Hringrök um kvótauppboð Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og formanns atvinnuveganefndar Alþingis við fréttum af uppboði Færeyinga á aflaheimildum eru með þeim hætti þau hafa vakið hörð viðbrögð hagfræðinga og kallað fram (réttilega að mínu mati) ásakanir um hráa hagsmunagæslu fyrir stórútgerðina. Báðir telja fráleitt að Íslendingar fari sömu leið og frændur okkar Færeyingar við úthlutun aflaheimilda. Gefa þeir í skyn að uppboðstilraunin sé misheppnuð. Umræddar aflaheimildir hafi hafnað hjá sterkum stórútgerðum og erlendum aðilum, svo dæmi sé tekið, hætta sé á því að þetta komi sér „illa fyrir landsbyggðina“. Nú bregður nýrra við í röksemdafærslunni. Það sem þessir tveir og aðrir talsmenn útgerðarinnar hafa áður talið kvótakerfinu til ágætis og kallað hagræðingu og samlegð er nú dregið fram sem ámælisverð afleiðing uppboðsleiðar. Nú verja þeir veiðigjaldið sem þeir börðust hart á móti meðan verið var að koma því á (og þeir fengu lækkað að miklum mun því ekki mátti „íþyngja“ útgerðarveldinu). Hingað til hafa þeir látið sér í léttu rúmi liggja afleiðingar kvótakerfisins fyrir byggðir landsins, og talað um „eðlilega þróun“ í því sambandi. Allt er þetta athyglisverður umsnúningur. Samfylkingin hefur allt frá stofnun haft uppboð aflaheimilda á sinni stefnuskrá. Á síðasta landsfundi var samþykkt tillaga um að taka frá að minnsta kosti 20 þúsund þorskígildistonn af fiskveiðiheimildum og bjóða út á markaði, sem fyrsta skref í að koma á markaði með veiðikvóta í öllum kvótasettum fiskitegundum.Tillagan bindur ekki hendur þingmanna flokksins til að beita sér fyrir enn viðameiri aðgerðum til að þjóðin fái réttlátan arð af fiskveiðiauðlind sinni eins og þar segir, en með þessu móti mætti tryggja að útgerðir án kvóta geti þrifist og þannig um leið bætt möguleika til atvinnu í sjávarbyggðum sem misst hafa frá sér kvóta. Fyrirkomulagið myndi auka verulega tekjur þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni, nýliðun í sjávarútvegi yrði auðveldari vegna tryggs framboðs veiðiheimilda til leigu. Íslendingar þekkja afleiðingar kvótakerfisins og það óréttlæti sem af því hefur hlotist. Það er löngu tímabært að stíga einhver markverð skref til þess að brjóta upp hlekki þessa kerfis og þróa þess í stað eðlilegar leikreglur sem taka mið af samfélagslegum þáttum, atvinnufrelsi og þróun byggðar í landinu. Uppboð tiltekins hluta aflaheimilda gæti einmitt verið fyrsta skrefið í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð atvinnuvegaráðherra og formanns atvinnuveganefndar Alþingis við fréttum af uppboði Færeyinga á aflaheimildum eru með þeim hætti þau hafa vakið hörð viðbrögð hagfræðinga og kallað fram (réttilega að mínu mati) ásakanir um hráa hagsmunagæslu fyrir stórútgerðina. Báðir telja fráleitt að Íslendingar fari sömu leið og frændur okkar Færeyingar við úthlutun aflaheimilda. Gefa þeir í skyn að uppboðstilraunin sé misheppnuð. Umræddar aflaheimildir hafi hafnað hjá sterkum stórútgerðum og erlendum aðilum, svo dæmi sé tekið, hætta sé á því að þetta komi sér „illa fyrir landsbyggðina“. Nú bregður nýrra við í röksemdafærslunni. Það sem þessir tveir og aðrir talsmenn útgerðarinnar hafa áður talið kvótakerfinu til ágætis og kallað hagræðingu og samlegð er nú dregið fram sem ámælisverð afleiðing uppboðsleiðar. Nú verja þeir veiðigjaldið sem þeir börðust hart á móti meðan verið var að koma því á (og þeir fengu lækkað að miklum mun því ekki mátti „íþyngja“ útgerðarveldinu). Hingað til hafa þeir látið sér í léttu rúmi liggja afleiðingar kvótakerfisins fyrir byggðir landsins, og talað um „eðlilega þróun“ í því sambandi. Allt er þetta athyglisverður umsnúningur. Samfylkingin hefur allt frá stofnun haft uppboð aflaheimilda á sinni stefnuskrá. Á síðasta landsfundi var samþykkt tillaga um að taka frá að minnsta kosti 20 þúsund þorskígildistonn af fiskveiðiheimildum og bjóða út á markaði, sem fyrsta skref í að koma á markaði með veiðikvóta í öllum kvótasettum fiskitegundum.Tillagan bindur ekki hendur þingmanna flokksins til að beita sér fyrir enn viðameiri aðgerðum til að þjóðin fái réttlátan arð af fiskveiðiauðlind sinni eins og þar segir, en með þessu móti mætti tryggja að útgerðir án kvóta geti þrifist og þannig um leið bætt möguleika til atvinnu í sjávarbyggðum sem misst hafa frá sér kvóta. Fyrirkomulagið myndi auka verulega tekjur þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni, nýliðun í sjávarútvegi yrði auðveldari vegna tryggs framboðs veiðiheimilda til leigu. Íslendingar þekkja afleiðingar kvótakerfisins og það óréttlæti sem af því hefur hlotist. Það er löngu tímabært að stíga einhver markverð skref til þess að brjóta upp hlekki þessa kerfis og þróa þess í stað eðlilegar leikreglur sem taka mið af samfélagslegum þáttum, atvinnufrelsi og þróun byggðar í landinu. Uppboð tiltekins hluta aflaheimilda gæti einmitt verið fyrsta skrefið í þá átt.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun