Velferðinni ógnað Ólína Þorvarðardóttir skrifar 1. september 2016 07:00 Fyrr á árinu skrifuðu 90 þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Var þess krafist að árlega yrði varið sem nemur 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Augljóst má vera af þeirri 5 ára fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi að núverandi stjórnvöld ætla að daufheyrast við ákalli landsmanna. Á næsta ári vantar samkvæmt þessari áætlun 3 milljarða til þess að halda rekstri Landspítala og sjúkrahússins á Akureyri í horfinu. Er þá ekki tekið með í reikninginn það sem þarf til að bæta reksturinn. Ríkisfjármálaáætlun er stefnumarkandi plagg – nokkurs konar rammi utan um fjárlög ríkisins og hagstjórnina á næstu fimm árum. Er skemmst frá því að segja að þegar kemur að velferðarmálum stangast fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í öllum helstu atriðum á við sýn okkar jafnaðarmanna á hlutverk ríkisins gagnvart almenningi. Ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætluninni að lífeyrisgreiðslur aldraðra og öryrkja hækki á næstu fimm árum. Samfylkingin hefur lagt til að lágmarksgreiðslan verði hækkuð í 300 þúsund. Færri fá barnabætur en nokkru sinni fyrr samkvæmt fjármálaáætluninni og eru það aðeins þeir allra tekjulægstu. Við jafnaðarmenn lítum ekki á barnabætur sem fátækrastyrk, heldur sjálfsagðan stuðning við allar fjölskyldur eins og tíðkast á Norðurlöndum. Þar eru barnabætur ótekjutengdar enda hugsaðar til að jafna stöðu barnafjölskyldna gagnvart barnlausu fólki. Engar áætlanir er að sjá í ríkisfjármálaáætlun um lengingu fæðingarorlofsins þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda þar um. Samfylkingin hefur lagt til fæðingarorlof í 12 mánuði og að hámarksgreiðslur séu hækkaðar. Svo virðist sem ríkisstjórnin leggi allt kapp á að lækka skuldir þeirra sem mest hafa milli handanna og því mun þeim fækka enn frekar sem fá vaxtabætur næstu 5 árin. Jafnaðarmenn leggja áherslu á að allir eigi þess kost að eignast heimili eða leigja heimili á viðunandi kjörum. Nái áætlun ríkisstjórnarinnar fram að ganga mun það bitna mjög á velferð í landinu. Gælur við einkavæðingaráform í heilbrigðiskerfinu hringja öllum viðvörunarbjöllum og stangast á við áherslur jafnaðarmanna og ákall almennings um endurreisn heilbrigðiskerfisins, að ekki sé minnst á markmið jafnaðarmanna um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Í velferðarsamfélagi á sjúkt fólk að fá bestu mögulegu læknaþjónustu og umönnun sem völ er á. Áform um einkarekstur eru ekki svar við því kalli, heldur flótti frá verkefninu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu skrifuðu 90 þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Var þess krafist að árlega yrði varið sem nemur 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Augljóst má vera af þeirri 5 ára fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi að núverandi stjórnvöld ætla að daufheyrast við ákalli landsmanna. Á næsta ári vantar samkvæmt þessari áætlun 3 milljarða til þess að halda rekstri Landspítala og sjúkrahússins á Akureyri í horfinu. Er þá ekki tekið með í reikninginn það sem þarf til að bæta reksturinn. Ríkisfjármálaáætlun er stefnumarkandi plagg – nokkurs konar rammi utan um fjárlög ríkisins og hagstjórnina á næstu fimm árum. Er skemmst frá því að segja að þegar kemur að velferðarmálum stangast fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í öllum helstu atriðum á við sýn okkar jafnaðarmanna á hlutverk ríkisins gagnvart almenningi. Ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætluninni að lífeyrisgreiðslur aldraðra og öryrkja hækki á næstu fimm árum. Samfylkingin hefur lagt til að lágmarksgreiðslan verði hækkuð í 300 þúsund. Færri fá barnabætur en nokkru sinni fyrr samkvæmt fjármálaáætluninni og eru það aðeins þeir allra tekjulægstu. Við jafnaðarmenn lítum ekki á barnabætur sem fátækrastyrk, heldur sjálfsagðan stuðning við allar fjölskyldur eins og tíðkast á Norðurlöndum. Þar eru barnabætur ótekjutengdar enda hugsaðar til að jafna stöðu barnafjölskyldna gagnvart barnlausu fólki. Engar áætlanir er að sjá í ríkisfjármálaáætlun um lengingu fæðingarorlofsins þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda þar um. Samfylkingin hefur lagt til fæðingarorlof í 12 mánuði og að hámarksgreiðslur séu hækkaðar. Svo virðist sem ríkisstjórnin leggi allt kapp á að lækka skuldir þeirra sem mest hafa milli handanna og því mun þeim fækka enn frekar sem fá vaxtabætur næstu 5 árin. Jafnaðarmenn leggja áherslu á að allir eigi þess kost að eignast heimili eða leigja heimili á viðunandi kjörum. Nái áætlun ríkisstjórnarinnar fram að ganga mun það bitna mjög á velferð í landinu. Gælur við einkavæðingaráform í heilbrigðiskerfinu hringja öllum viðvörunarbjöllum og stangast á við áherslur jafnaðarmanna og ákall almennings um endurreisn heilbrigðiskerfisins, að ekki sé minnst á markmið jafnaðarmanna um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Í velferðarsamfélagi á sjúkt fólk að fá bestu mögulegu læknaþjónustu og umönnun sem völ er á. Áform um einkarekstur eru ekki svar við því kalli, heldur flótti frá verkefninu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun