Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2016 11:29 Massimo Bottura er til hægri. Vísir/Getty Hópur alþjóðlegra kokka hefur tekið sig saman og sett saman veitingastað í grennd við ólympíuþorpið í Ríó þar sem þeir nota mat sem ætlaður er íþróttaköppunum á Ólympíleikunum en verður afgangs eða myndi ella fara til spillis. Markmið kokkanna er að fæða þá sem minna mega sín og líða skort í einni stærstu borg Brasilíu. Ítalski kokkurinn Massimo Bottura fer fyrir hópnum en hann rekur m.a. veitingastaðinn Osteria Francescana í Modena á Ítalíu sem nýverið var valinn heimsins besti veitingastaður. Hann segir að markmið kokkanna sé að framreiða fimm þúsund veislumáltíðir á dag úr matvælum sem færu annars í ruslið eða er ekki hægt að nýta til þess að fæða hina átján þúsund þáttakendur á Ólympíuleikunum.Fjallað er ítarlega um veitingastaðinn á vef Independent og þar kemur fram að kokkarnir taki meðal annars á móti afmynduðum ávöxtum og kartöflum sem annars eru í góðu lagi en eru ekki talin hæfa bestu íþróttamönnum heims. Segir í greininni að Bottura hafi lent í vandræðum strax fyrsta daginn því að í fyrstu sendingunni af matarafgöngum frá ólympíuþorpinu hafi leynst svo mikið af matvælum að ekki var pláss fyrir allt saman á veitingastaðnum.Veitingastaðurinn er í miðbæ Rio de Janiero og segir Bottura að markmiðið sé ekki bara að fæða þá sem þurfi á því að halda heldur einnig að veita þeim mannlega reisn á nýjan leik „Við viljum að fólk labbi hér inn og segi „Vá, er þetta fyrir okkur“. Við viljum að þeir geti upplifað hvernig matur getur verið og við erum búin að upplifa það hér á hverjum degi,“ sagði Bottura í samtali við blaðamann Independent. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er matreiðslan glæsileg og útkoman girnileg en Bottura og félagi hans, brasilíski kokkurinn David Hertz, gagnrýna skipulagsnefnd Ólympíuleikana og Alþjóðaólympíunefndina fyrir að hafa ekki viljað taka þátt í verkefninu. „Það hafði enginn áhuga á þessu, það var ekkert,“ segir Hertz en það var ekki fyrr en rætt var sérstaklega við fyrirtækið sem sér um matreiðsluna í ólympíuþorpinu að hjólin fóru að snúast. Vonast þeir félagar til þess að framtakið verði til þess að vekja athygli á óþarfa matareyðslu. Markmiðið er að veitingastaðurinn geti svo staðið á eigin fótum eftir að Ólympíuleikunum lýkur. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ólympíuþorpið á gröfum þræla Afkomendur þræla ásaka byggingaverktaka um að hafa eyðilagt fornleifar með því að byggja húsnæði fyrir blaðamenn ofan á fjöldagröf afrískra þræla. 6. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Hópur alþjóðlegra kokka hefur tekið sig saman og sett saman veitingastað í grennd við ólympíuþorpið í Ríó þar sem þeir nota mat sem ætlaður er íþróttaköppunum á Ólympíleikunum en verður afgangs eða myndi ella fara til spillis. Markmið kokkanna er að fæða þá sem minna mega sín og líða skort í einni stærstu borg Brasilíu. Ítalski kokkurinn Massimo Bottura fer fyrir hópnum en hann rekur m.a. veitingastaðinn Osteria Francescana í Modena á Ítalíu sem nýverið var valinn heimsins besti veitingastaður. Hann segir að markmið kokkanna sé að framreiða fimm þúsund veislumáltíðir á dag úr matvælum sem færu annars í ruslið eða er ekki hægt að nýta til þess að fæða hina átján þúsund þáttakendur á Ólympíuleikunum.Fjallað er ítarlega um veitingastaðinn á vef Independent og þar kemur fram að kokkarnir taki meðal annars á móti afmynduðum ávöxtum og kartöflum sem annars eru í góðu lagi en eru ekki talin hæfa bestu íþróttamönnum heims. Segir í greininni að Bottura hafi lent í vandræðum strax fyrsta daginn því að í fyrstu sendingunni af matarafgöngum frá ólympíuþorpinu hafi leynst svo mikið af matvælum að ekki var pláss fyrir allt saman á veitingastaðnum.Veitingastaðurinn er í miðbæ Rio de Janiero og segir Bottura að markmiðið sé ekki bara að fæða þá sem þurfi á því að halda heldur einnig að veita þeim mannlega reisn á nýjan leik „Við viljum að fólk labbi hér inn og segi „Vá, er þetta fyrir okkur“. Við viljum að þeir geti upplifað hvernig matur getur verið og við erum búin að upplifa það hér á hverjum degi,“ sagði Bottura í samtali við blaðamann Independent. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er matreiðslan glæsileg og útkoman girnileg en Bottura og félagi hans, brasilíski kokkurinn David Hertz, gagnrýna skipulagsnefnd Ólympíuleikana og Alþjóðaólympíunefndina fyrir að hafa ekki viljað taka þátt í verkefninu. „Það hafði enginn áhuga á þessu, það var ekkert,“ segir Hertz en það var ekki fyrr en rætt var sérstaklega við fyrirtækið sem sér um matreiðsluna í ólympíuþorpinu að hjólin fóru að snúast. Vonast þeir félagar til þess að framtakið verði til þess að vekja athygli á óþarfa matareyðslu. Markmiðið er að veitingastaðurinn geti svo staðið á eigin fótum eftir að Ólympíuleikunum lýkur.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ólympíuþorpið á gröfum þræla Afkomendur þræla ásaka byggingaverktaka um að hafa eyðilagt fornleifar með því að byggja húsnæði fyrir blaðamenn ofan á fjöldagröf afrískra þræla. 6. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Ólympíuþorpið á gröfum þræla Afkomendur þræla ásaka byggingaverktaka um að hafa eyðilagt fornleifar með því að byggja húsnæði fyrir blaðamenn ofan á fjöldagröf afrískra þræla. 6. ágúst 2016 07:00