Yfirverkfræðingur Toyota vill nafnið Supra á nýja sportbílinn Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2016 12:24 Nýi sportbíll Toyota og BMW. Toyota og BMW vinna nú sameiginlega að smíði nýs sportbíls, en hvorki í tilviki Toyota, né BMW er vitað hvað bílarnir eiga að heita. Nú hefur einn starfsmanna Toyota, reyndar yfirverkfræðingur fyrirtæksins, úttalað sig um hvað honum finnst að bíllinn eigi að heita, þ.e. Supra. Það er ef til vill ekki svo langsótt hugmynd þar sem frægasti sportbíll Toyota bar einmitt það nafn, en hann hefur ekki framleiddur lengi. Yfirverkfræðingurinn, Tetsuya Tada, elskaði Supra bílinn en elskar einnig nafnið Supra. Tada er oft nefndur sem faðir Toyota 86 bílsins og hann vill viðhalda langri og árangurríkri sportbílasögu Toyota á lofti og telur að það verði best gert með því að viðhalda nafninu Supra á nýja bílnum. Líklega verður Tada að ósk sinni ef marka má það að Toyota sótti einmitt um einkaleyfið á nafninu Supra í Evrópu fyrir stuttu. Hjá BMW verður þessi nýi sportbíll arftaki BMW Z4 bílsins og gæti því fengið nafnið Z5. Undirvagn og margt fleira verður sameiginlegt hjá Toyota og BMW en vélarnar gæti orðið ólíkar. Vel gengur að sögn beggja aðila með bílinn og er hann í prófunum um allan heim sem stendur. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent
Toyota og BMW vinna nú sameiginlega að smíði nýs sportbíls, en hvorki í tilviki Toyota, né BMW er vitað hvað bílarnir eiga að heita. Nú hefur einn starfsmanna Toyota, reyndar yfirverkfræðingur fyrirtæksins, úttalað sig um hvað honum finnst að bíllinn eigi að heita, þ.e. Supra. Það er ef til vill ekki svo langsótt hugmynd þar sem frægasti sportbíll Toyota bar einmitt það nafn, en hann hefur ekki framleiddur lengi. Yfirverkfræðingurinn, Tetsuya Tada, elskaði Supra bílinn en elskar einnig nafnið Supra. Tada er oft nefndur sem faðir Toyota 86 bílsins og hann vill viðhalda langri og árangurríkri sportbílasögu Toyota á lofti og telur að það verði best gert með því að viðhalda nafninu Supra á nýja bílnum. Líklega verður Tada að ósk sinni ef marka má það að Toyota sótti einmitt um einkaleyfið á nafninu Supra í Evrópu fyrir stuttu. Hjá BMW verður þessi nýi sportbíll arftaki BMW Z4 bílsins og gæti því fengið nafnið Z5. Undirvagn og margt fleira verður sameiginlegt hjá Toyota og BMW en vélarnar gæti orðið ólíkar. Vel gengur að sögn beggja aðila með bílinn og er hann í prófunum um allan heim sem stendur.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent