Volkswagen toppar Toyota í sölu Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2016 09:25 Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. Á meðan Volkswagen bílafjölskyldan hefur selt 1,5% fleiri bíla á fyrri helmingi ársins hefur Toyota selt 0,6% færri bíla en á sama tíma í fyrra. Það gerir Volkswagen stærsta bílaframleiðanda heims þessa fyrstu 6 mánuði ársins. Volkswagen seldi 5,12 milljón bíla frá janúar til júní, en Toyota seldi 4,99 milljón bíla. Það sem skýrir út örlítið minni sölu Toyota bíla á þessu ári er ekki minnkandi eftirspurn eftir Toyota bílum, heldur hin ýmsu ytri áföll sem stöðvað hafa framleiðslu Toyota bíla, svo sem jarðskjálfta og sprengingar sem stöðvað hafa framleiðslu í eigin verksmiðjum og hjá birgjum Toyota. Toyota hefur fjögur síðustu ár verið söluhæsti bílaframleiðandi heims og rétt náði að taka framúr Volkswagen á seinni helmingi síðasta árs, en líkt og í ár var Volkswagen með forystuna er árið var hálfnað. Hvort það gerist einnig í ár er erfitt að segja til um. Volkswagen á von á því að salan fari eitthvað lítið yfir heildarsöluna í fyrra sem nam 9,93 milljón bílum. Það sem skýrir góða sölu Volkswagen eru undirmerkin Audi, Porsche og Skoda og einnig gengur ágætlega hjá hinu spænska bílamerki Seat. Þá virðist mikil sala bíla í Evrópu og Kína hjálpa sölu Volkswagen bílafjölskyldunnar meira en Toyota. Sú staðreynd vinnur upp dræma sölu Volkswagen bíla í Bandaríkjunum sökum dísilvélasvindls Volkswagen. Þriðji stærsti bílaframleiðandi heims er svo GM með 4,76 milljón bíla selda, en sala GM hefur minnkað um 1,2% frá því í fyrra. Sala Toyota Prius hefur fallið mikið í Bandaríkjunum þar sem Bandaríkjamenn kjósa nú í meira mæli stóra jeppa og pallbíla vegna lækkunar bensínverðs og það hjálpar ekki sölu Toyota. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent
Á meðan Volkswagen bílafjölskyldan hefur selt 1,5% fleiri bíla á fyrri helmingi ársins hefur Toyota selt 0,6% færri bíla en á sama tíma í fyrra. Það gerir Volkswagen stærsta bílaframleiðanda heims þessa fyrstu 6 mánuði ársins. Volkswagen seldi 5,12 milljón bíla frá janúar til júní, en Toyota seldi 4,99 milljón bíla. Það sem skýrir út örlítið minni sölu Toyota bíla á þessu ári er ekki minnkandi eftirspurn eftir Toyota bílum, heldur hin ýmsu ytri áföll sem stöðvað hafa framleiðslu Toyota bíla, svo sem jarðskjálfta og sprengingar sem stöðvað hafa framleiðslu í eigin verksmiðjum og hjá birgjum Toyota. Toyota hefur fjögur síðustu ár verið söluhæsti bílaframleiðandi heims og rétt náði að taka framúr Volkswagen á seinni helmingi síðasta árs, en líkt og í ár var Volkswagen með forystuna er árið var hálfnað. Hvort það gerist einnig í ár er erfitt að segja til um. Volkswagen á von á því að salan fari eitthvað lítið yfir heildarsöluna í fyrra sem nam 9,93 milljón bílum. Það sem skýrir góða sölu Volkswagen eru undirmerkin Audi, Porsche og Skoda og einnig gengur ágætlega hjá hinu spænska bílamerki Seat. Þá virðist mikil sala bíla í Evrópu og Kína hjálpa sölu Volkswagen bílafjölskyldunnar meira en Toyota. Sú staðreynd vinnur upp dræma sölu Volkswagen bíla í Bandaríkjunum sökum dísilvélasvindls Volkswagen. Þriðji stærsti bílaframleiðandi heims er svo GM með 4,76 milljón bíla selda, en sala GM hefur minnkað um 1,2% frá því í fyrra. Sala Toyota Prius hefur fallið mikið í Bandaríkjunum þar sem Bandaríkjamenn kjósa nú í meira mæli stóra jeppa og pallbíla vegna lækkunar bensínverðs og það hjálpar ekki sölu Toyota.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent