Bíll ársins er Renault Talisman Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2016 18:15 Við val á bíl ársins nú voru 36 bílar gjaldgengir, 6 fleiri en í fyrra. Dómnefndin ákvað vegna samsetningar bílanna þetta árið að skipta þeim uppí 6 flokka, minni fólksbíla, stærri fólksbíla, jepplinga, jeppa, pallbíla og sportbíla. Þetta árið voru bæði óvenju margir nýir pallbílar og sportbílar sem réttlætti að mati nefndarinnar sér flokka fyrir slíka bíla. Fimm dómnefndarmanna prófuðu alla bílana sem til greina komu og völdu þá 3 bíla sem til úrslita komust í hverjum flokki, alls 18 bíla, æði marga að þessu sinni. Í flokki minni fólksbíla fékk Opel Astra flest stig, Renault Megane varð í öðru sæti og Suzuki Baleno í því þriðja. Í flokki stærri fólksbíla varð Renault Talisman hlutskarpastur og í öðru sæti varð Mercedes Benz E-Class og því þriðja VW Passat GTE tengiltvinnbíllinn. Í flokki jepplingar stóð hæstur á palli VW Tiguan og annað sæti hlaut Kia Sportage og Honda HRV varð í því þriðja. Í flokki jeppa fékk Audi Q7 e-tron flest stig, BMW X5 PHEV næst flest og Lexus RX 450h varð í þriðja sæti. Fyrstu tveir bílarnir í þessum flokki er tengiltvinnbílar. Í flokki pallbíla varð Nissan Navara hlutskarpastur, en í öðru sæti varð Toyota Hilux og Mitsubishi L200 í því þriðja. Í flokki sportbíla hafði sigur Ford Focus RS, í öðru sæti varð VW Golf GTI Clubsport og Lexus RC í því þriðja. Lokaprófanir fóru fram á þessum bílum með fullskipaðri dómnefnd fyrr í þessum mánuði og var það gert á fólksbílunum á hinni stórbættu Kvartmílubraut en farið var með jepplingana, jeppana og pallbílana út fyrir borgarmörkin og þeir prófaðir við erfiðari aðstæður. Öllum bílunum var í kjölfar prófananna gefin einkunn hvað 12 mismunandi þætti þeirra varðar og heildarniðurstaða í hverjum flokki þannig fengin út, svo og hvaða bíll fékk hæstu einkunn og því réttkjörinn Bíll ársins í ár. Það reyndist vera Renault Talisman, en næst flestu stigin fékk Audi Q7 e-tron og þriðja flestu stigin fékk BMW X5 PHEV. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent
Við val á bíl ársins nú voru 36 bílar gjaldgengir, 6 fleiri en í fyrra. Dómnefndin ákvað vegna samsetningar bílanna þetta árið að skipta þeim uppí 6 flokka, minni fólksbíla, stærri fólksbíla, jepplinga, jeppa, pallbíla og sportbíla. Þetta árið voru bæði óvenju margir nýir pallbílar og sportbílar sem réttlætti að mati nefndarinnar sér flokka fyrir slíka bíla. Fimm dómnefndarmanna prófuðu alla bílana sem til greina komu og völdu þá 3 bíla sem til úrslita komust í hverjum flokki, alls 18 bíla, æði marga að þessu sinni. Í flokki minni fólksbíla fékk Opel Astra flest stig, Renault Megane varð í öðru sæti og Suzuki Baleno í því þriðja. Í flokki stærri fólksbíla varð Renault Talisman hlutskarpastur og í öðru sæti varð Mercedes Benz E-Class og því þriðja VW Passat GTE tengiltvinnbíllinn. Í flokki jepplingar stóð hæstur á palli VW Tiguan og annað sæti hlaut Kia Sportage og Honda HRV varð í því þriðja. Í flokki jeppa fékk Audi Q7 e-tron flest stig, BMW X5 PHEV næst flest og Lexus RX 450h varð í þriðja sæti. Fyrstu tveir bílarnir í þessum flokki er tengiltvinnbílar. Í flokki pallbíla varð Nissan Navara hlutskarpastur, en í öðru sæti varð Toyota Hilux og Mitsubishi L200 í því þriðja. Í flokki sportbíla hafði sigur Ford Focus RS, í öðru sæti varð VW Golf GTI Clubsport og Lexus RC í því þriðja. Lokaprófanir fóru fram á þessum bílum með fullskipaðri dómnefnd fyrr í þessum mánuði og var það gert á fólksbílunum á hinni stórbættu Kvartmílubraut en farið var með jepplingana, jeppana og pallbílana út fyrir borgarmörkin og þeir prófaðir við erfiðari aðstæður. Öllum bílunum var í kjölfar prófananna gefin einkunn hvað 12 mismunandi þætti þeirra varðar og heildarniðurstaða í hverjum flokki þannig fengin út, svo og hvaða bíll fékk hæstu einkunn og því réttkjörinn Bíll ársins í ár. Það reyndist vera Renault Talisman, en næst flestu stigin fékk Audi Q7 e-tron og þriðja flestu stigin fékk BMW X5 PHEV.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent