Sækist eftir 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Birta Svavarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 15:05 Guðjón Brjánsson, forstjóri HVE og íbúi á Akranesi, mun sækjast eftir 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðjóni. Guðjón er fæddur á Akureyri 1955 og lauk þar stúdentsprófi. Þá stundaði hann nám í félagsráðgjöf í Noregi, stjórnunarnám í Bandaríkjunum og lauk svo meistaragráðu í lýðheilsufræðum frá Heilsuháskólanum í Gautaborg 2014. Guðjón hefur starfað í félags- og heilbrigðisþjónustu frá árinu 1979 sem forstöðumaður í öldrunarþjónustu, félagsmálastjóri á Ísafirði og forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Ísafjarðarbæ og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sem er núverandi starf hans. Þá hefur hann verið virkur þátttakandi í félagsstarfi sem tengist heilbrigðis- og velferðarmálum, meðal annars þeim sem tengjast stjórnmálastarfi. Guðjón sat í stjórn Alþýðuflokksfélagsins á Ísafirði á sinni tíð og skipaði 4. sæti á lista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi til Alþingiskosninga árið 1995. Um þessar mundir er hann formaður félags forstöðumanna sjúkrahúsa á Íslandi, varaformaður Alzheimersamtakanna, og situr í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Norræna félagsins á Akranesi. Í tilkynningu sinni segir Guðjón að „við blasi ákall um grundvallarbreytingar í samfélaginu og skiptingu gæða, hvort sem litið er til atvinnuhátta, heilbrigðismála, málefna ungs fólks og menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, fjölmargra annarra samfélagsverkefna og ekki síst málefna landsbyggðar sem er mitt stóra hugðarefni.“ Að lokum segist hann munu leggja sitt af mörkum „til að breyta orðræðunni, efla samtalið, vekja áhuga ungs fólks á samfélagsmálum og laða það til aukinnar þátttöku í umræðu um stjórnun landsins með fordómalausum, jákvæðum og glaðværum hætti. Ég mun leggja áherslu á að venjulegt fólk, jafnaðarmenn hvar sem þeir standa í samfélagsstiganum geti fundið sér ákjósanlegan farveg undir okkar merkjum.“ Prófkjörið fer fram 8. – 10. september næstkomandi. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Guðjón Brjánsson, forstjóri HVE og íbúi á Akranesi, mun sækjast eftir 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðjóni. Guðjón er fæddur á Akureyri 1955 og lauk þar stúdentsprófi. Þá stundaði hann nám í félagsráðgjöf í Noregi, stjórnunarnám í Bandaríkjunum og lauk svo meistaragráðu í lýðheilsufræðum frá Heilsuháskólanum í Gautaborg 2014. Guðjón hefur starfað í félags- og heilbrigðisþjónustu frá árinu 1979 sem forstöðumaður í öldrunarþjónustu, félagsmálastjóri á Ísafirði og forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Ísafjarðarbæ og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sem er núverandi starf hans. Þá hefur hann verið virkur þátttakandi í félagsstarfi sem tengist heilbrigðis- og velferðarmálum, meðal annars þeim sem tengjast stjórnmálastarfi. Guðjón sat í stjórn Alþýðuflokksfélagsins á Ísafirði á sinni tíð og skipaði 4. sæti á lista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi til Alþingiskosninga árið 1995. Um þessar mundir er hann formaður félags forstöðumanna sjúkrahúsa á Íslandi, varaformaður Alzheimersamtakanna, og situr í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Norræna félagsins á Akranesi. Í tilkynningu sinni segir Guðjón að „við blasi ákall um grundvallarbreytingar í samfélaginu og skiptingu gæða, hvort sem litið er til atvinnuhátta, heilbrigðismála, málefna ungs fólks og menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, fjölmargra annarra samfélagsverkefna og ekki síst málefna landsbyggðar sem er mitt stóra hugðarefni.“ Að lokum segist hann munu leggja sitt af mörkum „til að breyta orðræðunni, efla samtalið, vekja áhuga ungs fólks á samfélagsmálum og laða það til aukinnar þátttöku í umræðu um stjórnun landsins með fordómalausum, jákvæðum og glaðværum hætti. Ég mun leggja áherslu á að venjulegt fólk, jafnaðarmenn hvar sem þeir standa í samfélagsstiganum geti fundið sér ákjósanlegan farveg undir okkar merkjum.“ Prófkjörið fer fram 8. – 10. september næstkomandi.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira