Af hverju myndast umferðartafir? Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2016 09:29 Margir hafa vafalaust velt því fyrir sér af hverju umferðartafir og umferðarsúpur myndast og hér er myndskeið þar sem reynt er að skýra það út. Meginniðurstaðan er að ökumenn eru ekki nógu góðir í því að halda jöfnum hraða, aka mishratt að næsta bíl og fara svo á bremsuna og hræða með því næsta bíl með bremsuljósinu. Úr því verður skrikkjóttur akstur sem á endanum hægir mikið á umferðinni eða jafnvel stöðvar hana alveg. Ein ástæða enn er að margir aka of hægt á vinstri akrein og leyfa þeim ekki að aka framúr sem vilja fara aðeins hraðar og treysta sér til þess. Með því er nýtingin á veginum miklu minni og einstaka ökumenn skemma mikið fyrir allri umferðinni, sérstaklega ef hún er þung. Ein lausn er fólgin í því að fleiri nýttu sér almenningssamgöngur og rannsókn í Boston bendir til þess að ef aðeins 1% mynda skipta frá einkabílnum í almenningssamgöngu mynda það þýða 18% hraðari umferð einkabíla. Auðvitað myndast umferðartafir oft vegna ytri aðstæðna eins og vegagerðar, þrenginga og umferðarslysa, en við ökumenn getum gert miklu betur til að afstýra umferðartöfum, með skynsemina eina að vopni. Þetta mynskeið hér að ofan ætti að hjálpa til við það. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent
Margir hafa vafalaust velt því fyrir sér af hverju umferðartafir og umferðarsúpur myndast og hér er myndskeið þar sem reynt er að skýra það út. Meginniðurstaðan er að ökumenn eru ekki nógu góðir í því að halda jöfnum hraða, aka mishratt að næsta bíl og fara svo á bremsuna og hræða með því næsta bíl með bremsuljósinu. Úr því verður skrikkjóttur akstur sem á endanum hægir mikið á umferðinni eða jafnvel stöðvar hana alveg. Ein ástæða enn er að margir aka of hægt á vinstri akrein og leyfa þeim ekki að aka framúr sem vilja fara aðeins hraðar og treysta sér til þess. Með því er nýtingin á veginum miklu minni og einstaka ökumenn skemma mikið fyrir allri umferðinni, sérstaklega ef hún er þung. Ein lausn er fólgin í því að fleiri nýttu sér almenningssamgöngur og rannsókn í Boston bendir til þess að ef aðeins 1% mynda skipta frá einkabílnum í almenningssamgöngu mynda það þýða 18% hraðari umferð einkabíla. Auðvitað myndast umferðartafir oft vegna ytri aðstæðna eins og vegagerðar, þrenginga og umferðarslysa, en við ökumenn getum gert miklu betur til að afstýra umferðartöfum, með skynsemina eina að vopni. Þetta mynskeið hér að ofan ætti að hjálpa til við það.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent