Einelti eða einsýni? Árni Páll Árnason skrifar 28. júlí 2016 06:00 Ögmundur Jónasson kom Mjólkursamsölunni til varnar í blaðinu í vikunni og ásakaði Samkeppniseftirlitið og gagnrýnendur um einelti í garð MS. Allt það sem Ögmundur telur MS til tekna er óumdeilt. Bændur eiga þetta samlag í félagslegri eigu og ekkert athugavert við það. Samþjöppun í afurðakerfinu hefur vissulega dregið úr kostnaði, þótt samkeppni milli afurðastöðva hefði mögulega líka getað gert það. Um það verður því miður aldrei fullyrt. Þegar mjólkurbúinu í Borgarnesi var lokað lá fyrir tilboð einkaaðila á drykkjarvörumarkaði um kaup á búinu. Eigum við að velta fyrir okkur hvað samkeppni á vinnslustigi hefði getað þýtt í hækkuðu afurðaverði til bænda? Til að koma samþjöppuninni á var MS veitt undanþága frá samkeppnislögum, sem átti að vera tímabundin. Í skjóli þessarar undanþágu – sem nú á að gera varanlega – hefur MS hins vegar forðast að laga hið sameinaða fyrirtæki að eðlilegum starfsháttum á markaði og misnotað undanþáguna til að beita mismunun í verðlagningu til skyldra og óskyldra aðila. Það er ekki í samræmi við hagsmuni bænda að draga úr nýsköpun og vöruþróun í mjólkuriðnaði með því að drepa skipulega alla samkeppni af MS. Það kann hins vegar að vera stjórnendum MS í hag. Einsýni þeirra í markaðshegðun er vandamálið. Afstaða VG í afurðamálum bænda er mér viðvarandi undrunarefni, þar sem flokkurinn tekur ávallt sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni. Ögmundur má passa sig að verða ekki óviljandi varðhundur fyrir óforskammaða fákeppnishunda í réttmætri löngun til að koma bændum til varnar. Misnotkun markaðsráðandi stöðu er aldrei nauðsynleg afleiðing félagslegs rekstrar. Hún er ofbeldi og á ávallt að fordæma sem slíka. Að gefa slíkri markaðshegðun gæðastimpil sem „úrræði samvinnu- og jafnaðarsamfélagsins“ er fullkomlega út í hött. Við í Samfylkingunni höfum alltaf verið andsnúin því að eitthvað annað gildi um mjólkuriðnaðinn en almennar samkeppnisreglur. Sprotarnir sem hafa náð að verða til við hlið MS hafa sýnt frumkvæði í vöruþróun, en verið svo kæfðir. Eftir stendur mjólkuriðnaður þar sem vöruframboð er fáránlega einhæft og vöruþróun lítil. Vegna skorts á samkeppni er MS gríðarlega aftarlega á merinni þegar kemur að t.d. sykurinnihaldi í afurðum og vann – allavega til skamms tíma – skyr ekki einu sinni úr þeim skyrgerlum sem hefðbundin framleiðsluaðferð kveður á um. „Ég á þetta, ég má þetta“ gætu verið einkunnarorð stjórnenda MS. Það þarf ekki að nota bestu fáanlegu náttúruleg bragðefni, ekki draga úr sykurmagni og ekki nota skyrgerla til að búa til skyr. Það er enda hægt að henda öllu í okkur – við eigum ekkert val. Bændur hefðu af því mikinn hag að samkeppnisaðilar fengju að þrífast við hlið MS og bjóða fjölbreyttari vörur. Þá myndi mjólkurneysla væntanlega aukast og bændur njóta vel. Þetta kerfi hefur gengið sér til húðar og það munu líka gera þeir stjórnmálaflokkar sem ætla að standa um það vörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson kom Mjólkursamsölunni til varnar í blaðinu í vikunni og ásakaði Samkeppniseftirlitið og gagnrýnendur um einelti í garð MS. Allt það sem Ögmundur telur MS til tekna er óumdeilt. Bændur eiga þetta samlag í félagslegri eigu og ekkert athugavert við það. Samþjöppun í afurðakerfinu hefur vissulega dregið úr kostnaði, þótt samkeppni milli afurðastöðva hefði mögulega líka getað gert það. Um það verður því miður aldrei fullyrt. Þegar mjólkurbúinu í Borgarnesi var lokað lá fyrir tilboð einkaaðila á drykkjarvörumarkaði um kaup á búinu. Eigum við að velta fyrir okkur hvað samkeppni á vinnslustigi hefði getað þýtt í hækkuðu afurðaverði til bænda? Til að koma samþjöppuninni á var MS veitt undanþága frá samkeppnislögum, sem átti að vera tímabundin. Í skjóli þessarar undanþágu – sem nú á að gera varanlega – hefur MS hins vegar forðast að laga hið sameinaða fyrirtæki að eðlilegum starfsháttum á markaði og misnotað undanþáguna til að beita mismunun í verðlagningu til skyldra og óskyldra aðila. Það er ekki í samræmi við hagsmuni bænda að draga úr nýsköpun og vöruþróun í mjólkuriðnaði með því að drepa skipulega alla samkeppni af MS. Það kann hins vegar að vera stjórnendum MS í hag. Einsýni þeirra í markaðshegðun er vandamálið. Afstaða VG í afurðamálum bænda er mér viðvarandi undrunarefni, þar sem flokkurinn tekur ávallt sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni. Ögmundur má passa sig að verða ekki óviljandi varðhundur fyrir óforskammaða fákeppnishunda í réttmætri löngun til að koma bændum til varnar. Misnotkun markaðsráðandi stöðu er aldrei nauðsynleg afleiðing félagslegs rekstrar. Hún er ofbeldi og á ávallt að fordæma sem slíka. Að gefa slíkri markaðshegðun gæðastimpil sem „úrræði samvinnu- og jafnaðarsamfélagsins“ er fullkomlega út í hött. Við í Samfylkingunni höfum alltaf verið andsnúin því að eitthvað annað gildi um mjólkuriðnaðinn en almennar samkeppnisreglur. Sprotarnir sem hafa náð að verða til við hlið MS hafa sýnt frumkvæði í vöruþróun, en verið svo kæfðir. Eftir stendur mjólkuriðnaður þar sem vöruframboð er fáránlega einhæft og vöruþróun lítil. Vegna skorts á samkeppni er MS gríðarlega aftarlega á merinni þegar kemur að t.d. sykurinnihaldi í afurðum og vann – allavega til skamms tíma – skyr ekki einu sinni úr þeim skyrgerlum sem hefðbundin framleiðsluaðferð kveður á um. „Ég á þetta, ég má þetta“ gætu verið einkunnarorð stjórnenda MS. Það þarf ekki að nota bestu fáanlegu náttúruleg bragðefni, ekki draga úr sykurmagni og ekki nota skyrgerla til að búa til skyr. Það er enda hægt að henda öllu í okkur – við eigum ekkert val. Bændur hefðu af því mikinn hag að samkeppnisaðilar fengju að þrífast við hlið MS og bjóða fjölbreyttari vörur. Þá myndi mjólkurneysla væntanlega aukast og bændur njóta vel. Þetta kerfi hefur gengið sér til húðar og það munu líka gera þeir stjórnmálaflokkar sem ætla að standa um það vörð.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun