er vandmeðfarið og alls konar spilling hefur löngum loðað við það. Þetta á ekki bara við á sviði íþróttanna heldur hafa ljót spillingarmál einnig sett svartan blett á Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og mörg fleiri alþjóðleg samtök sem ætlað er að standa vörð um háleitar og góðar hugsjónir. Óviðfelldinn hroki og spilling æðstu embættismanna Evrópusambandsins réð líklega töluverðu um niðurstöðu hinnar svokölluðu Brexit-kosningar í síðustu viku. Margir þeirra sem studdu Brexit sögðust einmitt vera heilshugar sammála öllum þeim helstu hugsjónum sem Evrópusamstarfið stendur fyrir—svo sem markaðsfrelsi og mannréttindi—en treystu einfaldlega ekki Evrópusambandinu til þess að standa vörð um þær. En Bretar eru líka óánægðir með það sem gerist í FIFA og UEFA; algjörlega óháð óhamingjunni yfir að hafa tapað fyrir Íslandi síðasta mánudag. Ólíkt spurningunni um ESB þá er þó ekki sennilegt að Bretland muni á næstunni kljúfa sig út úr alþjóðlegu íþróttahreyfingunni.Séríslenskur fótbolti Í íþróttum er ávinningurinn af alþjóðlegu samstarfi nefnilega augljós. Hann er svo mikill að við gerum okkur grein fyrir því að það er þess virði að viðhalda því þrátt fyrir stóra galla. Knattspyrnunni sjálfri yrði ekki gerður greiði með því að í staðinn fyrir alþjóðlegt skipulag stórmóta yrðu einungis svæðisbundin mót og að hvert land hefði sínar sérstæðu og sjálfstæðu reglur um alla hluti. Það væri til dæmis ekki góð hugmynd ef KSÍ tæki upp á því að hafa allt aðrar reglur fyrir íslenska knattspyrnu heldur en gengur og gerist í heiminum—til dæmis að stækka markið um helming og hafa tvo markmenn, að afnema rangstöðuregluna eða leyfa öllum leikmönnum að nota hendur inni í eigin vítateig. Jafnvel þótt KSÍ tækist að þróa miklu skemmtilegri reglur en þær sem nú gilda um heim allan, þá myndu örugglega fleiri vilja að Ísland væri gjaldgengt á alþjóðlegum knattspyrnumótum heldur en að við værum best í heimi í íþrótt sem enginn annar stundar.Ósýnilegur ábati Samvinna Evrópuríkja um markaðsfrelsi lýtur meðal annars að því að tryggja einstaklingunum sjálfum rétt til þess að geta stundað viðskipti sín á stærra markaðssvæði án afskipta stjórnvalda. Og hún snýr líka að því að einstaklingar geti ferðast óhindrað á milli staða án þess að vera múlbundnir af fæðingarstað sínum eða dyntum stjórnmálamanna. Þetta eru mjög stórir kostir í hugum flests nútímafólks. En ólíkt fótboltanum—þar sem kostirnir eru æpandi áberandi—þá er ávinningurinn af alþjóðlegu samstarfi hljóðlátur og hægbítandi. Það er ekkert í stjórnmálum sem kallar fram viðlíka sameiginlega gleði eins og sigrar í íþróttum; nema ef vera skyldi endalok stríðsátaka—og engum dettur í hug að slík gleði sé fórnarinnar virði. Þrátt fyrir að við verðum ekki endilega áberandi vör við það frá degi til dags njóta allir Evrópubúar margvíslegs ávinnings af markaðsfrelsi og mannréttindum sem fastbundið hefur verið í alþjóðlegu samstarfi og sáttmálum. Og rétt eins og í fótboltanum þá nýtur Evrópa þessara kosta þrátt fyrir, en ekki vegna, embættismannanna sem hafa raðað sér á jötuna í Brussel.Hvernig gat þetta klúðrast? Margir þeirra sem hafa mikla trú á markaðsfrelsi og mannréttindum hafa fengið upp í kok af Evrópusambandinu og fagna útgöngu Breta. Ef við erum heppin þá mun útgangan skila sér í einbeittara samstarfi milli ríkja á þeim sviðum þar sem samstarf á rétt á sér. Ef við erum óheppin og forystumenn ESB og Bretlands verða nógu heimskir og þverir—þá gæti Brexit verið fyrsta skrefið í átt að aukinni hólfaskiptingu og einangrun milli ríkja Evrópu. Í stað þess að samfélögin færist nær því að vera eins og fótboltinn—þar sem hægt er að treysta á að tilteknar grundvallarreglur séu hafðar í heiðri—þá munu sumir vilja spila með tvo bolta í einu, aðrir með fjögur mörk á vellinum og allir heimta að völlurinn hallist þannig að boltinn renni frekar í átt að marki andstæðinganna en sínu eigin. Ef þannig fer þá munu ekki líða mörg ár þangað til fólk fer að horfa aftur til þeirra tíma sem við lifum nú og hugsa: „Hvernig fórum við að því að klúðra þessu?“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Þórlindur Kjartansson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Íslendingar hafa verið eins og í fjallgöngu á undanförnum vikum. Um leið og við höfum talið að við stæðum á hæsta tindi hamingjunnar—þá blasir við annar ennþá hærri. Á morgun er stærsti íþróttaviðburður í sögu Íslands. Leikurinn gegn Frakklandi veltir af stalli leiknum gegn Englandi, sem fékk að vera stærsti leikur sögunnar í tæpa viku. Hvernig ætli leiknum gegn Portúgal líði? Hann var líka einu sinni stærsta stund íslenskrar íþróttasögu. Nú er hann bara fjarlæg minning um hversu bláeyg við vorum þegar við héldum að það væri skemmtilegast í heimi að komast á stórmót—áður en við komumst að því hvað það er gaman að sigra á stórmóti. Ekkert toppar þá síendurteknu og samhæfðu tilfinningalegu fullnægingu sem íslenska þjóðin hefur upplifað á síðustu vikum. Fótboltinn er sannarlega kraftaverk.Fúnir forkólfar En það er fiskur undir steini. Eins og alkunna er þá er stjórnarfarið í kringum alþjóðlega knattspyrnu fremur bágborið. Þeir háu herrar sem hæst hafa klifið valdastigana í alþjóðlegu íþróttahreyfingunni hafa undantekningarlítið reynst vera gjörspilltir óþokkar. Þetta virðist eiga við í nánast öllum helstu íþróttagreinum—þótt það sé auðvitað mest áberandi í kringum FIFA, UEFA og Alþjóðlegu Ólympíunefndina. Óánægja og hneykslun yfir framferði forkólfanna í þessum fjölþjóðastofnunum hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og nú loks virðist vera farið að sjá fyrir endann á því að þeir geti hagað sér að vild án afleiðinga. Þótt fyrr hefði verið. En íþróttirnar sjálfar eru stærri en þeir einstaklingar sem hafa misnotað aðstöðu sína í æðstu stjórnlögum íþróttahreyfingarinnar. Það mun enginn leyfa Sepp Blatter að skemma gleðina yfir fótboltanum.UEFEXIT? Alþjóðlegt samstarf er vandmeðfarið og alls konar spilling hefur löngum loðað við það. Þetta á ekki bara við á sviði íþróttanna heldur hafa ljót spillingarmál einnig sett svartan blett á Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og mörg fleiri alþjóðleg samtök sem ætlað er að standa vörð um háleitar og góðar hugsjónir. Óviðfelldinn hroki og spilling æðstu embættismanna Evrópusambandsins réð líklega töluverðu um niðurstöðu hinnar svokölluðu Brexit-kosningar í síðustu viku. Margir þeirra sem studdu Brexit sögðust einmitt vera heilshugar sammála öllum þeim helstu hugsjónum sem Evrópusamstarfið stendur fyrir—svo sem markaðsfrelsi og mannréttindi—en treystu einfaldlega ekki Evrópusambandinu til þess að standa vörð um þær. En Bretar eru líka óánægðir með það sem gerist í FIFA og UEFA; algjörlega óháð óhamingjunni yfir að hafa tapað fyrir Íslandi síðasta mánudag. Ólíkt spurningunni um ESB þá er þó ekki sennilegt að Bretland muni á næstunni kljúfa sig út úr alþjóðlegu íþróttahreyfingunni.Séríslenskur fótbolti Í íþróttum er ávinningurinn af alþjóðlegu samstarfi nefnilega augljós. Hann er svo mikill að við gerum okkur grein fyrir því að það er þess virði að viðhalda því þrátt fyrir stóra galla. Knattspyrnunni sjálfri yrði ekki gerður greiði með því að í staðinn fyrir alþjóðlegt skipulag stórmóta yrðu einungis svæðisbundin mót og að hvert land hefði sínar sérstæðu og sjálfstæðu reglur um alla hluti. Það væri til dæmis ekki góð hugmynd ef KSÍ tæki upp á því að hafa allt aðrar reglur fyrir íslenska knattspyrnu heldur en gengur og gerist í heiminum—til dæmis að stækka markið um helming og hafa tvo markmenn, að afnema rangstöðuregluna eða leyfa öllum leikmönnum að nota hendur inni í eigin vítateig. Jafnvel þótt KSÍ tækist að þróa miklu skemmtilegri reglur en þær sem nú gilda um heim allan, þá myndu örugglega fleiri vilja að Ísland væri gjaldgengt á alþjóðlegum knattspyrnumótum heldur en að við værum best í heimi í íþrótt sem enginn annar stundar.Ósýnilegur ábati Samvinna Evrópuríkja um markaðsfrelsi lýtur meðal annars að því að tryggja einstaklingunum sjálfum rétt til þess að geta stundað viðskipti sín á stærra markaðssvæði án afskipta stjórnvalda. Og hún snýr líka að því að einstaklingar geti ferðast óhindrað á milli staða án þess að vera múlbundnir af fæðingarstað sínum eða dyntum stjórnmálamanna. Þetta eru mjög stórir kostir í hugum flests nútímafólks. En ólíkt fótboltanum—þar sem kostirnir eru æpandi áberandi—þá er ávinningurinn af alþjóðlegu samstarfi hljóðlátur og hægbítandi. Það er ekkert í stjórnmálum sem kallar fram viðlíka sameiginlega gleði eins og sigrar í íþróttum; nema ef vera skyldi endalok stríðsátaka—og engum dettur í hug að slík gleði sé fórnarinnar virði. Þrátt fyrir að við verðum ekki endilega áberandi vör við það frá degi til dags njóta allir Evrópubúar margvíslegs ávinnings af markaðsfrelsi og mannréttindum sem fastbundið hefur verið í alþjóðlegu samstarfi og sáttmálum. Og rétt eins og í fótboltanum þá nýtur Evrópa þessara kosta þrátt fyrir, en ekki vegna, embættismannanna sem hafa raðað sér á jötuna í Brussel.Hvernig gat þetta klúðrast? Margir þeirra sem hafa mikla trú á markaðsfrelsi og mannréttindum hafa fengið upp í kok af Evrópusambandinu og fagna útgöngu Breta. Ef við erum heppin þá mun útgangan skila sér í einbeittara samstarfi milli ríkja á þeim sviðum þar sem samstarf á rétt á sér. Ef við erum óheppin og forystumenn ESB og Bretlands verða nógu heimskir og þverir—þá gæti Brexit verið fyrsta skrefið í átt að aukinni hólfaskiptingu og einangrun milli ríkja Evrópu. Í stað þess að samfélögin færist nær því að vera eins og fótboltinn—þar sem hægt er að treysta á að tilteknar grundvallarreglur séu hafðar í heiðri—þá munu sumir vilja spila með tvo bolta í einu, aðrir með fjögur mörk á vellinum og allir heimta að völlurinn hallist þannig að boltinn renni frekar í átt að marki andstæðinganna en sínu eigin. Ef þannig fer þá munu ekki líða mörg ár þangað til fólk fer að horfa aftur til þeirra tíma sem við lifum nú og hugsa: „Hvernig fórum við að því að klúðra þessu?“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun