Lotus 3-Eleven náði tímanum 7:06 á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2016 11:11 Hraðskreiðasti bíll sem Lotus hefur smíðað er Lotus 3-Eleven en honum var ekið um daginn á Nürburgring brautinni þýsku. Lotus segir að hann hafi náð þar tímanum 7 mínútur og 6 sekúndur, en sá tími byggir reyndar á því að leggja saman tíma bílsins á nokkrum hlutum brautarinnar. Þegar Lotus 3-Eleven bíllinn fór brautina voru margir aðrir bílar ú henni og Lotus menn fullyrða að ef svo hefði ekki verið myndi bíllinn ná tíma kringum 7 mínútum sléttum. Það myndi höggva nálægt tíma Porsche 918 Spyder bílsins, en hann náði tímanum 6:57 og telst þriðji hraðskreiðasti bíllinn sem farið hefur um brautina. Aðeins bílarnir Radical SR8LM á 6:48 og Radical SR8 á 6:56 hafa náð betri tíma. Lotus 3-Eleven er 460 hestafla bíll sem vegur aðeins 890 kíló í kappakstursútgáfu, en 926 kíló sem götuhæfur bíll. Mesti hraði bílsins á Nürburgring brautinni mældist 274 km/klst og þessi bíll er minna en 3 sekúndur í 100 km hraða. Sjá má myndskeið af ferð Lotus 3-Eleven bílsins á brautinni hér að ofan. Bílar video Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent
Hraðskreiðasti bíll sem Lotus hefur smíðað er Lotus 3-Eleven en honum var ekið um daginn á Nürburgring brautinni þýsku. Lotus segir að hann hafi náð þar tímanum 7 mínútur og 6 sekúndur, en sá tími byggir reyndar á því að leggja saman tíma bílsins á nokkrum hlutum brautarinnar. Þegar Lotus 3-Eleven bíllinn fór brautina voru margir aðrir bílar ú henni og Lotus menn fullyrða að ef svo hefði ekki verið myndi bíllinn ná tíma kringum 7 mínútum sléttum. Það myndi höggva nálægt tíma Porsche 918 Spyder bílsins, en hann náði tímanum 6:57 og telst þriðji hraðskreiðasti bíllinn sem farið hefur um brautina. Aðeins bílarnir Radical SR8LM á 6:48 og Radical SR8 á 6:56 hafa náð betri tíma. Lotus 3-Eleven er 460 hestafla bíll sem vegur aðeins 890 kíló í kappakstursútgáfu, en 926 kíló sem götuhæfur bíll. Mesti hraði bílsins á Nürburgring brautinni mældist 274 km/klst og þessi bíll er minna en 3 sekúndur í 100 km hraða. Sjá má myndskeið af ferð Lotus 3-Eleven bílsins á brautinni hér að ofan.
Bílar video Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent