Umræðufundur um loftslagsmál Ingrid Kuhlman skrifar 29. ágúst 2016 11:39 Dagana 1.-2. september verður haldinn Fundur fólksins í Norræna húsinu. Fundur fólksins er lýðræðishátíð í anda slíkra viðburða sem hafa fest sig í sessi á hinum Norðurlöndunum undanfarin ár, s.s. Almedalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð, Folkemødet á Bornholm í Danmörku og Arendalsuka í Noregi. Fundur fólksins á Íslandi var haldinn í fyrsta skipti 11.-13. júní 2015. París 1,5, sem er baráttuhópur um að Ísland standi við loforðið frá Parísarsamkomulaginu um að gera það sem þarf til að tryggja að hitastig á jörðinni hækki ekki meira en sem nemur 1,5°, verður með umræðufund 2. september kl. 15.30. Á fundinum verður farið lauslega yfir stöðu loftslagsmála á Íslandi og hvað þurfi að gerast til að árangur náist. Í lok fundarins er ætlunin að fulltrúar stjórnmálaflokkanna segi fra því sem þeir telja brýnt að gera. Vinstri grænir, Björt framtíð, Viðreisn og Alþýðufylkingin hafa nú þegar staðfest þátttöku sína. Loftslagsmálin eru yfir allar línur stjórmálaflokkanna. Í dag er enginn flokkur með alvöru stefnu í loftslagsmálunum og svo sannarlega kominn tími á aðgerðir. Það er mikið í húfi og við sem þjóð erum eftirbátur þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Hér eru nokkrar hugmyndir að aðgerðum: Skipa ráðherra loftslagsmála í næstu ríkisstjórn. Fullgilda viðauka 6 við Marpol samkomulagið til að tryggja að þau skip sem sigla í íslenskri landssögu brenni ekki verstu tegund af olíu. Hætta allri olíuleit og stöðva allar hugmyndir um olíuvinnslu tafarlaust. Ákveða að eftir árið 2025 verði innflutningur bifreiða sem brenna jarðefnaeldsneyti bannaður og háður sérstökum undanþágum. Tryggja ívilnanir til 2025 fyrir kaupum á farartækjum sem nota vistvænt eldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Setja í forgang að hraða allri innviðauppbyggingu sem ýtir undir þróun yfir í vistvænt eldsneyti. Nota skattkerfið til hins ítrasta til að stýra hegðun neitenda, t.d. lækka skatta á allt sem er visvænt og hækka skatta á brennslu jarðefnaeldsneytis. Ráðherrar sýni gott fordæmi og aki allir á bifreiðum sem flokkast sem vistvænar. Byggja innviði fyrir frekari notkun hjóla og ýta undir það á allan mögulegan hátt og tryggja góðar almenningssamgöngur. Endurheimta votlendi innan þriggja ára i samstarfi við bændur. Draga úr allri sóun og fylgja fordæmi Frakka sem banna stórmörkuðum að henda vörum. Rýna í fjárlögin með „loftslagsgleraugum“ í anda „kynjaðra fjárlaga“ til að tryggja að hámarksárangur náist í loftslagsmálum. Efla ræktun á innlendum vörum og ýta undir kaup á vörum úr nærumhverfi. Veita grænmetisbændum allan þann stuðning sem þarf til að sinna innanlandsmarkaði. Draga úr framleiðslu og neyslu á kjöti. Stórefla rannsóknir á áhrifum súrnunar í hafinu við strendur landsins og undirbúa áætlun til að takast á við fyrirsjáanlegar breytingar á lífríki hafsins sem hafa áhrif á fiskistofna. Hætta að nota verga landsframleiðslu og hagvöxt sem mælikvarða til að mæla hagsæld og skoða aðra mælikvarða í anda þess sem gert er í Bútan. Ýta úr vör öllum þeim ágætu tillögum sem Alþingi samþykkti einróma árið 2012 um Eflingu græna hagkerfisins. Loftslagsmálin snerta nær alla fleti okkar samfélags. Ég vona að áhugasamir láti sig þessi mál varða og mæti á umræðufund Parísar 1,5 þann 2. september n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Dagana 1.-2. september verður haldinn Fundur fólksins í Norræna húsinu. Fundur fólksins er lýðræðishátíð í anda slíkra viðburða sem hafa fest sig í sessi á hinum Norðurlöndunum undanfarin ár, s.s. Almedalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð, Folkemødet á Bornholm í Danmörku og Arendalsuka í Noregi. Fundur fólksins á Íslandi var haldinn í fyrsta skipti 11.-13. júní 2015. París 1,5, sem er baráttuhópur um að Ísland standi við loforðið frá Parísarsamkomulaginu um að gera það sem þarf til að tryggja að hitastig á jörðinni hækki ekki meira en sem nemur 1,5°, verður með umræðufund 2. september kl. 15.30. Á fundinum verður farið lauslega yfir stöðu loftslagsmála á Íslandi og hvað þurfi að gerast til að árangur náist. Í lok fundarins er ætlunin að fulltrúar stjórnmálaflokkanna segi fra því sem þeir telja brýnt að gera. Vinstri grænir, Björt framtíð, Viðreisn og Alþýðufylkingin hafa nú þegar staðfest þátttöku sína. Loftslagsmálin eru yfir allar línur stjórmálaflokkanna. Í dag er enginn flokkur með alvöru stefnu í loftslagsmálunum og svo sannarlega kominn tími á aðgerðir. Það er mikið í húfi og við sem þjóð erum eftirbátur þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Hér eru nokkrar hugmyndir að aðgerðum: Skipa ráðherra loftslagsmála í næstu ríkisstjórn. Fullgilda viðauka 6 við Marpol samkomulagið til að tryggja að þau skip sem sigla í íslenskri landssögu brenni ekki verstu tegund af olíu. Hætta allri olíuleit og stöðva allar hugmyndir um olíuvinnslu tafarlaust. Ákveða að eftir árið 2025 verði innflutningur bifreiða sem brenna jarðefnaeldsneyti bannaður og háður sérstökum undanþágum. Tryggja ívilnanir til 2025 fyrir kaupum á farartækjum sem nota vistvænt eldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Setja í forgang að hraða allri innviðauppbyggingu sem ýtir undir þróun yfir í vistvænt eldsneyti. Nota skattkerfið til hins ítrasta til að stýra hegðun neitenda, t.d. lækka skatta á allt sem er visvænt og hækka skatta á brennslu jarðefnaeldsneytis. Ráðherrar sýni gott fordæmi og aki allir á bifreiðum sem flokkast sem vistvænar. Byggja innviði fyrir frekari notkun hjóla og ýta undir það á allan mögulegan hátt og tryggja góðar almenningssamgöngur. Endurheimta votlendi innan þriggja ára i samstarfi við bændur. Draga úr allri sóun og fylgja fordæmi Frakka sem banna stórmörkuðum að henda vörum. Rýna í fjárlögin með „loftslagsgleraugum“ í anda „kynjaðra fjárlaga“ til að tryggja að hámarksárangur náist í loftslagsmálum. Efla ræktun á innlendum vörum og ýta undir kaup á vörum úr nærumhverfi. Veita grænmetisbændum allan þann stuðning sem þarf til að sinna innanlandsmarkaði. Draga úr framleiðslu og neyslu á kjöti. Stórefla rannsóknir á áhrifum súrnunar í hafinu við strendur landsins og undirbúa áætlun til að takast á við fyrirsjáanlegar breytingar á lífríki hafsins sem hafa áhrif á fiskistofna. Hætta að nota verga landsframleiðslu og hagvöxt sem mælikvarða til að mæla hagsæld og skoða aðra mælikvarða í anda þess sem gert er í Bútan. Ýta úr vör öllum þeim ágætu tillögum sem Alþingi samþykkti einróma árið 2012 um Eflingu græna hagkerfisins. Loftslagsmálin snerta nær alla fleti okkar samfélags. Ég vona að áhugasamir láti sig þessi mál varða og mæti á umræðufund Parísar 1,5 þann 2. september n.k.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun