Segir öllum leiðum verða beitt til að stöðva laxeldið Kristján Már Unnarsson skrifar 4. október 2016 19:30 Hagsmunaaðilar í laxveiði undir forystu Orra Vigfússonar hafa lýst yfir stríði á hendur laxeldi í sjó. Orri segir eitthundrað milljarða króna veiðihlunnindi í hættu og að öllum leiðum verði beitt fyrir dómstólum til að stöðva sjókvíaeldið. Patreksfjörður og Bíldudalur eru dæmi um byggðir þar sem íbúum fjölgar á ný vegna laxeldis í sjó en bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum horfa menn til þess að uppbygging þessa atvinnuvegar geti orðið vendipunktur í byggðaþróun.Patreksfjörður er meðal þeirra byggða þar sem íbúum er að fjölga vegna laxeldis.Vísir/EgillOrri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, segist hafa áhyggjur af því að gengið sé allt of hratt og allt of langt. Hann kveðst þó fagna fiskeldi, svo fremi að það sé sjálfbært og grænt, og þá í kvíum í landi eða í lokuðum kerfum í sjó. Með Orra hafa bundist samtökum veiðiréttareigendur, stangaveiðimenn, Fuglavernd, æðarbændur og eigendur sjávarjarða. „Ég geri ráð fyrir að það verði leitað allra leiða, fyrir dómstólum, og öllum þeim tækjum og tólum sem hægt er á Íslandi, þeim verður beitt, því við ætlum að stoppa þetta,“ segir Orri.Orri segir dreifingu regnbogasilungs sönnun þess að útilokað sé að koma í veg fyrir að lax sleppi einnig úr sjókvíunum og dreifist í ár um allt land.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hann segir gríðarlega saurmengun fylgja laxakvíunum, þeim fylgi sjúkdómahætta og lúsafaraldur en verst sé þó erfðamengun. „Þetta er úrkynjaður lax sem er notaður í laxeldi. Hann er kynbreyttur.“ Orri hefur dreift korti sem sýnir hvar regnbogasilungur hefur fundist í ám en hann hljóti að hafa komið úr eldiskvíum. Óhjákvæmilegt sé að laxinn sleppi líka út og hann muni blandast villta laxinum.Kort Orra sem sýnir hvar regnbogasilungur hefur verið skráður. Orri tekur fram að um tvítalningar geti verið að ræða á sumum stöðum og ekki sé búið að afla staðfestingar um alla fundarstaði.„Til dæmis í Noregi eru tveir þriðju af öllum norskum ám nú þegar komnir með erfðamengun. Þetta er það sem við teljum að muni á einhverjum áratugum eyða meira og minna öllum villtum laxastofnum á Íslandi.“ Orri hefur meðal annars á grundvelli nýrra náttúruverndarlaga gert skýra kröfu til viðkomandi ráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um að öll fiskeldisleyfi, sem eru í mótsögn við lög og reglugerðir, verði strax dregin til baka og að áhættumat fari fram. Orri leynir því ekki að þetta snúist um mikla fjárhagslega hagsmuni. Lax- og silungsveiði sé að velta 15 til 20 milljörðum króna á ári.Séð yfir Vatnsdalsá í samnefndum dal í Húnavatnssýslu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við höfum metið hlunnindin á um það bil eitthundrað milljarða króna. Það er bara markaðsvirði þessara hlunninda. Þetta er allt í hættu.“ Þetta snerti um 1.800 hlunnindajarðir hringinn í kringum landið. „Ég geri ráð fyrir að það séu um fimmþúsund manns sem eiga þessi hlunnindi á Íslandi. Og það er allt í hættu,“ segir Orri. Fiskeldi Tengdar fréttir Eric Clapton verður bara að fara eitthvað annað að veiða Stangveiðimenn sjá fyrir sér óafturkræft umhverfisslys samfara auknu laxeldi. 30. september 2016 10:59 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Vilja rannsókn á strokufiski úr sjókvíum Regnbogasilung er nú að finna í ám um stóran hluta Vestfjarða og kannar nú Fiskistofa hvort strokufiskur sé einnig kominn í Ísafjarðardjúp. Fiskurinn kemur úr sjóeldi á Vestfjörðum. 1. október 2016 07:00 Laxeldið gæti framleitt meira en íslenskur landbúnaður Fimmtán þúsund tonn af eldislaxi framleidd á þessu ári. Útlendingar sýna eldi hér á landi áhuga. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það jákvætt. Norðmenn verji mestu í rannsóknir. 26. ágúst 2016 07:00 Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45 Stefna á tíföldun í framleiðslu eldisfisks Sjókvíaeldisfyrirtæki hafa óskað eftir því að geta framleitt um 150 þúsund tonn af eldisfiski árlega. Vöxturinn er í laxeldi í sjó. Nú eru fimmtán þúsund tonn framleidd af fiski á ári. Um fjögur hundruð störf eru í greininni og á 22. september 2016 07:00 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Hagsmunaaðilar í laxveiði undir forystu Orra Vigfússonar hafa lýst yfir stríði á hendur laxeldi í sjó. Orri segir eitthundrað milljarða króna veiðihlunnindi í hættu og að öllum leiðum verði beitt fyrir dómstólum til að stöðva sjókvíaeldið. Patreksfjörður og Bíldudalur eru dæmi um byggðir þar sem íbúum fjölgar á ný vegna laxeldis í sjó en bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum horfa menn til þess að uppbygging þessa atvinnuvegar geti orðið vendipunktur í byggðaþróun.Patreksfjörður er meðal þeirra byggða þar sem íbúum er að fjölga vegna laxeldis.Vísir/EgillOrri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, segist hafa áhyggjur af því að gengið sé allt of hratt og allt of langt. Hann kveðst þó fagna fiskeldi, svo fremi að það sé sjálfbært og grænt, og þá í kvíum í landi eða í lokuðum kerfum í sjó. Með Orra hafa bundist samtökum veiðiréttareigendur, stangaveiðimenn, Fuglavernd, æðarbændur og eigendur sjávarjarða. „Ég geri ráð fyrir að það verði leitað allra leiða, fyrir dómstólum, og öllum þeim tækjum og tólum sem hægt er á Íslandi, þeim verður beitt, því við ætlum að stoppa þetta,“ segir Orri.Orri segir dreifingu regnbogasilungs sönnun þess að útilokað sé að koma í veg fyrir að lax sleppi einnig úr sjókvíunum og dreifist í ár um allt land.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hann segir gríðarlega saurmengun fylgja laxakvíunum, þeim fylgi sjúkdómahætta og lúsafaraldur en verst sé þó erfðamengun. „Þetta er úrkynjaður lax sem er notaður í laxeldi. Hann er kynbreyttur.“ Orri hefur dreift korti sem sýnir hvar regnbogasilungur hefur fundist í ám en hann hljóti að hafa komið úr eldiskvíum. Óhjákvæmilegt sé að laxinn sleppi líka út og hann muni blandast villta laxinum.Kort Orra sem sýnir hvar regnbogasilungur hefur verið skráður. Orri tekur fram að um tvítalningar geti verið að ræða á sumum stöðum og ekki sé búið að afla staðfestingar um alla fundarstaði.„Til dæmis í Noregi eru tveir þriðju af öllum norskum ám nú þegar komnir með erfðamengun. Þetta er það sem við teljum að muni á einhverjum áratugum eyða meira og minna öllum villtum laxastofnum á Íslandi.“ Orri hefur meðal annars á grundvelli nýrra náttúruverndarlaga gert skýra kröfu til viðkomandi ráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um að öll fiskeldisleyfi, sem eru í mótsögn við lög og reglugerðir, verði strax dregin til baka og að áhættumat fari fram. Orri leynir því ekki að þetta snúist um mikla fjárhagslega hagsmuni. Lax- og silungsveiði sé að velta 15 til 20 milljörðum króna á ári.Séð yfir Vatnsdalsá í samnefndum dal í Húnavatnssýslu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við höfum metið hlunnindin á um það bil eitthundrað milljarða króna. Það er bara markaðsvirði þessara hlunninda. Þetta er allt í hættu.“ Þetta snerti um 1.800 hlunnindajarðir hringinn í kringum landið. „Ég geri ráð fyrir að það séu um fimmþúsund manns sem eiga þessi hlunnindi á Íslandi. Og það er allt í hættu,“ segir Orri.
Fiskeldi Tengdar fréttir Eric Clapton verður bara að fara eitthvað annað að veiða Stangveiðimenn sjá fyrir sér óafturkræft umhverfisslys samfara auknu laxeldi. 30. september 2016 10:59 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Vilja rannsókn á strokufiski úr sjókvíum Regnbogasilung er nú að finna í ám um stóran hluta Vestfjarða og kannar nú Fiskistofa hvort strokufiskur sé einnig kominn í Ísafjarðardjúp. Fiskurinn kemur úr sjóeldi á Vestfjörðum. 1. október 2016 07:00 Laxeldið gæti framleitt meira en íslenskur landbúnaður Fimmtán þúsund tonn af eldislaxi framleidd á þessu ári. Útlendingar sýna eldi hér á landi áhuga. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það jákvætt. Norðmenn verji mestu í rannsóknir. 26. ágúst 2016 07:00 Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45 Stefna á tíföldun í framleiðslu eldisfisks Sjókvíaeldisfyrirtæki hafa óskað eftir því að geta framleitt um 150 þúsund tonn af eldisfiski árlega. Vöxturinn er í laxeldi í sjó. Nú eru fimmtán þúsund tonn framleidd af fiski á ári. Um fjögur hundruð störf eru í greininni og á 22. september 2016 07:00 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Eric Clapton verður bara að fara eitthvað annað að veiða Stangveiðimenn sjá fyrir sér óafturkræft umhverfisslys samfara auknu laxeldi. 30. september 2016 10:59
Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45
Vilja rannsókn á strokufiski úr sjókvíum Regnbogasilung er nú að finna í ám um stóran hluta Vestfjarða og kannar nú Fiskistofa hvort strokufiskur sé einnig kominn í Ísafjarðardjúp. Fiskurinn kemur úr sjóeldi á Vestfjörðum. 1. október 2016 07:00
Laxeldið gæti framleitt meira en íslenskur landbúnaður Fimmtán þúsund tonn af eldislaxi framleidd á þessu ári. Útlendingar sýna eldi hér á landi áhuga. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það jákvætt. Norðmenn verji mestu í rannsóknir. 26. ágúst 2016 07:00
Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45
Stefna á tíföldun í framleiðslu eldisfisks Sjókvíaeldisfyrirtæki hafa óskað eftir því að geta framleitt um 150 þúsund tonn af eldisfiski árlega. Vöxturinn er í laxeldi í sjó. Nú eru fimmtán þúsund tonn framleidd af fiski á ári. Um fjögur hundruð störf eru í greininni og á 22. september 2016 07:00
Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21