Lexus IS seldur í milljón eintökum Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 13:45 Lexus IS 300h. Lexus IS bíllinn hefur nú selst í einni milljón eintaka en hann kom fyrst á markað fyrir 17 árum og var sérstaklega hannaður til að höfð til evrópskra bílkaupenda. Honum var frá upphafi att gegn BMW 3-línunni og Mercedes Benz C-Class. Fyrsta kynslóð hans var með 150 hestafla 2,0 lítra og 6 strokka vél en síðar meir með allt að 3,0 lítra vél og var hún t.d. í SportCross útfærslu bílsins sem markaði þau tímamót hjá Lexus að vera fyrsti langbakurinn frá þessari lúxusbíladeild Toyota. Bíllinn er nú af þriðju kynslóð en önnur kynslóð bílsins sem kynnt var árið 2004 var í boði með dísilvél á sumum mörkuðum og í kjölfarið kom svo IS F með 420 hestafla V8 vél og líka var þá IS í boði sem blæjubíll. Lexus IS er nú seldur á 70 mörkuðum um allan heim og selur Lexus nú um 6.000 svona bíla í hverjum mánuði. Það mun því taka Lexus um 14 ár að komast í tvær milljónir seldra eintaka af þessum vinsæla lúxusbíl. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent
Lexus IS bíllinn hefur nú selst í einni milljón eintaka en hann kom fyrst á markað fyrir 17 árum og var sérstaklega hannaður til að höfð til evrópskra bílkaupenda. Honum var frá upphafi att gegn BMW 3-línunni og Mercedes Benz C-Class. Fyrsta kynslóð hans var með 150 hestafla 2,0 lítra og 6 strokka vél en síðar meir með allt að 3,0 lítra vél og var hún t.d. í SportCross útfærslu bílsins sem markaði þau tímamót hjá Lexus að vera fyrsti langbakurinn frá þessari lúxusbíladeild Toyota. Bíllinn er nú af þriðju kynslóð en önnur kynslóð bílsins sem kynnt var árið 2004 var í boði með dísilvél á sumum mörkuðum og í kjölfarið kom svo IS F með 420 hestafla V8 vél og líka var þá IS í boði sem blæjubíll. Lexus IS er nú seldur á 70 mörkuðum um allan heim og selur Lexus nú um 6.000 svona bíla í hverjum mánuði. Það mun því taka Lexus um 14 ár að komast í tvær milljónir seldra eintaka af þessum vinsæla lúxusbíl.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent