Næsti BMW i8 verður 750 hestöfl og með 480 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2016 15:59 BMW i8 af núverandi kynslóð. Næsta kynslóð tvinntengilbílsins BMW i8 verður ekki tvinntengibíll, heldur hreinræktaður rafmagnsbíll. Þar fer sko enginn aumingi því hann á að verða 750 hestöfl og komast 480 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn fær þrjá rafmagnsmótora sem hver skilar 268 hestöflum, sem reyndar ætti samtals að skila 804 hestöflum, en bíllinn verður þannig úr garði gerður að hann mun skila 750 hestöflum til allra hjóla bílsins. Þessi uppfærsla bílsins er býsna dramatísk þar sem núverandi gerð hans er 357 hestöfl og koma þau frá bæði lítill brunavél og rafmótorum. Áður en að þessari nýju kynslóð BMW i8 kemur mun BMW koma fram með andlitslyftingu á núverandi fyrstu kynslóð og verður sá bíll 420 hestöfl. Kemur sá bíll í sölu á næsta ári. Nýja kynslóð BMW i8 verður með stýringu á öllum fjórum hjólunum og fjöðrunin verður skynvædd og stillir sig eftir undirlaginu. Ekki er það svo að núverandi BMW i8 sé ekki tæknivæddur bíll, heldur flokkast hann sem stefnumarkandi framtíðarbíll, en sá nýji mun ganga skrefinu lengra ef ekki tvö skref og í ofanálag meira en tvöfalda hestaflafjöldann. Næsta kynslóð BMW i8 mun koma á markað árið 2022, svo nokkur bið er samt eftir gripnum. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent
Næsta kynslóð tvinntengilbílsins BMW i8 verður ekki tvinntengibíll, heldur hreinræktaður rafmagnsbíll. Þar fer sko enginn aumingi því hann á að verða 750 hestöfl og komast 480 kílómetra á fullri hleðslu. Bíllinn fær þrjá rafmagnsmótora sem hver skilar 268 hestöflum, sem reyndar ætti samtals að skila 804 hestöflum, en bíllinn verður þannig úr garði gerður að hann mun skila 750 hestöflum til allra hjóla bílsins. Þessi uppfærsla bílsins er býsna dramatísk þar sem núverandi gerð hans er 357 hestöfl og koma þau frá bæði lítill brunavél og rafmótorum. Áður en að þessari nýju kynslóð BMW i8 kemur mun BMW koma fram með andlitslyftingu á núverandi fyrstu kynslóð og verður sá bíll 420 hestöfl. Kemur sá bíll í sölu á næsta ári. Nýja kynslóð BMW i8 verður með stýringu á öllum fjórum hjólunum og fjöðrunin verður skynvædd og stillir sig eftir undirlaginu. Ekki er það svo að núverandi BMW i8 sé ekki tæknivæddur bíll, heldur flokkast hann sem stefnumarkandi framtíðarbíll, en sá nýji mun ganga skrefinu lengra ef ekki tvö skref og í ofanálag meira en tvöfalda hestaflafjöldann. Næsta kynslóð BMW i8 mun koma á markað árið 2022, svo nokkur bið er samt eftir gripnum.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent