Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2016 14:45 Ronald dela Rosa, yfirmaður lögreglunnar í Filippseyjum. Vísir/EPA 1.916 manns hafa látið lífið eftir upphaf „átaks“ Rodrigo Duterte, nýskipaðs forseta Filippseyja, gegn fíkniefnum. Yfirmaður lögreglunnar segir að 756 hafi verið drepnir af lögreglu og að hin morðin séu til rannsóknar. Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte sór embættiseið fyrir sjö vikum. Ronald dela Rosa, yfirmaður lögreglunnar, sagði þingnefnd að það væri engin sérstök stefna að drepa fíkniefnanotendur og sölumenn. Duterte hefur hins vegar hvatt þegna sína til þess að drepa sölumenn sem streitast á móti við handtöku. Vopnuð gengi borgara hafa drepið fjölmarga sem taldir eru neyta fíkniefna eða selja þau. Duterte, sem hefur fengið viðurnefnið „Refsarinn“ (e. Punisher), hefur varað þingmenn gegn því að þvælast fyrir átaki sínu. Hann hefur sagt að þeir gætu látið lífið ef þeir hægðu á viðleitni hans til að bæta Filippseyjar.Sjá einnig: Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Dela Rosa tók þó fram að um 40 morð komi fíkniefnum ekki við. Heldur tengist þau ránum og illdeilum. Þá eru um 300 lögregluþjónar grunaðir um aðild að fíkniefnasölu. Reuters bendir á að uppi séu vangaveltur um að spilltir lögregluþjónar hafi drepið fjölmarga fíkniefnasala til að forðast að upp komist um spillingu þeirra. Dela Rosa sagði að nærri því 700 þúsund neytendur og sölumenn hefðu gefið sig fram við lögreglu. Þau eru látin skrifa undir samning um að hætta athæfi sínu og fylgjast yfirvöld reglulega með því að þau fari eftir samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa, auk mannréttindasamtaka, lýst yfir áhyggjum á ástandinu í Filippseyjum og nú hafa Bandaríkin einnig gert það. Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
1.916 manns hafa látið lífið eftir upphaf „átaks“ Rodrigo Duterte, nýskipaðs forseta Filippseyja, gegn fíkniefnum. Yfirmaður lögreglunnar segir að 756 hafi verið drepnir af lögreglu og að hin morðin séu til rannsóknar. Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte sór embættiseið fyrir sjö vikum. Ronald dela Rosa, yfirmaður lögreglunnar, sagði þingnefnd að það væri engin sérstök stefna að drepa fíkniefnanotendur og sölumenn. Duterte hefur hins vegar hvatt þegna sína til þess að drepa sölumenn sem streitast á móti við handtöku. Vopnuð gengi borgara hafa drepið fjölmarga sem taldir eru neyta fíkniefna eða selja þau. Duterte, sem hefur fengið viðurnefnið „Refsarinn“ (e. Punisher), hefur varað þingmenn gegn því að þvælast fyrir átaki sínu. Hann hefur sagt að þeir gætu látið lífið ef þeir hægðu á viðleitni hans til að bæta Filippseyjar.Sjá einnig: Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum Dela Rosa tók þó fram að um 40 morð komi fíkniefnum ekki við. Heldur tengist þau ránum og illdeilum. Þá eru um 300 lögregluþjónar grunaðir um aðild að fíkniefnasölu. Reuters bendir á að uppi séu vangaveltur um að spilltir lögregluþjónar hafi drepið fjölmarga fíkniefnasala til að forðast að upp komist um spillingu þeirra. Dela Rosa sagði að nærri því 700 þúsund neytendur og sölumenn hefðu gefið sig fram við lögreglu. Þau eru látin skrifa undir samning um að hætta athæfi sínu og fylgjast yfirvöld reglulega með því að þau fari eftir samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa, auk mannréttindasamtaka, lýst yfir áhyggjum á ástandinu í Filippseyjum og nú hafa Bandaríkin einnig gert það.
Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira