40,3% söluaukning bíla í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2016 09:28 Íslendingar fjármagna bílakaup sín með öðrum hætti nú en fyrir hrun. Áfram er ágæt sala hér á landi í nýjum bílum og í nýliðnum ágúst varð 40,3% aukning í sölu miðað við sama mánuð í fyrra. Salan í ágúst í ár var 1.181 en var 842 bílar í fyrra. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 31. ágúst sl. hefur aukist um 38,2% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 14.918 á móti 10.794 í fyrra, eða aukning um 4.124 bíla. Sala nýrra bíla hefur verið góð það sem af er ári og með áframhaldandi góðri sölu á nýjum bílum ætti meðalaldur bíla hér á landi að færast nær því sem gengur og gerist í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Enn er nokkuð í land en horfurnar eru góðar. Svo virðist sem almenningur fjármagni bílakaup með öðrum hætti en fyrir hrun en samkvæmt upplýsingum söluaðila er áberandi minna um að fólk taki lán fyrir bílakaupum og í þeim tilfellum sem lán er tekið er það mun minna hlutfall af kaupverði sem tekið er að láni. Um það bil helmingur nýskráðra bíla í ár eru bílaleigubílar en ört stækkandi markaður er fyrir bílaleigubíla samfara aukinni ferðamennsku hér á landi segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Búast má þó við því að hlutfall bílaleigubíla í heildarsölunni í ár muni lækka til ársloka, en aðalkauptími bílaleiganna er á vorin. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent
Áfram er ágæt sala hér á landi í nýjum bílum og í nýliðnum ágúst varð 40,3% aukning í sölu miðað við sama mánuð í fyrra. Salan í ágúst í ár var 1.181 en var 842 bílar í fyrra. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar til 31. ágúst sl. hefur aukist um 38,2% miðað við sama tíma á síðastliðnu ári, en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 14.918 á móti 10.794 í fyrra, eða aukning um 4.124 bíla. Sala nýrra bíla hefur verið góð það sem af er ári og með áframhaldandi góðri sölu á nýjum bílum ætti meðalaldur bíla hér á landi að færast nær því sem gengur og gerist í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Enn er nokkuð í land en horfurnar eru góðar. Svo virðist sem almenningur fjármagni bílakaup með öðrum hætti en fyrir hrun en samkvæmt upplýsingum söluaðila er áberandi minna um að fólk taki lán fyrir bílakaupum og í þeim tilfellum sem lán er tekið er það mun minna hlutfall af kaupverði sem tekið er að láni. Um það bil helmingur nýskráðra bíla í ár eru bílaleigubílar en ört stækkandi markaður er fyrir bílaleigubíla samfara aukinni ferðamennsku hér á landi segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Búast má þó við því að hlutfall bílaleigubíla í heildarsölunni í ár muni lækka til ársloka, en aðalkauptími bílaleiganna er á vorin.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent