Íþróttafólkið á ÓL í Ríó verður að virða reglu númer 40 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 12:30 Usain Bolt verður að passa upp á sig og sína styrktaraðila á leikunum í Ríó. Vísir/Getty Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. Aðeins opinberir styrktaraðilar Ólympíuleikana í Ríó mega tengja sig við leikana á þessum tíma og þeir hafa líka einkarétt á því að nota ákveðin orð sem vísa í Ólympíuleikana eða það að ná góðum árangri þar. Styrktaraðilar íþróttafólksins sem eru ekki opinberir styrktaraðilar leikanna mega hvorki endurvarpa tístum né óska íþróttamönnum sínum góðs gengis á þessu tímabili. Þeir íþróttamenn sem brjóta þessa reglu eiga á hættu að fá refsingu og í versta falli gætu þeir missti verðlaunapeninga sína. Það er þó líklegast að þeir fái áminningu, í það minnsta fyrir fyrsta brot. Ólympíunefndir í hverju landi bera ábyrgðina á því að fylgja þessu eftir en Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur kynnt sínu íþróttafólki fyrir því sem má og má ekki á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefst í næstu viku.BBC skoðaði þessar reglur í sambandi við breska íþróttafólkið og birtir meðal annars lista yfir þau orð sem íþróttafólkið má ekki nota. Þetta eru ensku orðin: 2016, Rio/Rio de Janeiro, Gold, Silver, Bronze, Medal, Effort, Performance, Challenge, Summer, Games, Sponsors, Victory og Olympian auk orðanna Olympic, Olympics, Olympic Games, Olympiad, Olympiads og mottó Ólympíuleikanna "Citius - Altius - Fortius" eða hærra, hraðari, sterkari. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Íslenskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum í Ríó mega ekki, alveg eins og kollegar þeirra hjá öðrum þjóðum, auglýsa styrktaraðila sína frá 27. júlí til 24. ágúst séu viðkomandi styrktaraðilar ekki hluti af opinberum styrktaraðilum leikanna. Aðeins opinberir styrktaraðilar Ólympíuleikana í Ríó mega tengja sig við leikana á þessum tíma og þeir hafa líka einkarétt á því að nota ákveðin orð sem vísa í Ólympíuleikana eða það að ná góðum árangri þar. Styrktaraðilar íþróttafólksins sem eru ekki opinberir styrktaraðilar leikanna mega hvorki endurvarpa tístum né óska íþróttamönnum sínum góðs gengis á þessu tímabili. Þeir íþróttamenn sem brjóta þessa reglu eiga á hættu að fá refsingu og í versta falli gætu þeir missti verðlaunapeninga sína. Það er þó líklegast að þeir fái áminningu, í það minnsta fyrir fyrsta brot. Ólympíunefndir í hverju landi bera ábyrgðina á því að fylgja þessu eftir en Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur kynnt sínu íþróttafólki fyrir því sem má og má ekki á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefst í næstu viku.BBC skoðaði þessar reglur í sambandi við breska íþróttafólkið og birtir meðal annars lista yfir þau orð sem íþróttafólkið má ekki nota. Þetta eru ensku orðin: 2016, Rio/Rio de Janeiro, Gold, Silver, Bronze, Medal, Effort, Performance, Challenge, Summer, Games, Sponsors, Victory og Olympian auk orðanna Olympic, Olympics, Olympic Games, Olympiad, Olympiads og mottó Ólympíuleikanna "Citius - Altius - Fortius" eða hærra, hraðari, sterkari.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira